Biðla til NBA um að hjálpa Delonte West eftir átakanlegt myndband fór á flug á netinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 10:45 Delonte West var liðsfélagi LeBron James í nokkur tímabil. Hér fær hann góð ráð frá kónginum. Getty/Kevin C. Cox Sorglegt myndband af fyrrum NBA-leikmanni hefur farið eins og eldur um sinu í netheimunum. Það er augljóst að þar fer maður sem þarf lífsnauðsynlega á hjálp að halda og hana finnst mörgum hann eigi að fá frá NBA-deildinni. Delonte West spilaði í NBA-deildinni í átta ár þar á meðal með liði Cleveland Cavaliers í þrjú tímabil. Hann spilaði alls 432 deildarleiki og 58 leiki í úrslitakeppni. Eitt allra besta tímabil hans var með Cleveland Cavaliers 2008-09 þegar liðið fór í undanúrslit úrslitakeppninnar og hann var mrð 13,8 stig að meðaltali í úrslitakeppninni. Líf hans eftir að NBA-ferlinum lauk hefur verið á hraðri niðurleið og umrætt myndband sem sýnir hann, að því virðist undir áhrifum eiturlyfja, lenda í miklum ógöngum á miðri götu í Washington D.C, eins og sjá má hér fyrir neðan. Slim doing bad NBA need to offer him some help pic.twitter.com/b7MtTj9JAt— Maybe: Damani (@damani_givens) January 21, 2020 Margir hafa freistast til að gera grín af Delonte West og hræðilegu ástandi hans enda hefur fallið verið mikið síðan að hann var ein af stjörnunum í NBA-deildinni. Það hafa aftur á móti margir NBA leikmenn og aðrar íþróttastjörnur gagnrýnt þá meðferð og kalla um leið eftir því að Delonte West fá þá aðstoð sem hann þarf greinilega á að halda. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttist af Delonte West í vandræðum á götunni og einhverjir hafa spurt sig hvort að hann sé heimilislaus eða að því hvernig líf hans hafi geta farið svo hratt niður á við eftir að hafa unnið sér inn alls tvo milljarða sem leikmaður í NBA-deildinni. Það á eftir að koma í ljós hvort NBA-deildin sé tilbúin að grípa inn í en það sem er pottþétt að Delonte West þarf hjálp að halda og það strax. Hann er enn bara 36 ára gamall. NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Sorglegt myndband af fyrrum NBA-leikmanni hefur farið eins og eldur um sinu í netheimunum. Það er augljóst að þar fer maður sem þarf lífsnauðsynlega á hjálp að halda og hana finnst mörgum hann eigi að fá frá NBA-deildinni. Delonte West spilaði í NBA-deildinni í átta ár þar á meðal með liði Cleveland Cavaliers í þrjú tímabil. Hann spilaði alls 432 deildarleiki og 58 leiki í úrslitakeppni. Eitt allra besta tímabil hans var með Cleveland Cavaliers 2008-09 þegar liðið fór í undanúrslit úrslitakeppninnar og hann var mrð 13,8 stig að meðaltali í úrslitakeppninni. Líf hans eftir að NBA-ferlinum lauk hefur verið á hraðri niðurleið og umrætt myndband sem sýnir hann, að því virðist undir áhrifum eiturlyfja, lenda í miklum ógöngum á miðri götu í Washington D.C, eins og sjá má hér fyrir neðan. Slim doing bad NBA need to offer him some help pic.twitter.com/b7MtTj9JAt— Maybe: Damani (@damani_givens) January 21, 2020 Margir hafa freistast til að gera grín af Delonte West og hræðilegu ástandi hans enda hefur fallið verið mikið síðan að hann var ein af stjörnunum í NBA-deildinni. Það hafa aftur á móti margir NBA leikmenn og aðrar íþróttastjörnur gagnrýnt þá meðferð og kalla um leið eftir því að Delonte West fá þá aðstoð sem hann þarf greinilega á að halda. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttist af Delonte West í vandræðum á götunni og einhverjir hafa spurt sig hvort að hann sé heimilislaus eða að því hvernig líf hans hafi geta farið svo hratt niður á við eftir að hafa unnið sér inn alls tvo milljarða sem leikmaður í NBA-deildinni. Það á eftir að koma í ljós hvort NBA-deildin sé tilbúin að grípa inn í en það sem er pottþétt að Delonte West þarf hjálp að halda og það strax. Hann er enn bara 36 ára gamall.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti