Bankar á krossgötum Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 08:00 Helga Valfells, Ægir Már Þórisson, Katrín Olga Jóhannesdóttir, Tryggvi Pálsson, Hrund Rudolfsdóttir, Finnur Árnason. Skriður virðist komin á umræðuna um mögulega sölu ríkisins á eignarhlut sínum í Íslandsbanka. Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 á dögunum að hún teldi skynsamlegt að ríkið seldi Íslandsbanka og nýtti þá fjármuni í innviðafjárfestingu. Hún sagðist þó telja að Landsbankinn ætti áfram að vera í opinberri eigu. Viðmælendur Vísis virðast flestir á sammála því að ríkið selji frá sér eignarhlut í bönkum. Flestir gera ráð fyrir að aðeins Íslandsbanki verði seldur. Bankarnir glími þó við breytilegt umhverfi þar sem tækniframfarir hafa mikil áhrif. Bankaskatturinn er sagður rýra virði eignanna og almenningsálitið torveldar ríkinu verkið þar sem allir mögulegir kaupendur eru tortryggðir. Spurt var: „Telur þú sölu ríkisbankanna raunhæfan valmöguleika miðað við þær breytingar sem blasa við á alþjóðavettvangi um starfsemi banka- og fjármálafyrirtækja?“ Finnur Árnason, forstjóri Haga segir bankaskattinn rýra verðmæti þeirra.Hagar Bankar ekki samkeppnishæfir á lánamarkaði Finnur Árnason, forstjóri Haga segir bankasattinn rýra verðmæti eignanna. „Já, ég tel raunhæft að hefja sölu ríkisbanka. Ég tel skynsamlegt að byrja á öðrum bankanum, eins og mér heyrist tillögur ríkisstjórnarinnar ganga útá. Sérstakur bankaskattur og nýverandi eiginfjárkröfur rýra hinsvegar verðmæti þessara eigna umtalsvert. Það mætti því auka verðmæti þessara eigna og auka sölumöguleika til muna með því að aflétta sértækum sköttum á banka. Sértækir skattar á banka eru auðvitað ekkert annað en skattur á almenning og atvinnulíf.“ Þá segir hann bankana ekki samkeppnishæfa á lánamarkaði í dag „Í dag eru bankar ekki samkeppnishæfir á lánamarkaði. Á meðan stýrivextir lækka virðast útlánavextir banka til atvinnulífsins vera að fara í þveröfuga átt.“ Að lokum bendir Finnur á að atvinnuvegir almennt standi frammi fyrir miklum breytingum „Bankar, eins og margir aðrir atvinnuvegir standa frammi fyrir áskorunum og breytingum í rekstrarumhverfi, sem þarf að takast á við. Ég hef þó þá trú að tilgangur þeirra og þjónusta eigi fullt erindi til framtíðar með réttri aðlögun að sífellt kvikum óskum viðskiptavina.“ Helga Valfells, framkvæmdastjóri Crowberry Capital, bendir á að vanda þurfi valið á nýjum eigendum bankanna. Mikilvægt að fá vandaða langtíma eigendur „Ég held að það sé aldrei of seint að selja ríkisbanka. Það eru vissulega ákveðin óvissa á mörkuðum en mér margir virðast telja að seinni hluti ársins verði betri. Ég held jafnframt að það sé mikilvægt að ríkið eigi ekki ráðandi hlut af fjármálakerfi Íslands, það er ekki gott fyrir samkeppnisumhverfið okkar. Það er heldur ekki sanngjarnt að skattgreiðendur séu látnir taka ábyrgð á bankarekstri. Þannig frá þeim sjónarmiðum er alltaf góður tími til að selja banka,“ segir Helga Valfells, framkvæmdastjóri Crowberry Capital. Helga segir einnig að mikilvægt sé að vanda valið á nýjum eigendum „Ég held að það sé líka mjög mikilvægt að fá vandaða langtíma eigendur og vonandi verðir það haft í huga við sölu ríkisbanka, ekki bara það að hámarka söluverðið. Svo má benda á að við sölu banka er ekki eingöngu horft til afkomu heldur er einnig mikilvægt að bankar séu með góðan efnahagsreikning.“ Þá hefur Helga trú á því að íslensku bankarnir séu vel á veg komnir í stafrænum lausnum „Það að auki þurfa bankar að búa við vandað of skilvirkt tækniumhverfi til að standast samkeppni við ýmsar fjártæknilausnir. Miðað við það sem maður sér í opinberum gögnum virðast báðir ríkisbankarnir vera með góðan efnahagsreikning og vera nokkuð langt komnir í sinni stafrænu vegferð, það hjálpar vonandi við sölu.“ Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, segir bankana þurfa að endurskoða hlutverk sitt og viðskiptamódel.Veritas Viðbúið að það fækki þeim fjárfestum sem leggi í þessa áhættu „Ég tel að það sé almennt gott skref að ríkið setji frá sér hluta af sínum eignarhlut í bönkum landsins. Hins vegar stendur bankakerfið núna á miklum krossgötum og þarf að endurskilgreina hlutverk sitt og í raun um leið sitt tekju- og viðskiptamódel. Á meðan á þeirri vegferð stendur og lausnin ekki fundin eða sannprófuð er viðbúið að það fækki þeim fjárfestum sem leggi í þessa áhættu, svo það mætti ef til vill setja spurningarmerki við tímasetninguna,“ segir Hrund Rudólfsdóttir forstjóri Veritas. „En fyrir þann sem hefur ekki bara fjármagnið, en líka skýra sýn á markaðinn og þeim tækifærum sem liggja í þessum miklu breytingum getur þetta verið hinsvegar verið fjárfestingatækifæri aldarinnar,“ bætir Hrund við. „Ég held að það geti líka orðið fjármálamarkaðnum í heild til góðs, því þar hann þarf á að halda að einhver taki að sér ákveðið leiðtogahlutverk og setji hlutina á hreyfingu.“ Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, segir núverandi aðstæður gefa fullt tilefni til að afnema bankaskattinn.Vísir/Aðsend Fullt tilefni við núverandi aðstæður að afnema bankaskatt Formaður Viðskiptaráðs Íslands, Katrín Olga Jóhannesdóttir, segir óeðlilegt að ríkið ráði yfir tveimur þriðja hluta bankakerfisins. „Ég fagna því að ríkið hafi stigið skrefið í að selja Íslandsbanka, við í Viðskiptaráði höfum talað fyrir því allt frá því að ríkið eignaðist Íslandsbanka að það sé óeðlilegt að ríkið ráði yfir 2/3 af bankakerfinu og höfum í ræðum og riti talað fyrir sölu á eignahlut ríkisins í viðskiptabönkunum. Einnig hefur verið kallað eftir því að ríkið setji aukinn kraft í fjárfestingar og þá sérstaklega í innviðum.“ Katrín Olga segir tímasetninguna góða „Út frá því er þetta góður tímapunktur að selja og skapa svigrúm til innspýtingar í efnahagslífið, sem núna er í lægð. Það er í senn mikilvægt að koma málinu af stað og flýta sér hægt. Ríkið þarf líka að horfa heildstætt á rekstarumhverfi fjármálafyrirtækja við þetta tilefni og við teljum til að mynda fullt tilefni við núverandi aðstæður að afnema bankaskatt og koma eiginfjárkröfum á banka nær því sem gerist í nágrannalöndunum.“ Tryggvi Pálsson, fyrrum formaður bankaráðs Landsbankans, segir æskilegt að ríkið selji eignarhlut sinn í bönkunum sem fyrst. Allir mögulegir kaupendur eru tortryggðir Tryggvi Pálsson fyrrum formaður bankaráðs Landsbankans og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands segir almenningsálitið gera ríkinu erfiðara fyrir en ella „Ég tel ekki ástæðu til að bíða með sölu. Vandamálið er einkum það að almenningsálitið er þannig að helst megi enginn annar en ríkið eiga banka. Allir mögulegir kaupendur eru tortryggðir. Allt frá fjármálaáfallinu árið 2008 hafa bankar á Vesturlöndum selst á lægra verði en bókfært eigin fé þeirra nemur. Lengi var litið á banka sem örugga fjárfestingu en áhættan sem í rekstrinum felst ætti nú að vera flestum ljósari en áður var. Horfur eru á að samkeppnisstaða banka verði krefjandi á komandi árum.“ Þá segir Tryggvi málin alltaf snúast um forgangsröðun fjármagns. „Æskilegt er að ríkið selji sem mest af hlut sínum í bönkunum. Spurningin er alltaf um val og hlutverk ríkisins. Viljum við meira fjármagn í meðal annars heilbrigðis-, samgöngu- og menntakerfið eða hafa fé samfélagsins áfram bundið í fjármálafyrirtækjum?“ Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, bendir á að ríkið megi ekki vera seinna á ferðinni því hraðar tæknibreytingar geti rýrt söluvirði.Advania Ríkið má ekki vera mikið seinna á ferðinni „Ríkið á ekki að standa í samkeppnisrekstri við einkafyrirtæki. Ég er þess vegna sammála því að ríkið selji Íslandsbanka. Miðað við þá stöðu sem við blasir í efnahagsmálum væri réttast að koma söluferlinu af stað sem fyrst,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania. Þá bendir hann á miklar breytingar sem nú eiga sér stað „Á það ber líka að líta að gríðarmiklar breytingar hafa átt sér stað í rekstrarumhverfi banka og fjármálastofnanna á allra síðustu árum með tilkomu ýmissa tæknilausna og breytinga á lagaumhverfi. Það er því alveg ljóst að ríkið má ekki vera mikið seinna á ferðinni ef fást á viðunandi verð fyrir bankann.“ Í Atvinnulífi á Vísi í dag verður fjallað um breytingar á banka- og fjármálageiranum á tímum fjártækni og sjálfvirknivæðingar. Íslenskir bankar Fjártækni Tengdar fréttir Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00 Telur rétt að selja Íslandsbanka en ríkið haldi eignarhlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segir Samherjamálið hafa sýnt að þörf sé á auknu gagnsæi í atvinnulífinu og undirstrikar mikilvægi þess að fjármunir verði tryggðir til þess að rannsaka það. 7. febrúar 2020 20:26 Bankarnir: Hvað verður um störfin? Þorvaldur Henningsson segir mikilvægt að bankarnir þjálfi starfsfólk í að sinna nýjum verkefnum því það er leið til að sporna við uppsögnum. Þorvaldur segir hér frá helstu niðurstöðum nýrrar rannsóknar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf í fjármálageiranum. 12. febrúar 2020 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Skriður virðist komin á umræðuna um mögulega sölu ríkisins á eignarhlut sínum í Íslandsbanka. Þannig sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 á dögunum að hún teldi skynsamlegt að ríkið seldi Íslandsbanka og nýtti þá fjármuni í innviðafjárfestingu. Hún sagðist þó telja að Landsbankinn ætti áfram að vera í opinberri eigu. Viðmælendur Vísis virðast flestir á sammála því að ríkið selji frá sér eignarhlut í bönkum. Flestir gera ráð fyrir að aðeins Íslandsbanki verði seldur. Bankarnir glími þó við breytilegt umhverfi þar sem tækniframfarir hafa mikil áhrif. Bankaskatturinn er sagður rýra virði eignanna og almenningsálitið torveldar ríkinu verkið þar sem allir mögulegir kaupendur eru tortryggðir. Spurt var: „Telur þú sölu ríkisbankanna raunhæfan valmöguleika miðað við þær breytingar sem blasa við á alþjóðavettvangi um starfsemi banka- og fjármálafyrirtækja?“ Finnur Árnason, forstjóri Haga segir bankaskattinn rýra verðmæti þeirra.Hagar Bankar ekki samkeppnishæfir á lánamarkaði Finnur Árnason, forstjóri Haga segir bankasattinn rýra verðmæti eignanna. „Já, ég tel raunhæft að hefja sölu ríkisbanka. Ég tel skynsamlegt að byrja á öðrum bankanum, eins og mér heyrist tillögur ríkisstjórnarinnar ganga útá. Sérstakur bankaskattur og nýverandi eiginfjárkröfur rýra hinsvegar verðmæti þessara eigna umtalsvert. Það mætti því auka verðmæti þessara eigna og auka sölumöguleika til muna með því að aflétta sértækum sköttum á banka. Sértækir skattar á banka eru auðvitað ekkert annað en skattur á almenning og atvinnulíf.“ Þá segir hann bankana ekki samkeppnishæfa á lánamarkaði í dag „Í dag eru bankar ekki samkeppnishæfir á lánamarkaði. Á meðan stýrivextir lækka virðast útlánavextir banka til atvinnulífsins vera að fara í þveröfuga átt.“ Að lokum bendir Finnur á að atvinnuvegir almennt standi frammi fyrir miklum breytingum „Bankar, eins og margir aðrir atvinnuvegir standa frammi fyrir áskorunum og breytingum í rekstrarumhverfi, sem þarf að takast á við. Ég hef þó þá trú að tilgangur þeirra og þjónusta eigi fullt erindi til framtíðar með réttri aðlögun að sífellt kvikum óskum viðskiptavina.“ Helga Valfells, framkvæmdastjóri Crowberry Capital, bendir á að vanda þurfi valið á nýjum eigendum bankanna. Mikilvægt að fá vandaða langtíma eigendur „Ég held að það sé aldrei of seint að selja ríkisbanka. Það eru vissulega ákveðin óvissa á mörkuðum en mér margir virðast telja að seinni hluti ársins verði betri. Ég held jafnframt að það sé mikilvægt að ríkið eigi ekki ráðandi hlut af fjármálakerfi Íslands, það er ekki gott fyrir samkeppnisumhverfið okkar. Það er heldur ekki sanngjarnt að skattgreiðendur séu látnir taka ábyrgð á bankarekstri. Þannig frá þeim sjónarmiðum er alltaf góður tími til að selja banka,“ segir Helga Valfells, framkvæmdastjóri Crowberry Capital. Helga segir einnig að mikilvægt sé að vanda valið á nýjum eigendum „Ég held að það sé líka mjög mikilvægt að fá vandaða langtíma eigendur og vonandi verðir það haft í huga við sölu ríkisbanka, ekki bara það að hámarka söluverðið. Svo má benda á að við sölu banka er ekki eingöngu horft til afkomu heldur er einnig mikilvægt að bankar séu með góðan efnahagsreikning.“ Þá hefur Helga trú á því að íslensku bankarnir séu vel á veg komnir í stafrænum lausnum „Það að auki þurfa bankar að búa við vandað of skilvirkt tækniumhverfi til að standast samkeppni við ýmsar fjártæknilausnir. Miðað við það sem maður sér í opinberum gögnum virðast báðir ríkisbankarnir vera með góðan efnahagsreikning og vera nokkuð langt komnir í sinni stafrænu vegferð, það hjálpar vonandi við sölu.“ Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, segir bankana þurfa að endurskoða hlutverk sitt og viðskiptamódel.Veritas Viðbúið að það fækki þeim fjárfestum sem leggi í þessa áhættu „Ég tel að það sé almennt gott skref að ríkið setji frá sér hluta af sínum eignarhlut í bönkum landsins. Hins vegar stendur bankakerfið núna á miklum krossgötum og þarf að endurskilgreina hlutverk sitt og í raun um leið sitt tekju- og viðskiptamódel. Á meðan á þeirri vegferð stendur og lausnin ekki fundin eða sannprófuð er viðbúið að það fækki þeim fjárfestum sem leggi í þessa áhættu, svo það mætti ef til vill setja spurningarmerki við tímasetninguna,“ segir Hrund Rudólfsdóttir forstjóri Veritas. „En fyrir þann sem hefur ekki bara fjármagnið, en líka skýra sýn á markaðinn og þeim tækifærum sem liggja í þessum miklu breytingum getur þetta verið hinsvegar verið fjárfestingatækifæri aldarinnar,“ bætir Hrund við. „Ég held að það geti líka orðið fjármálamarkaðnum í heild til góðs, því þar hann þarf á að halda að einhver taki að sér ákveðið leiðtogahlutverk og setji hlutina á hreyfingu.“ Katrín Olga Jóhannesdóttir, formaður Viðskiptaráðs, segir núverandi aðstæður gefa fullt tilefni til að afnema bankaskattinn.Vísir/Aðsend Fullt tilefni við núverandi aðstæður að afnema bankaskatt Formaður Viðskiptaráðs Íslands, Katrín Olga Jóhannesdóttir, segir óeðlilegt að ríkið ráði yfir tveimur þriðja hluta bankakerfisins. „Ég fagna því að ríkið hafi stigið skrefið í að selja Íslandsbanka, við í Viðskiptaráði höfum talað fyrir því allt frá því að ríkið eignaðist Íslandsbanka að það sé óeðlilegt að ríkið ráði yfir 2/3 af bankakerfinu og höfum í ræðum og riti talað fyrir sölu á eignahlut ríkisins í viðskiptabönkunum. Einnig hefur verið kallað eftir því að ríkið setji aukinn kraft í fjárfestingar og þá sérstaklega í innviðum.“ Katrín Olga segir tímasetninguna góða „Út frá því er þetta góður tímapunktur að selja og skapa svigrúm til innspýtingar í efnahagslífið, sem núna er í lægð. Það er í senn mikilvægt að koma málinu af stað og flýta sér hægt. Ríkið þarf líka að horfa heildstætt á rekstarumhverfi fjármálafyrirtækja við þetta tilefni og við teljum til að mynda fullt tilefni við núverandi aðstæður að afnema bankaskatt og koma eiginfjárkröfum á banka nær því sem gerist í nágrannalöndunum.“ Tryggvi Pálsson, fyrrum formaður bankaráðs Landsbankans, segir æskilegt að ríkið selji eignarhlut sinn í bönkunum sem fyrst. Allir mögulegir kaupendur eru tortryggðir Tryggvi Pálsson fyrrum formaður bankaráðs Landsbankans og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálasviðs Seðlabanka Íslands segir almenningsálitið gera ríkinu erfiðara fyrir en ella „Ég tel ekki ástæðu til að bíða með sölu. Vandamálið er einkum það að almenningsálitið er þannig að helst megi enginn annar en ríkið eiga banka. Allir mögulegir kaupendur eru tortryggðir. Allt frá fjármálaáfallinu árið 2008 hafa bankar á Vesturlöndum selst á lægra verði en bókfært eigin fé þeirra nemur. Lengi var litið á banka sem örugga fjárfestingu en áhættan sem í rekstrinum felst ætti nú að vera flestum ljósari en áður var. Horfur eru á að samkeppnisstaða banka verði krefjandi á komandi árum.“ Þá segir Tryggvi málin alltaf snúast um forgangsröðun fjármagns. „Æskilegt er að ríkið selji sem mest af hlut sínum í bönkunum. Spurningin er alltaf um val og hlutverk ríkisins. Viljum við meira fjármagn í meðal annars heilbrigðis-, samgöngu- og menntakerfið eða hafa fé samfélagsins áfram bundið í fjármálafyrirtækjum?“ Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania, bendir á að ríkið megi ekki vera seinna á ferðinni því hraðar tæknibreytingar geti rýrt söluvirði.Advania Ríkið má ekki vera mikið seinna á ferðinni „Ríkið á ekki að standa í samkeppnisrekstri við einkafyrirtæki. Ég er þess vegna sammála því að ríkið selji Íslandsbanka. Miðað við þá stöðu sem við blasir í efnahagsmálum væri réttast að koma söluferlinu af stað sem fyrst,“ segir Ægir Már Þórisson forstjóri Advania. Þá bendir hann á miklar breytingar sem nú eiga sér stað „Á það ber líka að líta að gríðarmiklar breytingar hafa átt sér stað í rekstrarumhverfi banka og fjármálastofnanna á allra síðustu árum með tilkomu ýmissa tæknilausna og breytinga á lagaumhverfi. Það er því alveg ljóst að ríkið má ekki vera mikið seinna á ferðinni ef fást á viðunandi verð fyrir bankann.“ Í Atvinnulífi á Vísi í dag verður fjallað um breytingar á banka- og fjármálageiranum á tímum fjártækni og sjálfvirknivæðingar.
Íslenskir bankar Fjártækni Tengdar fréttir Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00 Telur rétt að selja Íslandsbanka en ríkið haldi eignarhlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segir Samherjamálið hafa sýnt að þörf sé á auknu gagnsæi í atvinnulífinu og undirstrikar mikilvægi þess að fjármunir verði tryggðir til þess að rannsaka það. 7. febrúar 2020 20:26 Bankarnir: Hvað verður um störfin? Þorvaldur Henningsson segir mikilvægt að bankarnir þjálfi starfsfólk í að sinna nýjum verkefnum því það er leið til að sporna við uppsögnum. Þorvaldur segir hér frá helstu niðurstöðum nýrrar rannsóknar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf í fjármálageiranum. 12. febrúar 2020 10:00 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Bankarnir verða óþekkjanlegir Útrás er einn valkostur fyrir bankana að skoða segir Gunnlaugur Jónsson framkvæmdastjóri Fjártækniklasans. Bankar sem ekki aðlaga sig breytingum næstu ára eiga á hættu að fara á höfuðið. 12. febrúar 2020 08:00
Telur rétt að selja Íslandsbanka en ríkið haldi eignarhlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna segir Samherjamálið hafa sýnt að þörf sé á auknu gagnsæi í atvinnulífinu og undirstrikar mikilvægi þess að fjármunir verði tryggðir til þess að rannsaka það. 7. febrúar 2020 20:26
Bankarnir: Hvað verður um störfin? Þorvaldur Henningsson segir mikilvægt að bankarnir þjálfi starfsfólk í að sinna nýjum verkefnum því það er leið til að sporna við uppsögnum. Þorvaldur segir hér frá helstu niðurstöðum nýrrar rannsóknar um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á störf í fjármálageiranum. 12. febrúar 2020 10:00