Kafari lést í hellinum Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2018 04:38 Um 1000 manns hafa komið að aðgerðinni. Vísir/afp Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. Maðurinn, hinn 38 ára gamli Saman Gunan, er sagður hafa misst meðvitund og drukknað þegar hann var á leið aftur út úr hellinum. Hann hafði verið að flytja súrefniskúta til drengjanna og segir talsmaður björgunaraðgerðarinnar að svo virðist sem kafarinn hafi ekki haft nógu mikið súrefni handa sjálfum sér á bakaleiðinni. Öðrum kafara hafi tekist að draga hann úr hellinum en endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Gunan var búinn að segja skilið við sjóherinn en sneri aftur til að taka þátt í aðgerðinni, sem staðið hefur yfir í næstum tvær vikur.Sjá einnig: Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Um 1000 manns hafa komið að aðgerðinni, þeirra á meðal eru þrautþjálfaðir kafarar, hermenn og sjálfboðaliðar. Talsmaður aðgerðarinnar segir að andlát Gunan minni menn á hversu hættuleg björgunin er. Engu að síður hafi hópurinn ekki misst trúna og ætlar sér að halda ótrauður áfram. Nú sé reynt að koma súrefniskútum til drengjanna þar sem tugir björgunarsveitarmanna hafa gengið hratt á súrefnisbirgðirnar í hellinum. Þá er jafnframt unnið að því að leiða lögn inn í hellishvelfinguna þar sem drengirnir hírast sem nota megi til að flytja súrefni til hópsins. Björgunarsveitirnar höfðu vonast til að koma drengjunum út í dag, en gert er ráð fyrir mikilli rigningu á svæðinu um helgina. Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Ætla að reyna að koma strákunum út næsta sólarhringinn Starfsmaður björgunarliðs í Taílandi segir að vonast sé til að að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. 5. júlí 2018 10:25 Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30 Elon Musk býður fram aðstoð við björgun fótboltastrákanna Fulltrúar á vegum Elon Musk eru í viðræðum við yfirvöld í Taílandi um hvernig fyrirtæki í eigu frumkvöðulsins geti aðstoðað við björgun fótboltastrákanna sem dvalið hafa í helli í tólf daga. 5. júlí 2018 23:18 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Kafari, sem eitt sinn starfaði fyrir tælenska sjóherinn, lést í nótt við björgunaraðgerðirnar þar sem reynt er að ná 12 drengjum og fótboltaþjálfaranum þeirra úr helli í norðurhluta Tælands. Maðurinn, hinn 38 ára gamli Saman Gunan, er sagður hafa misst meðvitund og drukknað þegar hann var á leið aftur út úr hellinum. Hann hafði verið að flytja súrefniskúta til drengjanna og segir talsmaður björgunaraðgerðarinnar að svo virðist sem kafarinn hafi ekki haft nógu mikið súrefni handa sjálfum sér á bakaleiðinni. Öðrum kafara hafi tekist að draga hann úr hellinum en endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Gunan var búinn að segja skilið við sjóherinn en sneri aftur til að taka þátt í aðgerðinni, sem staðið hefur yfir í næstum tvær vikur.Sjá einnig: Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Um 1000 manns hafa komið að aðgerðinni, þeirra á meðal eru þrautþjálfaðir kafarar, hermenn og sjálfboðaliðar. Talsmaður aðgerðarinnar segir að andlát Gunan minni menn á hversu hættuleg björgunin er. Engu að síður hafi hópurinn ekki misst trúna og ætlar sér að halda ótrauður áfram. Nú sé reynt að koma súrefniskútum til drengjanna þar sem tugir björgunarsveitarmanna hafa gengið hratt á súrefnisbirgðirnar í hellinum. Þá er jafnframt unnið að því að leiða lögn inn í hellishvelfinguna þar sem drengirnir hírast sem nota megi til að flytja súrefni til hópsins. Björgunarsveitirnar höfðu vonast til að koma drengjunum út í dag, en gert er ráð fyrir mikilli rigningu á svæðinu um helgina.
Fastir í helli í Taílandi Tengdar fréttir Ætla að reyna að koma strákunum út næsta sólarhringinn Starfsmaður björgunarliðs í Taílandi segir að vonast sé til að að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. 5. júlí 2018 10:25 Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30 Elon Musk býður fram aðstoð við björgun fótboltastrákanna Fulltrúar á vegum Elon Musk eru í viðræðum við yfirvöld í Taílandi um hvernig fyrirtæki í eigu frumkvöðulsins geti aðstoðað við björgun fótboltastrákanna sem dvalið hafa í helli í tólf daga. 5. júlí 2018 23:18 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Ætla að reyna að koma strákunum út næsta sólarhringinn Starfsmaður björgunarliðs í Taílandi segir að vonast sé til að að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. 5. júlí 2018 10:25
Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30
Heimt úr helju í fjölmiðlafári Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi. 5. júlí 2018 14:30
Elon Musk býður fram aðstoð við björgun fótboltastrákanna Fulltrúar á vegum Elon Musk eru í viðræðum við yfirvöld í Taílandi um hvernig fyrirtæki í eigu frumkvöðulsins geti aðstoðað við björgun fótboltastrákanna sem dvalið hafa í helli í tólf daga. 5. júlí 2018 23:18