Sport

Elísabet, Guðbjörg og Valdimar í úrslit á EM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Á myndinni má sjá frá vinstri; Birnu Kristínu, Elísabetu Rut, Helgu Margréti og Guðbjörgu Jónu.
Á myndinni má sjá frá vinstri; Birnu Kristínu, Elísabetu Rut, Helgu Margréti og Guðbjörgu Jónu. mynd/frí
Fyrsta keppnisdegi er lokið á EM í frjálsum íþróttum þar sem átján ára og yngri keppa en Íslendingar eiga þar nokkra keppendur.

Elísabet Rut Rúnarsdóttir er komin í úrslitin i sleggjukasti. Hún varð sú sjötta í undankeppninni en hún kastaði lengst 63,84 metra. Úrslitin fara fram hjá Elísabetu í dag.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er einnig komin í úrslitin í 100 metra hlaupi en hún er eina í íslenska hópnum sem keppir í tveimur greinum.

Hún hljóp á 11,70 sekúndum og var aðeins 0,02 frá sínum besta tíma. Hún keppir því í úrslitum í 100 metra hlaupi og undanrásum í 200 metra hlaupi í dag. Nóg að gera hjá henni.

Þriðji Íslendingurinn sem er kominn í úrslit er Valdimar Hjalti Erlendsson en hann keppir í kringlukasti. Hann kastaði lengst 52,12 metra og keppir því í úrslitunum í dag.

Fjórði og síðasti íslenski keppandinn sem var í eldlínunni í gær var Birna Kristín Kristjánsdóttir. Hún var afar óheppin en fyrstu tvö stökk hennar í langstökkinu voru rétt svo ógild. Lengst stökk hún 5,48 í miklum mótvind.

Helga Margrét Haraldsdóttir keppir svo í kúlupvarpi í dag og þau Elísabet, Guðbjörg og Valdimar í úrslitunum. Eins og áður segir Guðbjörg einnig í undanrásunum í 200 metra hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×