Sparkarinn Blair Walsh er orðinn einn þekktasti maðurinn í bandarískum íþróttum eftir helgina.
Walsh klúðraði vallarmarki af stuttu færi þegar innan við hálf mínúta var eftir af leik Minnesota Vikings og Seattle Seahawks í fyrstu umferð úrslitakeppni NFL-deildarinnar um helgina.
Sjá einnig: Sparkarinn í Minnesota tekur fulla ábyrgð
Seattle vann því leikinn, 10-9, og eiga því enn möguleika á að fara í úrslitaleikinn, Super Bowl, þriðja árið í röð.
Henry Birgir Gunnarsson lýsti leiknum á Stöð 2 Sport og má sjá sparkið í lýsingu hans í spilaranum ér fyrir ofan.
Sjáðu sparkið hjá Walsh: Þetta er búið!
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar