Borussia Dortmund vann í kvöld 2-1 sigur á Bayern Munchen í meistarakeppninni í þýsku úrvalsdeildinni. Keppnin var haldin í fyrsta skipti síðan árið 1996, en það á vann Dortmund einnig sigur.
Keppni þessi hefur nú verið endurvakin þó hún sé raunar ekki viðurkennd af þýska knattspyrnusambandinu.
Jakub Blaszczykowski kom Dortmund yfir í leiknum eftir hálftíma og skömmu síðar bætti Tomas Hajnal við öðru marki fyrir Dortmund, sem lék á heimavelli.
Mehmen Ekeci minnkaði muninn fyrir þýsku meistarana en lengra komust þeir ekki fyrir framan 50,000 áhorfendur á Westfalen Stadion í kvöld.