Eiður Smári: Guardiola er ekki ofmetinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. janúar 2016 10:00 Eiður Smári spilaði undir stjórn Pep Guardiola hjá Barcelona. vísir/getty Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti landsliðsmaður íslands í fótbolta frá upphafi, var í áhugaverðu viðtali í Five Live á BBC í gær. Eiður Smári ræddi þar Pep Guardiola og væntanlega komu hans í ensku úrvalsdeildina, en spænski þjálfarinn er búinn að gefa það út að hann þjálfar á Englandi næsta vetur. „Hann er frábær og augljóslega einn besti stjóri sem ég hef unnið fyrir á mínum ferli. Hann er ótrúlega skipulagður og búinn að hugsa leikinn fram og til baka,“ segir Eiður Smári. „Næmni hans fyrir nákvæmni og skipulag fyrir æfingar og leiki er mikið. Hann setur upp ákveðna áætlun fyrir liðið sem það á að fylgja. Bestu stjórarnir eru þeir sem eru með skýr skilaboð um hvað þeir vilja fá frá leikmönnunum. Ef þú fylgir hugmyndafræði hans mun þér ganga vel.“Eiður Smári vann Meistaradeildina undir stjórn Guardiola árið 2009.vísir/afpGerir ekki upp á milli Eiður Smári spilaði á sínum ferli fyrir tvo af sigursælustu stjórum seinni tíma; Guardiola og José Mourinho. Báða segir hann þá vera góða maður á mann þó þeir beiti öðruvísi aðferðafræði. „Guardiola er góður maður á mann og er opinn. Hann elskar leikinn og getur talað um fótbolta í marga klukkutíma. Hann er ekki mikið fyrir að takast á. Hann vill frekar reyna að leysa málin á rólegan máta,“ segir Eiður. „Munurinn á honum er að Guardiola vill engin átök en Mourinho hefur svolítið gaman að þeim. Mourinho vill aðeins takast á við sína leikmenn og er mjög opinskár með sínar skoðanir.“ Eiði datt ekki í hug að segja hvor er betri: „Hvor er betri, Maradona eða Pelé? Þetta er svipuð spurning. Við erum að tala um tvo af bestu þjálfurum sögunnar þannig það er erfitt að velja á milli,“ segir hann.Guardiola og Mourinho voru engir vinir þegar þeir þjálfuðu báðir á Spáni.vísir/gettyEkki ofmetinn Pep Guardiola tók við vel mönnuðu Barcelona-liði þegar hann fékk stöðuhækkun úr B-liðinu árið 2008. Hann gerði Barcelona að einu besta liði sögunnar en Eiður var samt spurður hvort Spánverjinn væri svolítið ofmetinn þar sem Barcelona-liðið var svo vel mannað og þegar hann tók við Bayern var það nýbúið að vinna þrennuna. „Það er bara hægt að dæma þig eftir því sem þú hefur gert. Það er ekki hægt að segja Guardiola sé ofmetinn. Liðið sem hann fékk upp í hendurnar hjá Barcelona var ekki búið að vinna titil í tvö ár,“ segir Eiður Smári. „Við vorum með Messi, Xavi, Iniesta og Eto'o og alla þessa karla en ekki að vinna titla. Hann tók við þessu liði sem var stútfullt af hæfileikum en breytti því aftur í meistaralið. Það segir allt um gæði hans.“ Guardiola vill halda boltanum innan liðsins og var Eiður fenginn til að dæma um hvort hans leikstíll henti vel í ensku úrvalsdeildinni.Pep Guardiola er á leiðinni til Englands.vísir/gettyPep til City „Fótbolti í heildina er farinn að snúast meira um að halda boltanum og tölfræði. Þetta er spænska leiðin og svo sannarlega það sem Barcelona vill gera. Hvort þetta henti öllum liðum veit ég ekki. Það eru mistök ef allir ætla að herma eftir Barcelona því það er búið að spila svona í áratugi,“ segir Eiður Smári. Manchester United, Manchester City, Chelsea og Arsenal hafa verið orðuð við Guardiola en hvar endar hann að mati Eiðs? „Þetta eru allt félög með stjóra í mismunandi aðstæðum. Hiddink er í bráðabirgðastöðu hjá Chelsea og Van Gaal og Pellegrini hafa verið gagnrýndir svolítið að undanförnu. Wenger er í sterkari stöðu hjá Arsenal en mörg undanfarin ár,“ segir hann. „Þetta er á milli Manchester-liðanna eða Chelsea. Ég giska á Manchester City,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Viðtalið allt má heyra hér að neðan. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti landsliðsmaður íslands í fótbolta frá upphafi, var í áhugaverðu viðtali í Five Live á BBC í gær. Eiður Smári ræddi þar Pep Guardiola og væntanlega komu hans í ensku úrvalsdeildina, en spænski þjálfarinn er búinn að gefa það út að hann þjálfar á Englandi næsta vetur. „Hann er frábær og augljóslega einn besti stjóri sem ég hef unnið fyrir á mínum ferli. Hann er ótrúlega skipulagður og búinn að hugsa leikinn fram og til baka,“ segir Eiður Smári. „Næmni hans fyrir nákvæmni og skipulag fyrir æfingar og leiki er mikið. Hann setur upp ákveðna áætlun fyrir liðið sem það á að fylgja. Bestu stjórarnir eru þeir sem eru með skýr skilaboð um hvað þeir vilja fá frá leikmönnunum. Ef þú fylgir hugmyndafræði hans mun þér ganga vel.“Eiður Smári vann Meistaradeildina undir stjórn Guardiola árið 2009.vísir/afpGerir ekki upp á milli Eiður Smári spilaði á sínum ferli fyrir tvo af sigursælustu stjórum seinni tíma; Guardiola og José Mourinho. Báða segir hann þá vera góða maður á mann þó þeir beiti öðruvísi aðferðafræði. „Guardiola er góður maður á mann og er opinn. Hann elskar leikinn og getur talað um fótbolta í marga klukkutíma. Hann er ekki mikið fyrir að takast á. Hann vill frekar reyna að leysa málin á rólegan máta,“ segir Eiður. „Munurinn á honum er að Guardiola vill engin átök en Mourinho hefur svolítið gaman að þeim. Mourinho vill aðeins takast á við sína leikmenn og er mjög opinskár með sínar skoðanir.“ Eiði datt ekki í hug að segja hvor er betri: „Hvor er betri, Maradona eða Pelé? Þetta er svipuð spurning. Við erum að tala um tvo af bestu þjálfurum sögunnar þannig það er erfitt að velja á milli,“ segir hann.Guardiola og Mourinho voru engir vinir þegar þeir þjálfuðu báðir á Spáni.vísir/gettyEkki ofmetinn Pep Guardiola tók við vel mönnuðu Barcelona-liði þegar hann fékk stöðuhækkun úr B-liðinu árið 2008. Hann gerði Barcelona að einu besta liði sögunnar en Eiður var samt spurður hvort Spánverjinn væri svolítið ofmetinn þar sem Barcelona-liðið var svo vel mannað og þegar hann tók við Bayern var það nýbúið að vinna þrennuna. „Það er bara hægt að dæma þig eftir því sem þú hefur gert. Það er ekki hægt að segja Guardiola sé ofmetinn. Liðið sem hann fékk upp í hendurnar hjá Barcelona var ekki búið að vinna titil í tvö ár,“ segir Eiður Smári. „Við vorum með Messi, Xavi, Iniesta og Eto'o og alla þessa karla en ekki að vinna titla. Hann tók við þessu liði sem var stútfullt af hæfileikum en breytti því aftur í meistaralið. Það segir allt um gæði hans.“ Guardiola vill halda boltanum innan liðsins og var Eiður fenginn til að dæma um hvort hans leikstíll henti vel í ensku úrvalsdeildinni.Pep Guardiola er á leiðinni til Englands.vísir/gettyPep til City „Fótbolti í heildina er farinn að snúast meira um að halda boltanum og tölfræði. Þetta er spænska leiðin og svo sannarlega það sem Barcelona vill gera. Hvort þetta henti öllum liðum veit ég ekki. Það eru mistök ef allir ætla að herma eftir Barcelona því það er búið að spila svona í áratugi,“ segir Eiður Smári. Manchester United, Manchester City, Chelsea og Arsenal hafa verið orðuð við Guardiola en hvar endar hann að mati Eiðs? „Þetta eru allt félög með stjóra í mismunandi aðstæðum. Hiddink er í bráðabirgðastöðu hjá Chelsea og Van Gaal og Pellegrini hafa verið gagnrýndir svolítið að undanförnu. Wenger er í sterkari stöðu hjá Arsenal en mörg undanfarin ár,“ segir hann. „Þetta er á milli Manchester-liðanna eða Chelsea. Ég giska á Manchester City,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen. Viðtalið allt má heyra hér að neðan.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Sjá meira