Fótbolti

Kaka lofar því að vera áfram hjá Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kaka fagnar marki í leik með AC Milan.
Kaka fagnar marki í leik með AC Milan. Nordic Photos / AFP
Brasilíumaðurinn Kaka segir þær fregnir ekki rétta að hann sé á leiðinni til Real Madrid nú í sumar. Þetta kom fram í viðtali við hann í Gazzetta dello Sport í dag.

„Í fimmta skiptið - já, ég held að ég verði áfram en ég á greinilega fleiri líf en köttur," sagði Kaka. Spænskir og ítalskir fjölmiðlar hafa haldið því fram undanfarið að Kaka hafi þegar komist að samkomulagi við Florentino Perez, verðandi forseta Real Madrid, um að ganga til liðs við félagið í sumar.

Á undanförnu ári hefur Kaka einnig verið sterklega orðaður við bæði Chelsea og Manchester City.

„Það hafa margir lagt orð í belg síðustu daga og nú er komið að mér," sagði Kaka. „Ég hef ekki verið í neinu sambandi við neinn hjá Real og enginn sett sig í samband við mig. Ég hef áður greint frá því að ég er ánægður hér og vill vera áfram."

„Þessar sögur og fréttir eru orðnar leiðinlegar. Það var smá efi sem kom upp í tengslum við Manchester City og þá vissi ég ekki hvað myndi gerast. En ég ákvað að vera áfram og ítreka nú að ég hef ekki verið í sambandi við neinn hjá Real."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×