16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2020 14:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði rúmlega 22 falskar eða villandi staðhæfingar á dag í fyrra AP/Eric Gay Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið með 16.241 falska eða villandi staðhæfingar í forsetatíð sinni, frá því hann tók við embætti fyrir þremur árum. Þetta er niðurstaða sérstaks teymis blaðamanna Washington Post, sem hafa það eina verkefni að fylgjast með því sem Trump segir og skrifar og kanna hvort það sé sannleikanum samkvæmt eða ekki. Fyrsta árið voru þær alls 1.999. Árið 2018 voru þær 5.689 og í fyrra voru þær 8.155. Það samsvarar sex fölskum eða villandi staðhæfingum á dag árið 2017. Tæplega 16 árið 2018 og rúmlega 22 á dag í fyrra. Washington Post, eins og nokkrir aðrir fjölmiðlar, byrjuðu að fara sérstaklega fyrir sannleiksgildi orða forsetans í kosningabaráttunni en stofnuðu sérstakt teymi í kjölfar hennar. Upprunalega stóð einungis til að fara yfir fyrstu hundrað daga hans í embætti en tilefni þótti til að halda starfinu áfram. Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. Ítrekað logið um Úkraínumálið Meðal algengustu lyga forsetans er að uppljóstrarakvörtunin svokallaða, sem leiddi til þess að hann var ákærður fyrir meint embættisbrot, hafi verið ónákvæm. Hún var lögð fram af aðila sem heyrði ekki samtal Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Þrátt fyrir það hafa öll helstu atriði kvörtunarinnar verið staðfestir, þar á meðal í grófu eftirriti sem Hvíta húsið birti. Þá hefur Trump nærri því hundrað sinnum sagt að símtal hans og Zelensky hafi verið „fullkomið“. Það er þó vitað að fjölmargir embættismenn í Hvíta húsinu höfðu áhyggjur af samtalinu og töldu jafnvel að Trump hefði brotið lög. Meðal annars var gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir aðgang fólks að upplýsingum um símtalið. Aðrar lygar varðandi Úkraínu snúa meðal annars að samsæriskenningu um Joe Biden og son hans Hunter. Efnahagurinn ekki „sá besti“ Þá hefur Trump verið mjög duglegur við að segja ósatt um efnahag Bandaríkjanna og atvinnuþátttöku. Hann hefur 257 sinnum haldið því fram að efnahagur Bandaríkjanna í dag sé sá besti í sögunni. Það sagði hann fyrst í júní 2018 og hefur gert ítrekað síðan. Þó efnahagur Bandaríkjanna undir stjórn Trump hafi þótt standa á styrkum stoðum er hann ekki á pari við efnahag Bandaríkjanna undir þeim Dwight D. Eisenhower, Lyndon B. Johnson og Bill Clinton og Ulysses S. Grant. Það sýna allar helstu mælikvarðar. Þar að auki hefur hægt verulega á hagvexti og er það að miklu leyti rakið til viðskiptastríða Trump. Útlit er fyrir að framleiðsla sé byrjuð að dragast saman í Bandaríkjunum. Þá hefur Trump margsinnis haldið því fram að hann hafi fengið stærstu skattalækkun Bandaríkjanna í gegn. Það er langt frá því að vera sannleikanum samkvæmt þar sem sérfræðingum reiknast til að skattalækkun Trump hafi verið um 0,9 prósent af vergri landsframleiðslu. Skattalækkanir Ronald Reagan voru 2,9 prósent og er lækkun Trump í áttunda sæti. Trump hefur 176 sinnum sagt að Bandaríkin hafi „tapað“ peningum á viðskiptahöllum við önnur ríki. Það er til marks um grundvallarmisskilning á hagfræði. Viðskiptahallar á milli ríkja þýða ekki að annað ríkið tapi. Þeir tákna eingöngu að ríki kaupir meira af öðru en það gerir af hinu. Þar koma líka aðrir þættir eins og gengi gjaldmiðla, vextir og hagvöxtur. Skiptu ósannindum niður á mánuði Sérfræðingar CNN hafa tekið saman helstu ósannindi Trump á milli mánaða á síðasta ári. Í umfjöllun þeirra segir að óheiðarleiki forsetans, sem og tíðni ósanninda hans, í fyrra hafi verið sláandi og hann hafi sagt ósatt um allt á milli himins og jarðar. Hvort sem það hafi verið um Úkraínumálið svokallaða, fjölda þeirra sem sækja kosningafundi hans eða jafnvel það hvað klukkan væri. Helsta lygi Trump í febrúar varðaði kosningasvindl, eitthvað sem liggur honum nærri hjarta og hann hefur ítrekað lýst sig sem miklum baráttumanni gegn kosningasvindli. Kjörstjórn Norður Karólínu hafði þá ákveðið að halda þyrfti nýjar kosningar í einu kjördæmi þar sem maður, sem tengist Repúblikanaflokknum, hafði framið umfangsmikið kosningasvindl. Hann hefur nú verið ákærður. Þegar Trump var spurður út í svindlið í Norður Karólínu sneri hann sér fljótlega að ímynduðu kosningasvindli í Kaliforníu. „Já, ég fordæmi allt kosningasvindl. Þegar ég skoða það sem gerðist í Kaliforníu með atkvæðin, þegar ég horfi á það sem gerði, eins og þið vitið, þar kom upp atvik þar sem þeir fundu milljón svindl-atkvæði,“ sagði Trump. Þegar blaðamaður reyndi að segja að ekkert væri til í þessari frásögn Trump, brást hann reiður við. Ímyndað kosningasvindl og krabbamein Allt frá því að Trump vann forsetakosningarnar 2016, með minnihluta atkvæða, hefur hann haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað og milljónir manna hafa kosið Hillary Clinton ólöglega. Hann hefur þó aldrei getað fært sannanir fyrir máli sínu og sérfræðingar sem vakta kosningar segja hann hafa rangt fyrir sér. Sjá einnig: Ráðgjafi Trump sagði flokkinn reiða sig á að hindra kjósendur Önnur áhugaverð og jafnvel skondin lygi Trump, átti sér stað í apríl. Þá staðhæfði Trump að hljóðið frá vindtúrbínum valdi krabbameini. Það sem meira er, þá lék hann hljóðið eftir í ræðu sinni, sem samkvæmt honum sjálfum ætti að vera stórhættulegt og krabbameinsvaldandi. Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rakið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Sjá einnig: Hæðast að ummælum Trump um vindtúrbínur og krabbamein Í september kom upp umdeilt atvik þar sem forsetinn mætti á fund með kort frá Veðurstofu Bandaríkjanna. Hann hafði breytt kortinu með tússpenna til að réttlæta fyrri ummæli sín um að fellibylur myndi skella á Alabama. Sú var ekki raunin og var sú yfirlýsing ekki í samræmi við sannleikann. Viðurkenndi ekki mistök og vísindamönnum hótað Í stað þess að viðurkenna mistök breytti forsetinn kortinu, á augljósan hátt og hélt því fram að kortið staðfesti að hann hefði ekki gert mistök. Veðurfræðingar Veðurstofunnar í Alabama brugðust óbeint við því þegar Trump bað íbúa ríkisins um að leita skjóls frá fellibylnum og sögðu að ekki væri spáð neinum áhrifum af völdum fellibylsins þar. Þeir starfsmenn voru skammaðir af yfirmönnum sínum og hótað uppsögn. Trump hefur verið heitt í hamsi undanfarin misseri vegna uppþvottavéla og klósetta. Hann hefur ítrekað haldið því fram að uppþvottavélar virki ekki. Það segi konur honum allavega. Ástæðuna segir hann vera reglugerðir Barack Obama, forvera hans, um vatnsneyslu og að þörf sé á að fella þær reglugerðir niður. Í nánast sömu setningu sagði hann einnig að uppþvottavélar nútímans noti meira vatn en þær gömlu. Svipaða sögu sé að segja af klósettum, því nú þurfi að sturta þeim ítrekað niður til að losa þau. Allt vegna áðurnefndra reglugerða, sem ætlað er að draga úr vatnsnotkun. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið með 16.241 falska eða villandi staðhæfingar í forsetatíð sinni, frá því hann tók við embætti fyrir þremur árum. Þetta er niðurstaða sérstaks teymis blaðamanna Washington Post, sem hafa það eina verkefni að fylgjast með því sem Trump segir og skrifar og kanna hvort það sé sannleikanum samkvæmt eða ekki. Fyrsta árið voru þær alls 1.999. Árið 2018 voru þær 5.689 og í fyrra voru þær 8.155. Það samsvarar sex fölskum eða villandi staðhæfingum á dag árið 2017. Tæplega 16 árið 2018 og rúmlega 22 á dag í fyrra. Washington Post, eins og nokkrir aðrir fjölmiðlar, byrjuðu að fara sérstaklega fyrir sannleiksgildi orða forsetans í kosningabaráttunni en stofnuðu sérstakt teymi í kjölfar hennar. Upprunalega stóð einungis til að fara yfir fyrstu hundrað daga hans í embætti en tilefni þótti til að halda starfinu áfram. Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. Ítrekað logið um Úkraínumálið Meðal algengustu lyga forsetans er að uppljóstrarakvörtunin svokallaða, sem leiddi til þess að hann var ákærður fyrir meint embættisbrot, hafi verið ónákvæm. Hún var lögð fram af aðila sem heyrði ekki samtal Trump og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Þrátt fyrir það hafa öll helstu atriði kvörtunarinnar verið staðfestir, þar á meðal í grófu eftirriti sem Hvíta húsið birti. Þá hefur Trump nærri því hundrað sinnum sagt að símtal hans og Zelensky hafi verið „fullkomið“. Það er þó vitað að fjölmargir embættismenn í Hvíta húsinu höfðu áhyggjur af samtalinu og töldu jafnvel að Trump hefði brotið lög. Meðal annars var gripið til aðgerða til að koma í veg fyrir aðgang fólks að upplýsingum um símtalið. Aðrar lygar varðandi Úkraínu snúa meðal annars að samsæriskenningu um Joe Biden og son hans Hunter. Efnahagurinn ekki „sá besti“ Þá hefur Trump verið mjög duglegur við að segja ósatt um efnahag Bandaríkjanna og atvinnuþátttöku. Hann hefur 257 sinnum haldið því fram að efnahagur Bandaríkjanna í dag sé sá besti í sögunni. Það sagði hann fyrst í júní 2018 og hefur gert ítrekað síðan. Þó efnahagur Bandaríkjanna undir stjórn Trump hafi þótt standa á styrkum stoðum er hann ekki á pari við efnahag Bandaríkjanna undir þeim Dwight D. Eisenhower, Lyndon B. Johnson og Bill Clinton og Ulysses S. Grant. Það sýna allar helstu mælikvarðar. Þar að auki hefur hægt verulega á hagvexti og er það að miklu leyti rakið til viðskiptastríða Trump. Útlit er fyrir að framleiðsla sé byrjuð að dragast saman í Bandaríkjunum. Þá hefur Trump margsinnis haldið því fram að hann hafi fengið stærstu skattalækkun Bandaríkjanna í gegn. Það er langt frá því að vera sannleikanum samkvæmt þar sem sérfræðingum reiknast til að skattalækkun Trump hafi verið um 0,9 prósent af vergri landsframleiðslu. Skattalækkanir Ronald Reagan voru 2,9 prósent og er lækkun Trump í áttunda sæti. Trump hefur 176 sinnum sagt að Bandaríkin hafi „tapað“ peningum á viðskiptahöllum við önnur ríki. Það er til marks um grundvallarmisskilning á hagfræði. Viðskiptahallar á milli ríkja þýða ekki að annað ríkið tapi. Þeir tákna eingöngu að ríki kaupir meira af öðru en það gerir af hinu. Þar koma líka aðrir þættir eins og gengi gjaldmiðla, vextir og hagvöxtur. Skiptu ósannindum niður á mánuði Sérfræðingar CNN hafa tekið saman helstu ósannindi Trump á milli mánaða á síðasta ári. Í umfjöllun þeirra segir að óheiðarleiki forsetans, sem og tíðni ósanninda hans, í fyrra hafi verið sláandi og hann hafi sagt ósatt um allt á milli himins og jarðar. Hvort sem það hafi verið um Úkraínumálið svokallaða, fjölda þeirra sem sækja kosningafundi hans eða jafnvel það hvað klukkan væri. Helsta lygi Trump í febrúar varðaði kosningasvindl, eitthvað sem liggur honum nærri hjarta og hann hefur ítrekað lýst sig sem miklum baráttumanni gegn kosningasvindli. Kjörstjórn Norður Karólínu hafði þá ákveðið að halda þyrfti nýjar kosningar í einu kjördæmi þar sem maður, sem tengist Repúblikanaflokknum, hafði framið umfangsmikið kosningasvindl. Hann hefur nú verið ákærður. Þegar Trump var spurður út í svindlið í Norður Karólínu sneri hann sér fljótlega að ímynduðu kosningasvindli í Kaliforníu. „Já, ég fordæmi allt kosningasvindl. Þegar ég skoða það sem gerðist í Kaliforníu með atkvæðin, þegar ég horfi á það sem gerði, eins og þið vitið, þar kom upp atvik þar sem þeir fundu milljón svindl-atkvæði,“ sagði Trump. Þegar blaðamaður reyndi að segja að ekkert væri til í þessari frásögn Trump, brást hann reiður við. Ímyndað kosningasvindl og krabbamein Allt frá því að Trump vann forsetakosningarnar 2016, með minnihluta atkvæða, hefur hann haldið því fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi átt sér stað og milljónir manna hafa kosið Hillary Clinton ólöglega. Hann hefur þó aldrei getað fært sannanir fyrir máli sínu og sérfræðingar sem vakta kosningar segja hann hafa rangt fyrir sér. Sjá einnig: Ráðgjafi Trump sagði flokkinn reiða sig á að hindra kjósendur Önnur áhugaverð og jafnvel skondin lygi Trump, átti sér stað í apríl. Þá staðhæfði Trump að hljóðið frá vindtúrbínum valdi krabbameini. Það sem meira er, þá lék hann hljóðið eftir í ræðu sinni, sem samkvæmt honum sjálfum ætti að vera stórhættulegt og krabbameinsvaldandi. Trump hefur lengi verið mótfallinn vindtúrbínum og hefur það viðhorfa hans að miklu leiti verið rakið til deilna hans við yfirvöld í Skotlandi eftir að túrbínur voru settar upp skammt frá golfvelli hans. Sjá einnig: Hæðast að ummælum Trump um vindtúrbínur og krabbamein Í september kom upp umdeilt atvik þar sem forsetinn mætti á fund með kort frá Veðurstofu Bandaríkjanna. Hann hafði breytt kortinu með tússpenna til að réttlæta fyrri ummæli sín um að fellibylur myndi skella á Alabama. Sú var ekki raunin og var sú yfirlýsing ekki í samræmi við sannleikann. Viðurkenndi ekki mistök og vísindamönnum hótað Í stað þess að viðurkenna mistök breytti forsetinn kortinu, á augljósan hátt og hélt því fram að kortið staðfesti að hann hefði ekki gert mistök. Veðurfræðingar Veðurstofunnar í Alabama brugðust óbeint við því þegar Trump bað íbúa ríkisins um að leita skjóls frá fellibylnum og sögðu að ekki væri spáð neinum áhrifum af völdum fellibylsins þar. Þeir starfsmenn voru skammaðir af yfirmönnum sínum og hótað uppsögn. Trump hefur verið heitt í hamsi undanfarin misseri vegna uppþvottavéla og klósetta. Hann hefur ítrekað haldið því fram að uppþvottavélar virki ekki. Það segi konur honum allavega. Ástæðuna segir hann vera reglugerðir Barack Obama, forvera hans, um vatnsneyslu og að þörf sé á að fella þær reglugerðir niður. Í nánast sömu setningu sagði hann einnig að uppþvottavélar nútímans noti meira vatn en þær gömlu. Svipaða sögu sé að segja af klósettum, því nú þurfi að sturta þeim ítrekað niður til að losa þau. Allt vegna áðurnefndra reglugerða, sem ætlað er að draga úr vatnsnotkun.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira