Fótbolti

Ragnar og fé­lagar spila fyrir luktum dyrum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður FCK og íslenska landsliðsins.
Ragnar Sigurðsson, varnarmaður FCK og íslenska landsliðsins. vísir/getty

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagði í morgun að aflýsa eða fresta ætti öllum viðburðum vegna kórónaveirunnar sem fleiri en þúsund manns mæta á og nú eru Danirnir byrjaðir að skipuleggja sig.

FCK tilkynnti í morgun að komandi leikir liðsins í mars munu fara fram án áhorfenda. Ragnar Sigurðsson og félagar spila því án áhorfenda í dönsku úrvalsdeildinni gegn AC Horsens, Randers og Lyngby.

Það er ekki bara í deildinni heima fyrir sem Ragnar og félagar verða án áhorfenda því liðið er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar þar sem liðið mætir Istanbul Basaksehir. Þar verður liðið einnig án sinna stuðningsmanna.

Önnur lið í danska boltanum hafa ekki gefið út hvað þau munu gera en reikna má með að fleiri lið geri slíkt hið sama og dönsku meistararnir.

Uppfært 11.55: Allir leikir í efstu tveimur deildunum í Danmörku fara fram án áhorfenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×