Vinstrimaður hafði betur gegn sitjandi forseta í Króatíu Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2020 11:47 Zoran Milanovic var frambjóðandi Jafnaðarmanna og gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2011 til 2015. epa Vinstrimaðurinn Zoran Milanovic verður næsti forseti Króatíu eftir að hann vann sigur á sitjandi forseta, þjóðernissinnanum Kolinda Grabar-Kitarovic, í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu um helgina. Milanovic var frambjóðandi Jafnaðarmanna og gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2011 til 2015. Hét hann því að lægja öldur í landinu og sagði hann sigurinn veita landsmönnum bæði „von og trú“. Sagðist hann auk þess ætla að berjast gegn spillingu, sem hann hafði hafa aukist eftir að Íhaldsmenn komust til valda. Hinn 53 ára Milanovic hlaut 53 prósent atkvæða, en Grabar-Kitarovic, sem tók við embættinu árið 2015, hlaut 47 prósent. Forseti Króatíu gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að utanríkis- og öryggismálum landsins, en annars er það forsætisráðherrann sem er valdamesti maður landsins. Þó má búast við að forseti landsins verði meira áberandi á fyrri hluta þessa árs en vanalega þar sem Króatar tóku um áramótin við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Milanovic mun taka við embætti forseta þann 19. febrúar næstkomandi. Þingkosningar fara fram í landinu síðar á þessu ári, en hægrimenn eru nú með meirihluta á þinginu. Króatía Tengdar fréttir Króatar velja á milli Milanovic og Grabar-Kitarovic Króatískir ríkisborgarar sem búa yfir kosningarétti ganga til kjörstaðar í dag og er þar gert að velja á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hlutu mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna í desember síðastliðnum. 5. janúar 2020 11:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Vinstrimaðurinn Zoran Milanovic verður næsti forseti Króatíu eftir að hann vann sigur á sitjandi forseta, þjóðernissinnanum Kolinda Grabar-Kitarovic, í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu um helgina. Milanovic var frambjóðandi Jafnaðarmanna og gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2011 til 2015. Hét hann því að lægja öldur í landinu og sagði hann sigurinn veita landsmönnum bæði „von og trú“. Sagðist hann auk þess ætla að berjast gegn spillingu, sem hann hafði hafa aukist eftir að Íhaldsmenn komust til valda. Hinn 53 ára Milanovic hlaut 53 prósent atkvæða, en Grabar-Kitarovic, sem tók við embættinu árið 2015, hlaut 47 prósent. Forseti Króatíu gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að utanríkis- og öryggismálum landsins, en annars er það forsætisráðherrann sem er valdamesti maður landsins. Þó má búast við að forseti landsins verði meira áberandi á fyrri hluta þessa árs en vanalega þar sem Króatar tóku um áramótin við formennsku í ráðherraráði Evrópusambandsins. Milanovic mun taka við embætti forseta þann 19. febrúar næstkomandi. Þingkosningar fara fram í landinu síðar á þessu ári, en hægrimenn eru nú með meirihluta á þinginu.
Króatía Tengdar fréttir Króatar velja á milli Milanovic og Grabar-Kitarovic Króatískir ríkisborgarar sem búa yfir kosningarétti ganga til kjörstaðar í dag og er þar gert að velja á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hlutu mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna í desember síðastliðnum. 5. janúar 2020 11:14 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Króatar velja á milli Milanovic og Grabar-Kitarovic Króatískir ríkisborgarar sem búa yfir kosningarétti ganga til kjörstaðar í dag og er þar gert að velja á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hlutu mest fylgi í fyrstu umferð kosninganna í desember síðastliðnum. 5. janúar 2020 11:14