Höskuldur um bróðurmissinn: „Veröld manns hrynur og maður brotnar í milljón búta" Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2020 07:00 Höskuldur fagnar marki gegn Fylki síðasta sumar. Skjáskot/Stöð 2 Sport Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max deild karla, fór yfir bróðurmissinn í viðtali við Svövu Grétarsdóttir í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Einnig ræddi Höskuldur um það hvernig Breiðablik æfir þessa dagana þegar íþróttalið mega ekki koma saman til að æfa. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Maður nær alveg að halda sér í standi. Við fengum bara gott einstaklings prógram frá styrktarþjálfaranum okkar, hann er mjög creative að vinna með það sem hægt er að vinna með. Svo fengum við hlaupaprógram,“ sagði Höskuldur um stöðuna sem Breiðablik, líkt og önnur lið, eru í. Síðasta tímabil var einnig rætt en Höskuldur fór í gegnum skelfilega lífsreynslu um mitt sumar er bróðir hans féll frá. Höskuldur ákvað samt að spila með liðsfélögum sínum gegn ÍA aðeins degi síðar þar sem hann skoraði í 2-1 sigri Blika. Reyndist mark hans vera sigurmarkið en hann kom Blikum 2-0 yfir á 7. mínútu leiksins. „Þetta voru hryllileg tíðindi sem maður fékk á laugardagskvöldi og við eigum leik við ÍA á sunnudeginum. Ég var ekkert að pæla í þessum leik alla nóttina, var bara með fjölskyldunni. Þetta var mjög súrrealískt, högg á hjartað, alla sálina og líkamann,“ sagði Höskuldur aðspurður út í þennan sólahring frá því hann fékk tíðindin og þangað til hann skoraði gegn ÍA. „Ég fyldi einhverju innsæi eða gut feeling. Langaði að spila þennan leik fyrir bróðir minn, fjölskylduna og mig sjálfan, sé ég ekki eftir því. Það var hrikalega gott að geta tileinkað honum þetta mark. Mér fannst það gott móment í ljósi hryllingsins,“ sagðu Höskuldur einnig. „Veröld manns hrynur og maður brotnar í milljón búta. Þetta hefur verið vinna að púsla sér saman, leita sér hjálpar hjá fagfólki og læra að lifa með þessu sem er helvítis vinna,“ sagði Höskuldur jafnframt um bróðurmissinn. Að lokum þakkaði Höskuldur liðsfélögum sínum sem og þjálfarateymi á þeim tíma, þeim Ágústi Gylfasyni og Guðmundi Steinarssyni, fyrir að hjálpa sér í gegnum þennan erfiða tíma. Tilfinningaríkt viðtal Svövu við Höskuld má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Höskuldur Gunnlaugs Sportpakkinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max deild karla, fór yfir bróðurmissinn í viðtali við Svövu Grétarsdóttir í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Einnig ræddi Höskuldur um það hvernig Breiðablik æfir þessa dagana þegar íþróttalið mega ekki koma saman til að æfa. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. „Maður nær alveg að halda sér í standi. Við fengum bara gott einstaklings prógram frá styrktarþjálfaranum okkar, hann er mjög creative að vinna með það sem hægt er að vinna með. Svo fengum við hlaupaprógram,“ sagði Höskuldur um stöðuna sem Breiðablik, líkt og önnur lið, eru í. Síðasta tímabil var einnig rætt en Höskuldur fór í gegnum skelfilega lífsreynslu um mitt sumar er bróðir hans féll frá. Höskuldur ákvað samt að spila með liðsfélögum sínum gegn ÍA aðeins degi síðar þar sem hann skoraði í 2-1 sigri Blika. Reyndist mark hans vera sigurmarkið en hann kom Blikum 2-0 yfir á 7. mínútu leiksins. „Þetta voru hryllileg tíðindi sem maður fékk á laugardagskvöldi og við eigum leik við ÍA á sunnudeginum. Ég var ekkert að pæla í þessum leik alla nóttina, var bara með fjölskyldunni. Þetta var mjög súrrealískt, högg á hjartað, alla sálina og líkamann,“ sagði Höskuldur aðspurður út í þennan sólahring frá því hann fékk tíðindin og þangað til hann skoraði gegn ÍA. „Ég fyldi einhverju innsæi eða gut feeling. Langaði að spila þennan leik fyrir bróðir minn, fjölskylduna og mig sjálfan, sé ég ekki eftir því. Það var hrikalega gott að geta tileinkað honum þetta mark. Mér fannst það gott móment í ljósi hryllingsins,“ sagðu Höskuldur einnig. „Veröld manns hrynur og maður brotnar í milljón búta. Þetta hefur verið vinna að púsla sér saman, leita sér hjálpar hjá fagfólki og læra að lifa með þessu sem er helvítis vinna,“ sagði Höskuldur jafnframt um bróðurmissinn. Að lokum þakkaði Höskuldur liðsfélögum sínum sem og þjálfarateymi á þeim tíma, þeim Ágústi Gylfasyni og Guðmundi Steinarssyni, fyrir að hjálpa sér í gegnum þennan erfiða tíma. Tilfinningaríkt viðtal Svövu við Höskuld má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Höskuldur Gunnlaugs
Sportpakkinn Fótbolti Pepsi Max-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira