Spjótin beinast að Talibönum eftir fjöldamorðið á fæðingardeildinni Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2020 08:48 Vígamennirnir skutu þrjú ungbörn til bana. AP/Rahmat Gul Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. Upprunalega var gefið út að tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður hefðu dáið í árásinni. Nú hefur komið í ljós að 22 mæður og ljósmæður voru myrtar af vígamönnum. Sextán eru særðir. Minnst þrír vígamenn réðust á fæðingardeildina á þriðjudaginn og skiptust á skotum við öryggissveitir í nokkrar klukkustundir áður en þeir voru felldir. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar fæddi ein kona barn á meðan á árásinni stóð en Læknar án landamæra, MSF, sem komu að rekstri fæðingardeildarinnar, segja bæði móður og barni heilsast vel. MSF fordæma árásina í yfirlýsingu og segja hana viðbjóðslega. Vitni segir ungar konur hafa verið skotnar til bana þar sem þær reyndu að fela sig undir rúmum sínum.Vísir/MSF Reuters segir frá hinni 27 ára gömlu Zainab, sem hefur lengi reynt að eignast barn. Hún fæddi dreng að morgni þriðjudagsins og skírði hann Omid, sem þýðir von. Í upphafi árásarinnar virðist sem að einn árásarmannanna hafi skotið Omid til bana. Muhammadi, tengdamóðir Zainab, segist hafa séð einn vígamannanna skjóta á óléttar konur og nýjar mæður, jafnvel þó þær hafi verið í felum undir rúmum sínum. Á þriðjudaginn var einnig gerð sjálfsmorðsárás á jarðarför Nangarharhéraði. Þar dóu 32 en deild Íslamska ríkisins í Afganistan hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á fjöldamorðinu á fæðingardeildinni. Inngangur fæðingardeildarinnar.Vísir/MSF Öll spjót beinast þó að Talibönum, sem eiga nú í friðarviðræðum við yfirvöld Afganistan og hafa neitað því að koma að árásinni. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur fordæmt árásina harðlega og skipað öryggissveitum landsins að sækja fram gegn Talibönum. Samband ríkisstjórnarinnar í Kabúl og Talibana er verulega slæmt um þessar mundir. Þessi árás mun gera friðarviðræðurnar mun erfiðari, efl ekki ómögulegar. Til marks um það skrifaði Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Ghani, í tísti í kjölfar árásarinnar að það virtist lítill tilgangur í því að ræða við Talibana um frið. Hann sagði einnig að ekkert hefði dregið úr árásum Talibana, þrátt fyrir friðarviðræðurnar. If the Taliban can not control the violence, or their sponsors have now subcontracted their terror to other entities which was one of our primary concerns from the beginning then their seems little point in continuing to engage Taliban in "peace talks".— Hamdullah Mohib (@hmohib) May 12, 2020 Afganistan Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á fæðingardeildina í Kabúl í Afganistan á þriðjudaginn. Öll spjót beinast þó að Talibönum og eru friðarviðræður á milli þeirra og ríkisstjórnar Afganistan í uppnámi. Upprunalega var gefið út að tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður hefðu dáið í árásinni. Nú hefur komið í ljós að 22 mæður og ljósmæður voru myrtar af vígamönnum. Sextán eru særðir. Minnst þrír vígamenn réðust á fæðingardeildina á þriðjudaginn og skiptust á skotum við öryggissveitir í nokkrar klukkustundir áður en þeir voru felldir. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar fæddi ein kona barn á meðan á árásinni stóð en Læknar án landamæra, MSF, sem komu að rekstri fæðingardeildarinnar, segja bæði móður og barni heilsast vel. MSF fordæma árásina í yfirlýsingu og segja hana viðbjóðslega. Vitni segir ungar konur hafa verið skotnar til bana þar sem þær reyndu að fela sig undir rúmum sínum.Vísir/MSF Reuters segir frá hinni 27 ára gömlu Zainab, sem hefur lengi reynt að eignast barn. Hún fæddi dreng að morgni þriðjudagsins og skírði hann Omid, sem þýðir von. Í upphafi árásarinnar virðist sem að einn árásarmannanna hafi skotið Omid til bana. Muhammadi, tengdamóðir Zainab, segist hafa séð einn vígamannanna skjóta á óléttar konur og nýjar mæður, jafnvel þó þær hafi verið í felum undir rúmum sínum. Á þriðjudaginn var einnig gerð sjálfsmorðsárás á jarðarför Nangarharhéraði. Þar dóu 32 en deild Íslamska ríkisins í Afganistan hefur lýst yfir ábyrgð á þeirri árás. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á fjöldamorðinu á fæðingardeildinni. Inngangur fæðingardeildarinnar.Vísir/MSF Öll spjót beinast þó að Talibönum, sem eiga nú í friðarviðræðum við yfirvöld Afganistan og hafa neitað því að koma að árásinni. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, hefur fordæmt árásina harðlega og skipað öryggissveitum landsins að sækja fram gegn Talibönum. Samband ríkisstjórnarinnar í Kabúl og Talibana er verulega slæmt um þessar mundir. Þessi árás mun gera friðarviðræðurnar mun erfiðari, efl ekki ómögulegar. Til marks um það skrifaði Hamdullah Mohib, þjóðaröryggisráðgjafi Ghani, í tísti í kjölfar árásarinnar að það virtist lítill tilgangur í því að ræða við Talibana um frið. Hann sagði einnig að ekkert hefði dregið úr árásum Talibana, þrátt fyrir friðarviðræðurnar. If the Taliban can not control the violence, or their sponsors have now subcontracted their terror to other entities which was one of our primary concerns from the beginning then their seems little point in continuing to engage Taliban in "peace talks".— Hamdullah Mohib (@hmohib) May 12, 2020
Afganistan Tengdar fréttir Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00 Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sjá meira
Íbúar Kabúl í losti eftir árás á fæðingardeild Íbúar afgönsku höfuðborgarinnar Kabúl eru harmi slegnir eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í gær. Að minnsta kosti tuttugu og fjögur fórust, þar af tvö nýfædd börn. 13. maí 2020 20:00
Drápu ungbörn og mæður í árás á sjúkrahús í Kabúl Tvö ungbörn og ellefu mæður og ljósmæður eru látnar eftir að vígamenn réðust á fæðingardeild sjúkrahúss í Kabúl, höfuðborg Afganistans í dag. Árásarmennirnir eru sagðir hafa verið dulbúnir sem lögreglumenn en þeir voru allir skotnir til bana í klukkustundalöngum skotbardaga í kjölfarið. 12. maí 2020 20:31