Telur að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2020 21:45 Danny Rose (til vinstri) segist glaður vilja leggja sitt af mörkum en hann vill hafa áhrif á það hvert peningurinn hans fer. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS Danny Rose, vinstri bakvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg þegar kemur að því hvað þeir eigi að gera við launin sín. Rose telur það fullkomlega eðlilegt að leikmenn lækki í launum miðað við stöðuna í samfélaginu en hann ræddi við BBC um málið í dag. „Mér finnst ekkert að því að við gefum hluta launa okkar til fólks sem þarf á því að halda,“ sagði vinstri bakvörðurinn en hann er á láni hjá Newcastle frá Tottenham Hotspur. Talið er að launalækkanir leikmanna og þjálfara muni spara allt að 145 milljónir punda. Mun sá peningur fara til liða í neðri deildum ensku knattspyrnunnar þar sem mörg hver eru á barmi gjaldþrots. Þá mun stór summa einnig fara til NHS, breska heilbrigðiskerfisins. „Okkur finnst við vera með bakið upp við vegg. Við vorum byrjaðir að ræða það hvernig við gætum lagt okkur að mörkum áður en fólk utan knattspyrnunnar fór að skipta sér af. Það var engin þörf á því að fólk sem er ekki tengt knattspyrnu á einn eða annan hátt sé að segja okkur hvað við eigum að gera við peninginn okkar. Það er mjög skrítið.“ Er Rose eflaust að vitna í orð Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sem sagði að fótboltamenn ættu að taka á sig launalækkun. Eins og Rose sagði voru leikmenn löngu farnir að skipuleggja slíkt og hafði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verið í samræðum við alla fyrirliða deildarinnar um hvað væri hægt að gera. Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður bæði Newcastle og Tottenham, starfar nú fyrir BBC. Hann telur þessi afskipti yfirvalda fáránleg. „Leikmenn eru með hjartað á réttum stað. Þeir vildu bara ákveða sjálfir hvert peningurinn færi. Þeir eru nær allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum og koma peningnum til þeirra sem þurfa á því að halda. Þeir vilja bara vita í hvað peningurinn þeirra fer.“ Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Danny Rose, vinstri bakvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg þegar kemur að því hvað þeir eigi að gera við launin sín. Rose telur það fullkomlega eðlilegt að leikmenn lækki í launum miðað við stöðuna í samfélaginu en hann ræddi við BBC um málið í dag. „Mér finnst ekkert að því að við gefum hluta launa okkar til fólks sem þarf á því að halda,“ sagði vinstri bakvörðurinn en hann er á láni hjá Newcastle frá Tottenham Hotspur. Talið er að launalækkanir leikmanna og þjálfara muni spara allt að 145 milljónir punda. Mun sá peningur fara til liða í neðri deildum ensku knattspyrnunnar þar sem mörg hver eru á barmi gjaldþrots. Þá mun stór summa einnig fara til NHS, breska heilbrigðiskerfisins. „Okkur finnst við vera með bakið upp við vegg. Við vorum byrjaðir að ræða það hvernig við gætum lagt okkur að mörkum áður en fólk utan knattspyrnunnar fór að skipta sér af. Það var engin þörf á því að fólk sem er ekki tengt knattspyrnu á einn eða annan hátt sé að segja okkur hvað við eigum að gera við peninginn okkar. Það er mjög skrítið.“ Er Rose eflaust að vitna í orð Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sem sagði að fótboltamenn ættu að taka á sig launalækkun. Eins og Rose sagði voru leikmenn löngu farnir að skipuleggja slíkt og hafði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verið í samræðum við alla fyrirliða deildarinnar um hvað væri hægt að gera. Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður bæði Newcastle og Tottenham, starfar nú fyrir BBC. Hann telur þessi afskipti yfirvalda fáránleg. „Leikmenn eru með hjartað á réttum stað. Þeir vildu bara ákveða sjálfir hvert peningurinn færi. Þeir eru nær allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum og koma peningnum til þeirra sem þurfa á því að halda. Þeir vilja bara vita í hvað peningurinn þeirra fer.“
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira