Telur að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2020 21:45 Danny Rose (til vinstri) segist glaður vilja leggja sitt af mörkum en hann vill hafa áhrif á það hvert peningurinn hans fer. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS Danny Rose, vinstri bakvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg þegar kemur að því hvað þeir eigi að gera við launin sín. Rose telur það fullkomlega eðlilegt að leikmenn lækki í launum miðað við stöðuna í samfélaginu en hann ræddi við BBC um málið í dag. „Mér finnst ekkert að því að við gefum hluta launa okkar til fólks sem þarf á því að halda,“ sagði vinstri bakvörðurinn en hann er á láni hjá Newcastle frá Tottenham Hotspur. Talið er að launalækkanir leikmanna og þjálfara muni spara allt að 145 milljónir punda. Mun sá peningur fara til liða í neðri deildum ensku knattspyrnunnar þar sem mörg hver eru á barmi gjaldþrots. Þá mun stór summa einnig fara til NHS, breska heilbrigðiskerfisins. „Okkur finnst við vera með bakið upp við vegg. Við vorum byrjaðir að ræða það hvernig við gætum lagt okkur að mörkum áður en fólk utan knattspyrnunnar fór að skipta sér af. Það var engin þörf á því að fólk sem er ekki tengt knattspyrnu á einn eða annan hátt sé að segja okkur hvað við eigum að gera við peninginn okkar. Það er mjög skrítið.“ Er Rose eflaust að vitna í orð Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sem sagði að fótboltamenn ættu að taka á sig launalækkun. Eins og Rose sagði voru leikmenn löngu farnir að skipuleggja slíkt og hafði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verið í samræðum við alla fyrirliða deildarinnar um hvað væri hægt að gera. Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður bæði Newcastle og Tottenham, starfar nú fyrir BBC. Hann telur þessi afskipti yfirvalda fáránleg. „Leikmenn eru með hjartað á réttum stað. Þeir vildu bara ákveða sjálfir hvert peningurinn færi. Þeir eru nær allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum og koma peningnum til þeirra sem þurfa á því að halda. Þeir vilja bara vita í hvað peningurinn þeirra fer.“ Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira
Danny Rose, vinstri bakvörður Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni, segir að það sé verið að stilla knattspyrnumönnum upp við vegg þegar kemur að því hvað þeir eigi að gera við launin sín. Rose telur það fullkomlega eðlilegt að leikmenn lækki í launum miðað við stöðuna í samfélaginu en hann ræddi við BBC um málið í dag. „Mér finnst ekkert að því að við gefum hluta launa okkar til fólks sem þarf á því að halda,“ sagði vinstri bakvörðurinn en hann er á láni hjá Newcastle frá Tottenham Hotspur. Talið er að launalækkanir leikmanna og þjálfara muni spara allt að 145 milljónir punda. Mun sá peningur fara til liða í neðri deildum ensku knattspyrnunnar þar sem mörg hver eru á barmi gjaldþrots. Þá mun stór summa einnig fara til NHS, breska heilbrigðiskerfisins. „Okkur finnst við vera með bakið upp við vegg. Við vorum byrjaðir að ræða það hvernig við gætum lagt okkur að mörkum áður en fólk utan knattspyrnunnar fór að skipta sér af. Það var engin þörf á því að fólk sem er ekki tengt knattspyrnu á einn eða annan hátt sé að segja okkur hvað við eigum að gera við peninginn okkar. Það er mjög skrítið.“ Er Rose eflaust að vitna í orð Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, sem sagði að fótboltamenn ættu að taka á sig launalækkun. Eins og Rose sagði voru leikmenn löngu farnir að skipuleggja slíkt og hafði Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, verið í samræðum við alla fyrirliða deildarinnar um hvað væri hægt að gera. Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður bæði Newcastle og Tottenham, starfar nú fyrir BBC. Hann telur þessi afskipti yfirvalda fáránleg. „Leikmenn eru með hjartað á réttum stað. Þeir vildu bara ákveða sjálfir hvert peningurinn færi. Þeir eru nær allir tilbúnir að leggja sitt af mörkum og koma peningnum til þeirra sem þurfa á því að halda. Þeir vilja bara vita í hvað peningurinn þeirra fer.“
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Sjá meira