„Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 20:30 Það er tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka stöðu Rúv á auglýsingamarkaði með inn í reikninginn segir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ekkert formlegt samkomulag sé í gildi milli ríkisstjórnarflokkana hvað lýtur að fjölmiðlafrumvarpinu, að öðru leyti en því að staða Rúv á auglýsingamarkaði verði skoðuð samhliða. Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla rétt fyrir þinglok í desember. Síðan hefur málið legið hjá allsherjar- og menntamálanefnd. „Það er að síga á seinni hlutann í þessu. Gestakomum er næstum því lokið. Ætli það séu ekki tveir gestir sem verða kallaðir til viðbótar og síðan þurfa menn bara að ræða sig fram til niðurstöðu um málið þegar því líkur,“ segir Páll Magnússon, formaður nefndarinnar, spurður um stöðu málsins. Hann segir erfitt að segja til um það hvenær málið geti gengið til annarrar umræðu í þinginu. „En ætli reyni ekki á þetta núna á næstu vikum, hvort að þær verði þrjár eða fimm er ég ekki alveg viss um,“ segir Páll. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ræddi meðal annars stöðu fjölmiðla í Víglínunni á Stöð 2 í gær.Vísir/Einar Í Víglínunni á Stöð 2 í gær ræddi Lilja Alfreðsdóttir meðal annars stöðu fjölmiðlafrumvarpsins og vinnu við nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið. Þar er meðal annars verið að horfa til stöðu Rúv á auglýsingamarkaði. „Við erum í viðræðum við Ríkisútvarpið í tengslum við þjónustusamninginn. En stjórnarflokkarnir hafa komist að ákveðnu samkomulagi hvað þetta varðar, og þetta verður til þess, þær aðgerðir sem að við erum að boða, til þess að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað,“ sagði Lilja. Aðspurður segir Páll ekkert formlegt samkomulag vera í gildi flokkanna á milli um útfærsluna. „Ekki annað en það að menntamálaráðherra, og svo sem öllum er ljóst og ég held að það sé svo sem enginn ágreiningur um það, að það verði ekki tekið á þessum vanda einkarekinna fjölmiðla án þess að komast að einhverri niðurstöðu um þessa takmörkun á auglýsingamarkaði. Það er eiginlega tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka það með í reikninginn,“ svarar Páll. Ekkert samkomulag um Rúv segir þingmaður VG Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að ekkert samkomulag sé í gildi á milli stjórnarflokkanna hvað varðar Rúv. „Töluvert hefur verið rætt undanfarið um að eitthvað samkomulag sé á milli stjórnarflokkanna um RÚV og stöðu þess á auglýsingamarkaði. Svo er ekki,“ skrifar Kolbeinn. Hann hafi verið skýr um það af sinni hálfu „að frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla tengist RÚV ekki á nokkurn hátt, ríkisfjölmiðillinn sé ekki skiptimynt í því máli. Við í Vinstri grænum höfum sagt að ekki eigi að skerða tekjur RÚV og að þau sem vilji minnka hlut þess á auglýsingamarkaði þurfi þá að svara því til hvernig þær tekjur verði bættar. Um ekkert af þessu er samkomulag á milli stjórnarflokkanna,“ skrifar Kolbeinn. Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
Það er tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka stöðu Rúv á auglýsingamarkaði með inn í reikninginn segir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ekkert formlegt samkomulag sé í gildi milli ríkisstjórnarflokkana hvað lýtur að fjölmiðlafrumvarpinu, að öðru leyti en því að staða Rúv á auglýsingamarkaði verði skoðuð samhliða. Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla rétt fyrir þinglok í desember. Síðan hefur málið legið hjá allsherjar- og menntamálanefnd. „Það er að síga á seinni hlutann í þessu. Gestakomum er næstum því lokið. Ætli það séu ekki tveir gestir sem verða kallaðir til viðbótar og síðan þurfa menn bara að ræða sig fram til niðurstöðu um málið þegar því líkur,“ segir Páll Magnússon, formaður nefndarinnar, spurður um stöðu málsins. Hann segir erfitt að segja til um það hvenær málið geti gengið til annarrar umræðu í þinginu. „En ætli reyni ekki á þetta núna á næstu vikum, hvort að þær verði þrjár eða fimm er ég ekki alveg viss um,“ segir Páll. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ræddi meðal annars stöðu fjölmiðla í Víglínunni á Stöð 2 í gær.Vísir/Einar Í Víglínunni á Stöð 2 í gær ræddi Lilja Alfreðsdóttir meðal annars stöðu fjölmiðlafrumvarpsins og vinnu við nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið. Þar er meðal annars verið að horfa til stöðu Rúv á auglýsingamarkaði. „Við erum í viðræðum við Ríkisútvarpið í tengslum við þjónustusamninginn. En stjórnarflokkarnir hafa komist að ákveðnu samkomulagi hvað þetta varðar, og þetta verður til þess, þær aðgerðir sem að við erum að boða, til þess að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað,“ sagði Lilja. Aðspurður segir Páll ekkert formlegt samkomulag vera í gildi flokkanna á milli um útfærsluna. „Ekki annað en það að menntamálaráðherra, og svo sem öllum er ljóst og ég held að það sé svo sem enginn ágreiningur um það, að það verði ekki tekið á þessum vanda einkarekinna fjölmiðla án þess að komast að einhverri niðurstöðu um þessa takmörkun á auglýsingamarkaði. Það er eiginlega tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka það með í reikninginn,“ svarar Páll. Ekkert samkomulag um Rúv segir þingmaður VG Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að ekkert samkomulag sé í gildi á milli stjórnarflokkanna hvað varðar Rúv. „Töluvert hefur verið rætt undanfarið um að eitthvað samkomulag sé á milli stjórnarflokkanna um RÚV og stöðu þess á auglýsingamarkaði. Svo er ekki,“ skrifar Kolbeinn. Hann hafi verið skýr um það af sinni hálfu „að frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla tengist RÚV ekki á nokkurn hátt, ríkisfjölmiðillinn sé ekki skiptimynt í því máli. Við í Vinstri grænum höfum sagt að ekki eigi að skerða tekjur RÚV og að þau sem vilji minnka hlut þess á auglýsingamarkaði þurfi þá að svara því til hvernig þær tekjur verði bættar. Um ekkert af þessu er samkomulag á milli stjórnarflokkanna,“ skrifar Kolbeinn.
Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira