Dagur 11 og 12: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. apríl 2020 10:00 Garpur Elísabetarson hefur síðustu 12 daga ferðast hringinn í kringum Ísland, aleinn á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson var að ljúka einstöku feralagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir síðustu tvo má finna hér fyrir neðan. Eftir bjarta daga á Vestfjörðum sýndu veðurguðirnir mátt sinn þegar ég vaknaði á Hotel Ísafirði. Snjónum kyngdi niður og dökkt var yfir firðinum. Ég keyrði af stað, löng keyrsla fram undan. Ég keyrði suður yfir hollt og hæðir. Það var lítið skyggni og snjóþungt á veginum. Klippa: Dagur 11 og 12 - Ferðalangur í eigin landi Þegar ég var rétt kominn fram yfir Hólmavík þá birtist mér skilti sem ég varð að stoppa við. Garpsdalur til vinstri. Ég stöðvaði bílinn að sjálfsögðu og fékk mynd af mér með skiltinu. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég komst svo niður á þjóðveg og þar birti til. Ég keyrði út á Snæfellsnesið og þar var vindurinn plássfrekur. Ég hélt þó ótrauður áfram og myndaði það sem fyrir augun bar. Þegar kvölda tók flæddi svo sólinn yfir jökulinn og ótrúlegt sólarlag fylgdi mér að hótelinu. Ég endaði svo kvöldið á Fosshotel Hellnar. Vísir/Garpur Elísabetarson Síðasti dagurinn rann upp. Dagurinn sem ég var raunverulega að fara keyra heim. Veðrið var mér ekki í hag og var því ekki mikið rými til að skoða og leika þennan daginn. Ég keyrði þó inn í Borgarfjörð og skoðaði Hraunfossa. Vísir/Garpur Elísabetarson Þaðan lá leið mín inn í Hvalfjörðinn sem ég ákvað að keyra í heild sinni áður en ég lenti í höfuðborginni. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Þá var ferðin öll. Þetta var mögnuð ferð, eiginlega í alla staði. Þó upplifun hafi ekki öll verið jákvæð, það var og er auðvitað sorglegt að finna hvernig ferðaþjónusta Íslands er stopp, eins og nánast allt annað á landinu. En það er þó jákvætt, og ekkert endilega allir sem átta sig á því, hvað við erum komin langt í ferðaþjónustu. Hótelin, aðstaðan, afþreyingin, veitingastaðirnir og svo mætti lengi telja. Vísir/Garpur Elísabetarson Auðvitað má gera betur á mörgum stöðum, en það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu, og ég vona að Íslendingar horfi til þess með jákvæðum augum að ferðast innanlands á næstunni því nóg er að gera og sjá fyrir alla. Ég hlakka til að fylgja þessum hring eftir í sumar og sjá Ísland blómstra, bæði land og þjóð. Það var einstakt að fá þetta tækifæri, að sjá landið svona. Bæði á þessum árstíma og svona í túristaeyði. Tengingin við náttúruna verður svo miklu meiri og sterkari og ég kynntist landinu svolítið upp á nýtt. Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson var að ljúka einstöku feralagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir síðustu tvo má finna hér fyrir neðan. Eftir bjarta daga á Vestfjörðum sýndu veðurguðirnir mátt sinn þegar ég vaknaði á Hotel Ísafirði. Snjónum kyngdi niður og dökkt var yfir firðinum. Ég keyrði af stað, löng keyrsla fram undan. Ég keyrði suður yfir hollt og hæðir. Það var lítið skyggni og snjóþungt á veginum. Klippa: Dagur 11 og 12 - Ferðalangur í eigin landi Þegar ég var rétt kominn fram yfir Hólmavík þá birtist mér skilti sem ég varð að stoppa við. Garpsdalur til vinstri. Ég stöðvaði bílinn að sjálfsögðu og fékk mynd af mér með skiltinu. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég komst svo niður á þjóðveg og þar birti til. Ég keyrði út á Snæfellsnesið og þar var vindurinn plássfrekur. Ég hélt þó ótrauður áfram og myndaði það sem fyrir augun bar. Þegar kvölda tók flæddi svo sólinn yfir jökulinn og ótrúlegt sólarlag fylgdi mér að hótelinu. Ég endaði svo kvöldið á Fosshotel Hellnar. Vísir/Garpur Elísabetarson Síðasti dagurinn rann upp. Dagurinn sem ég var raunverulega að fara keyra heim. Veðrið var mér ekki í hag og var því ekki mikið rými til að skoða og leika þennan daginn. Ég keyrði þó inn í Borgarfjörð og skoðaði Hraunfossa. Vísir/Garpur Elísabetarson Þaðan lá leið mín inn í Hvalfjörðinn sem ég ákvað að keyra í heild sinni áður en ég lenti í höfuðborginni. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Þá var ferðin öll. Þetta var mögnuð ferð, eiginlega í alla staði. Þó upplifun hafi ekki öll verið jákvæð, það var og er auðvitað sorglegt að finna hvernig ferðaþjónusta Íslands er stopp, eins og nánast allt annað á landinu. En það er þó jákvætt, og ekkert endilega allir sem átta sig á því, hvað við erum komin langt í ferðaþjónustu. Hótelin, aðstaðan, afþreyingin, veitingastaðirnir og svo mætti lengi telja. Vísir/Garpur Elísabetarson Auðvitað má gera betur á mörgum stöðum, en það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu, og ég vona að Íslendingar horfi til þess með jákvæðum augum að ferðast innanlands á næstunni því nóg er að gera og sjá fyrir alla. Ég hlakka til að fylgja þessum hring eftir í sumar og sjá Ísland blómstra, bæði land og þjóð. Það var einstakt að fá þetta tækifæri, að sjá landið svona. Bæði á þessum árstíma og svona í túristaeyði. Tengingin við náttúruna verður svo miklu meiri og sterkari og ég kynntist landinu svolítið upp á nýtt.
Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira