Dagur 11 og 12: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. apríl 2020 10:00 Garpur Elísabetarson hefur síðustu 12 daga ferðast hringinn í kringum Ísland, aleinn á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Elísabetarson Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson var að ljúka einstöku feralagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir síðustu tvo má finna hér fyrir neðan. Eftir bjarta daga á Vestfjörðum sýndu veðurguðirnir mátt sinn þegar ég vaknaði á Hotel Ísafirði. Snjónum kyngdi niður og dökkt var yfir firðinum. Ég keyrði af stað, löng keyrsla fram undan. Ég keyrði suður yfir hollt og hæðir. Það var lítið skyggni og snjóþungt á veginum. Klippa: Dagur 11 og 12 - Ferðalangur í eigin landi Þegar ég var rétt kominn fram yfir Hólmavík þá birtist mér skilti sem ég varð að stoppa við. Garpsdalur til vinstri. Ég stöðvaði bílinn að sjálfsögðu og fékk mynd af mér með skiltinu. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég komst svo niður á þjóðveg og þar birti til. Ég keyrði út á Snæfellsnesið og þar var vindurinn plássfrekur. Ég hélt þó ótrauður áfram og myndaði það sem fyrir augun bar. Þegar kvölda tók flæddi svo sólinn yfir jökulinn og ótrúlegt sólarlag fylgdi mér að hótelinu. Ég endaði svo kvöldið á Fosshotel Hellnar. Vísir/Garpur Elísabetarson Síðasti dagurinn rann upp. Dagurinn sem ég var raunverulega að fara keyra heim. Veðrið var mér ekki í hag og var því ekki mikið rými til að skoða og leika þennan daginn. Ég keyrði þó inn í Borgarfjörð og skoðaði Hraunfossa. Vísir/Garpur Elísabetarson Þaðan lá leið mín inn í Hvalfjörðinn sem ég ákvað að keyra í heild sinni áður en ég lenti í höfuðborginni. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Þá var ferðin öll. Þetta var mögnuð ferð, eiginlega í alla staði. Þó upplifun hafi ekki öll verið jákvæð, það var og er auðvitað sorglegt að finna hvernig ferðaþjónusta Íslands er stopp, eins og nánast allt annað á landinu. En það er þó jákvætt, og ekkert endilega allir sem átta sig á því, hvað við erum komin langt í ferðaþjónustu. Hótelin, aðstaðan, afþreyingin, veitingastaðirnir og svo mætti lengi telja. Vísir/Garpur Elísabetarson Auðvitað má gera betur á mörgum stöðum, en það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu, og ég vona að Íslendingar horfi til þess með jákvæðum augum að ferðast innanlands á næstunni því nóg er að gera og sjá fyrir alla. Ég hlakka til að fylgja þessum hring eftir í sumar og sjá Ísland blómstra, bæði land og þjóð. Það var einstakt að fá þetta tækifæri, að sjá landið svona. Bæði á þessum árstíma og svona í túristaeyði. Tengingin við náttúruna verður svo miklu meiri og sterkari og ég kynntist landinu svolítið upp á nýtt. Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson var að ljúka einstöku feralagi um landið. Ferðadagbók hans fyrir síðustu tvo má finna hér fyrir neðan. Eftir bjarta daga á Vestfjörðum sýndu veðurguðirnir mátt sinn þegar ég vaknaði á Hotel Ísafirði. Snjónum kyngdi niður og dökkt var yfir firðinum. Ég keyrði af stað, löng keyrsla fram undan. Ég keyrði suður yfir hollt og hæðir. Það var lítið skyggni og snjóþungt á veginum. Klippa: Dagur 11 og 12 - Ferðalangur í eigin landi Þegar ég var rétt kominn fram yfir Hólmavík þá birtist mér skilti sem ég varð að stoppa við. Garpsdalur til vinstri. Ég stöðvaði bílinn að sjálfsögðu og fékk mynd af mér með skiltinu. Vísir/Garpur Elísabetarson Ég komst svo niður á þjóðveg og þar birti til. Ég keyrði út á Snæfellsnesið og þar var vindurinn plássfrekur. Ég hélt þó ótrauður áfram og myndaði það sem fyrir augun bar. Þegar kvölda tók flæddi svo sólinn yfir jökulinn og ótrúlegt sólarlag fylgdi mér að hótelinu. Ég endaði svo kvöldið á Fosshotel Hellnar. Vísir/Garpur Elísabetarson Síðasti dagurinn rann upp. Dagurinn sem ég var raunverulega að fara keyra heim. Veðrið var mér ekki í hag og var því ekki mikið rými til að skoða og leika þennan daginn. Ég keyrði þó inn í Borgarfjörð og skoðaði Hraunfossa. Vísir/Garpur Elísabetarson Þaðan lá leið mín inn í Hvalfjörðinn sem ég ákvað að keyra í heild sinni áður en ég lenti í höfuðborginni. Vísir/Garpur ElísabetarsonVísir/Garpur Elísabetarson Þá var ferðin öll. Þetta var mögnuð ferð, eiginlega í alla staði. Þó upplifun hafi ekki öll verið jákvæð, það var og er auðvitað sorglegt að finna hvernig ferðaþjónusta Íslands er stopp, eins og nánast allt annað á landinu. En það er þó jákvætt, og ekkert endilega allir sem átta sig á því, hvað við erum komin langt í ferðaþjónustu. Hótelin, aðstaðan, afþreyingin, veitingastaðirnir og svo mætti lengi telja. Vísir/Garpur Elísabetarson Auðvitað má gera betur á mörgum stöðum, en það er ekki hægt að horfa fram hjá þessu, og ég vona að Íslendingar horfi til þess með jákvæðum augum að ferðast innanlands á næstunni því nóg er að gera og sjá fyrir alla. Ég hlakka til að fylgja þessum hring eftir í sumar og sjá Ísland blómstra, bæði land og þjóð. Það var einstakt að fá þetta tækifæri, að sjá landið svona. Bæði á þessum árstíma og svona í túristaeyði. Tengingin við náttúruna verður svo miklu meiri og sterkari og ég kynntist landinu svolítið upp á nýtt.
Ferðalangur í eigin landi Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira