Mikill samdráttur framundan hjá Icelandair Heimir Már Pétursson skrifar 6. apríl 2020 19:20 Flugvélafloti Icelandair er meira og minna allur á jörðu niðri þessa dagana og líkur á miklum samdrætti í flugáætlun félagsins í sumar. Vísr/Vilhelm Mikil skerðing verður á framboði í áætlun Icelandair í sumar og komið gæti til frekari uppsagna hjá félaginu. Stjórnendur leita nú leiða til að bæta lausafjárstöðuna sem gengið hefur á síðustu vikurnar og nálgast lágmarksviðmið félagsins. Áætlanir allra flugfélaga í heiminum hafa raskast mjög mikið eftir að kórónuveirufaraldurinn reið yfir heimsbyggðina. Það á einnig við um Icelandair. Floti félagsins er nánast allur kyrrsettur um þessar mundir. Á þessu tímabili sem nú stendur yfir hafa áætlanir farið undir tíu prósent af því sem áður var gengið út frá og horfur fyrir sumarið eru ekki góðar. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir óvissuna mikla og stöðuna breytast frá degi til dags. Ef kórónukrísan dragist á langinn kunni að þurfa að segja fleiri starfsmönnum upp.Stöð 2/Sigurjón Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið nú undirbúa að skera leiðarkerfið niður um að minnsta kosti fjórðung á komandi sumri. „En búum okkur undir í rauninni enn meiri samdrátt ef bókunarglugginn opnast ekkert fyrr en langt er liðið á sumarið. Við erum að reyna að búa okkur undir verstu stöðu en hafa jafnframt svigrúm til að stökkva af stað ef staðan verður betri," segir Bogi Nils. Tvö hundruð og fjörtíu manns var sagt upp störfum hjá félaginu í síðustu viku, starfshlutfall lækkað hjá rúmlega 90 prósent annarra starfsmanna og laun þeirra sem eftir eru í fullu starfi lækkuð um tugi prósenta. „Staðan er í rauninni að breytast á hverjum degi. Óvissan er alltaf mjög mikil og ef teygir á óvissuástandinu þurfum við klárlega að grípa til frekari aðgerða í okkar rekstri. Það er því miður þannig," segir forstjóri Icelandair Group. Icelandair sagði upp 240 manns í síðustu viku og yfir níútíu prósent annarra starfsmanna fóru í lækkað starfshlutfall og hlutabætur. Hugsanlega verður fleiri sagt upp dragist kórónukrísan á langinn.Vísr/Vilhelm Icelandair hefur leitað til Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankans um leiðir til að styrkja fjárhag félagsins enn frekar. Farið er að draga á lausafé sem stjórnendur vilja að sé um 29 milljarðar króna (200 milljónir dollara) hverju sinni. Félagið ætli að koma sterkt út og án ríkisaðstoðar þegar ástandið færist í eðlilegt horf. „En ekki frekar en önnur félög þá þolum við ekki endalaust að vera í algerum tekjubresti og erum því að bregðast við því með því að fara í þessa endurskipulagninu á okkar efnahagsreikningi og ætlum að styrkja hann," segir Bogi Nils Bogason. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. 6. apríl 2020 13:13 Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. 6. apríl 2020 09:37 Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Mikil skerðing verður á framboði í áætlun Icelandair í sumar og komið gæti til frekari uppsagna hjá félaginu. Stjórnendur leita nú leiða til að bæta lausafjárstöðuna sem gengið hefur á síðustu vikurnar og nálgast lágmarksviðmið félagsins. Áætlanir allra flugfélaga í heiminum hafa raskast mjög mikið eftir að kórónuveirufaraldurinn reið yfir heimsbyggðina. Það á einnig við um Icelandair. Floti félagsins er nánast allur kyrrsettur um þessar mundir. Á þessu tímabili sem nú stendur yfir hafa áætlanir farið undir tíu prósent af því sem áður var gengið út frá og horfur fyrir sumarið eru ekki góðar. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir óvissuna mikla og stöðuna breytast frá degi til dags. Ef kórónukrísan dragist á langinn kunni að þurfa að segja fleiri starfsmönnum upp.Stöð 2/Sigurjón Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir félagið nú undirbúa að skera leiðarkerfið niður um að minnsta kosti fjórðung á komandi sumri. „En búum okkur undir í rauninni enn meiri samdrátt ef bókunarglugginn opnast ekkert fyrr en langt er liðið á sumarið. Við erum að reyna að búa okkur undir verstu stöðu en hafa jafnframt svigrúm til að stökkva af stað ef staðan verður betri," segir Bogi Nils. Tvö hundruð og fjörtíu manns var sagt upp störfum hjá félaginu í síðustu viku, starfshlutfall lækkað hjá rúmlega 90 prósent annarra starfsmanna og laun þeirra sem eftir eru í fullu starfi lækkuð um tugi prósenta. „Staðan er í rauninni að breytast á hverjum degi. Óvissan er alltaf mjög mikil og ef teygir á óvissuástandinu þurfum við klárlega að grípa til frekari aðgerða í okkar rekstri. Það er því miður þannig," segir forstjóri Icelandair Group. Icelandair sagði upp 240 manns í síðustu viku og yfir níútíu prósent annarra starfsmanna fóru í lækkað starfshlutfall og hlutabætur. Hugsanlega verður fleiri sagt upp dragist kórónukrísan á langinn.Vísr/Vilhelm Icelandair hefur leitað til Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankans um leiðir til að styrkja fjárhag félagsins enn frekar. Farið er að draga á lausafé sem stjórnendur vilja að sé um 29 milljarðar króna (200 milljónir dollara) hverju sinni. Félagið ætli að koma sterkt út og án ríkisaðstoðar þegar ástandið færist í eðlilegt horf. „En ekki frekar en önnur félög þá þolum við ekki endalaust að vera í algerum tekjubresti og erum því að bregðast við því með því að fara í þessa endurskipulagninu á okkar efnahagsreikningi og ætlum að styrkja hann," segir Bogi Nils Bogason.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. 6. apríl 2020 13:13 Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. 6. apríl 2020 09:37 Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Icelandair flýgur til Alicante og sækir fegna farþega Íslendingar á Spáni fagna því að komast heim. 6. apríl 2020 13:13
Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Dregið hefur á góða lausafjárstöðu Icelandair eftir að millilandaflug lagðist nánast af vegna kórónuveiru faraldursins. Félagið hefur fengið þrjár bankastofnanir til liðs við sig til að styrkja fjárhagsstöðu þess og mun einnig ræða við stjórnvöld um framhaldið. 6. apríl 2020 09:37
Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33