Syndir í Costco-sundlaug í bílskúrnum Anton Ingi Leifsson skrifar 7. apríl 2020 19:00 Guðlaug Edda í fullu fjöri í bílskúrnum í dag. vísir/vilhelm Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona þarf að fara öðruvísi leiðir vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Þríþraut samanstendur af hlaupi, sundi og hjólreiðum í sömu íþróttagreininni og því mæðir mikið á Guðlaugu Eddu. Hún er ein fremsta íþróttakona landsins en hún getur nú ekki farið í sund né líkamsrækt til þess að hlaupa eða synda. Því þarf hún að fara nýjar leiðir í baráttunni um að komast á Ólympíuleikana í Tókýo næsta sumar. Henry Birgir Gunnarsson og Sportið í dag kíktu á þessa frábæru íþróttakonu í dag. „Það eru allar sundlaugar og líkamsræktarstöðvar lokaðar. Ég þurfti að finna leiðir til þess að æfa og ég þarf að æfa sund, hjól og hlaup. Þá var að vera sniðug og finna einhverjar lausnir,“ sagði Guðlaug. „Ég á trainer sem ég get sett upp hjólið á og hjólað í rauninni á staðnum. Svo hlakka ég til að veðrið verði betra og þá getur maður farið út. Þríþraut eru þrjár íþróttir saman í einni og það er rosalega mikið af æfingum. Í stærstu vikunum æfi ég um 30 klukkutíma á viku. Þá er ekki tekið inn hvíld. Bara pjúra æfingartími. Þetta er rosalega mikið af æfingum og mér finnst það skemmtilegt en þetta er krefjandi þegar aðstæður eru erfiðar eins og núna.“ Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkappi æfir í bílskúrnum heima fyrir Ólympíuleikana. Henry Birgir kom við snemma hjá Guðlaugu en þá var hún hins vegar búin að æfa einu sinni í dag. „Klassískur dagur er að vakna klukkan sjö, fá sér morgunmat, gera teygjur og lesa alla fjölmiðla og samfélagsmiðla. Svo er það fyrsta æfing dagsins. Ég byrja oft á því að hjóla og hjólaæfing er einn og hálfur til fjórir tímar. Ég fæ mér prótein eftir hjólið og kolvetni og reyni að hvíla mig áður en næsta æfing tekur við. Þá er það kannski hlaup í klukkutíma og svo enda ég á styrk eða sundi þegar það er hægt.“ Hún segir að erfiðasta við samkomubannið sé að komast ekki í sundlaugar landsins og því þurfti hún að finna lausnir. „Ég er búin að vera leita að einhverju sem ég hef reynt að synda í. Það virkar ekki að synda í baðkari og ég reyndi heita pottinn heima í garðinum en það virkaði ekki. Ég fór í Costco og fann uppblásna sundlaug sem var nógu stór fyrir mig til þess að passa í og keypti hana á átta þúsund krónur. Við settum hana upp í bílskúrnum hjá mömmu og pabba svo ég er kominn með sundlaug í bílskúrinn.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan um þessa mögnuðu íþróttakonu. Klippa: Sportið í dag - Guðlaug Edda fer öðruvísi leiðir Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Þríþraut Sportið í dag Costco Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sjá meira
Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkona þarf að fara öðruvísi leiðir vegna samkomubannsins sem nú stendur yfir. Þríþraut samanstendur af hlaupi, sundi og hjólreiðum í sömu íþróttagreininni og því mæðir mikið á Guðlaugu Eddu. Hún er ein fremsta íþróttakona landsins en hún getur nú ekki farið í sund né líkamsrækt til þess að hlaupa eða synda. Því þarf hún að fara nýjar leiðir í baráttunni um að komast á Ólympíuleikana í Tókýo næsta sumar. Henry Birgir Gunnarsson og Sportið í dag kíktu á þessa frábæru íþróttakonu í dag. „Það eru allar sundlaugar og líkamsræktarstöðvar lokaðar. Ég þurfti að finna leiðir til þess að æfa og ég þarf að æfa sund, hjól og hlaup. Þá var að vera sniðug og finna einhverjar lausnir,“ sagði Guðlaug. „Ég á trainer sem ég get sett upp hjólið á og hjólað í rauninni á staðnum. Svo hlakka ég til að veðrið verði betra og þá getur maður farið út. Þríþraut eru þrjár íþróttir saman í einni og það er rosalega mikið af æfingum. Í stærstu vikunum æfi ég um 30 klukkutíma á viku. Þá er ekki tekið inn hvíld. Bara pjúra æfingartími. Þetta er rosalega mikið af æfingum og mér finnst það skemmtilegt en þetta er krefjandi þegar aðstæður eru erfiðar eins og núna.“ Guðlaug Edda Hannesdóttir þríþrautarkappi æfir í bílskúrnum heima fyrir Ólympíuleikana. Henry Birgir kom við snemma hjá Guðlaugu en þá var hún hins vegar búin að æfa einu sinni í dag. „Klassískur dagur er að vakna klukkan sjö, fá sér morgunmat, gera teygjur og lesa alla fjölmiðla og samfélagsmiðla. Svo er það fyrsta æfing dagsins. Ég byrja oft á því að hjóla og hjólaæfing er einn og hálfur til fjórir tímar. Ég fæ mér prótein eftir hjólið og kolvetni og reyni að hvíla mig áður en næsta æfing tekur við. Þá er það kannski hlaup í klukkutíma og svo enda ég á styrk eða sundi þegar það er hægt.“ Hún segir að erfiðasta við samkomubannið sé að komast ekki í sundlaugar landsins og því þurfti hún að finna lausnir. „Ég er búin að vera leita að einhverju sem ég hef reynt að synda í. Það virkar ekki að synda í baðkari og ég reyndi heita pottinn heima í garðinum en það virkaði ekki. Ég fór í Costco og fann uppblásna sundlaug sem var nógu stór fyrir mig til þess að passa í og keypti hana á átta þúsund krónur. Við settum hana upp í bílskúrnum hjá mömmu og pabba svo ég er kominn með sundlaug í bílskúrinn.“ Allt innslagið má sjá hér að neðan um þessa mögnuðu íþróttakonu. Klippa: Sportið í dag - Guðlaug Edda fer öðruvísi leiðir Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Þríþraut Sportið í dag Costco Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Í beinni: Espanyol - Real Madrid | Geta unnið fimmta leikinn í röð Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sjá meira