Tryggvi reyndi að semja við mótherja um að brjóta á sér svo að hann gæti bætt markametið Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 18:00 Tryggvi kom víða við í gær. vísir/skjáskot Markavélin Tryggvi Guðmundsson segir að hann hafi reynt að semja við varnarmenn Leifturs að brjóta á sér í síðasta leik tímabilsins 1997 svo að hann gæti bætt markametið í efstu deild. Tryggvi á markametið yfir flest mörk skoruð í efstu deild á einu tímabili ásamt þeim Þórði Guðjónssyni, Pétri Péturssyni, Guðmundi Torfasyni og Andra Rúnari Bjarnasyni en allir gerðu þeir 19 mörk. Tryggvi var með fimmtán mörk fyrir leik gegn Keflavík þar sem hann fór á kostum en Tryggvi fór yfir þetta í Sportið í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. „Ég er bara með fimmtán mörk fyrir næst síðasta leikinn gegn Keflavík. Í sjálfu sér var ég ekki að hugsa um neitt markamet fyrr en ég er kominn með mark númer tvö og þrjú og ég held að ég hafi ekki gefið boltann það sem eftir lifði leiks til að ná í fjórða markið,“ sagði Tryggvi. „Svo förum við norður og spiluðum við Leiftur, oft kallað keyptur. Við þurfum að hvíla lykilmenn útaf síðari bikarúrslitaleiknum. Menn voru tæpir á spjöldum eins og Hlynur Stefánsson og Sigurvin Ólafsson sem voru lykilmenn í þessu liði.“ Tryggvi segir að hann hafi reynt allt sem hann gat til þess að bæta markametið og hann gekk það langt að hann reyndi að semja við leikmenn Leifturs. „Við áttum ekkert breik í þá og töpuðum þeim leik að mig minnir 3-1. Ég náði að skora og jafna metið. Það var eitthvað eftir af leiknum og ég byrjaði að semja við fyrrum félaga minn hjá KR, Daða Dervic, sem var þá fyrir norðan, að kippa mér niður svo ég fengi víti.“ „Hann sagði já ekkert mál og ég var alltaf utan í honum en hann gerði ekki neitt. Ég fékk ekki vítaspyrnuna,“ sagði Tryggvi og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um markametið Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira
Markavélin Tryggvi Guðmundsson segir að hann hafi reynt að semja við varnarmenn Leifturs að brjóta á sér í síðasta leik tímabilsins 1997 svo að hann gæti bætt markametið í efstu deild. Tryggvi á markametið yfir flest mörk skoruð í efstu deild á einu tímabili ásamt þeim Þórði Guðjónssyni, Pétri Péturssyni, Guðmundi Torfasyni og Andra Rúnari Bjarnasyni en allir gerðu þeir 19 mörk. Tryggvi var með fimmtán mörk fyrir leik gegn Keflavík þar sem hann fór á kostum en Tryggvi fór yfir þetta í Sportið í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. „Ég er bara með fimmtán mörk fyrir næst síðasta leikinn gegn Keflavík. Í sjálfu sér var ég ekki að hugsa um neitt markamet fyrr en ég er kominn með mark númer tvö og þrjú og ég held að ég hafi ekki gefið boltann það sem eftir lifði leiks til að ná í fjórða markið,“ sagði Tryggvi. „Svo förum við norður og spiluðum við Leiftur, oft kallað keyptur. Við þurfum að hvíla lykilmenn útaf síðari bikarúrslitaleiknum. Menn voru tæpir á spjöldum eins og Hlynur Stefánsson og Sigurvin Ólafsson sem voru lykilmenn í þessu liði.“ Tryggvi segir að hann hafi reynt allt sem hann gat til þess að bæta markametið og hann gekk það langt að hann reyndi að semja við leikmenn Leifturs. „Við áttum ekkert breik í þá og töpuðum þeim leik að mig minnir 3-1. Ég náði að skora og jafna metið. Það var eitthvað eftir af leiknum og ég byrjaði að semja við fyrrum félaga minn hjá KR, Daða Dervic, sem var þá fyrir norðan, að kippa mér niður svo ég fengi víti.“ „Hann sagði já ekkert mál og ég var alltaf utan í honum en hann gerði ekki neitt. Ég fékk ekki vítaspyrnuna,“ sagði Tryggvi og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um markametið Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Ættingi Enricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Sjá meira