Enski boltinn

West Ham annað úrvalsdeildarliðið til að skerða laun leikmanna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
David Moyes er stjóri West Ham.
David Moyes er stjóri West Ham. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham United hefur gefið út tilkynningu þess efnis að allir leikmenn aðalliðs félagsins taki á sig launaskerðingu í kjölfar kórónaveirufaraldursins sem hefur leikið heimsbyggðina grátt undanfarna mánuði.

Þar með er West Ham annað úrvalsdeildarliðið til að taka ákvörðun um launaskerðingu en Southampton varð í gær fyrsta félagið til að stíga þetta skref. Má ætla að flest önnur lið deildarinnar feti í sömu fótspor áður en langt um líður.

David Moyes, stjóri West Ham, tekur á sig 30% launalækkun. Sama gildir um Karren Brady, varaformann West Ham og Andy Mollett, fjármálastjóra félagsins. Eigendur félagsins; þeir David Gold og David Sullivan hafa sett 30 milljónir punda inn í félagið í kjölfar áhrifa COVID-10. Ekki er tekið fram hversu mikið laun leikmanna skerðist.

Í tilkynningu West Ham segir að með þessum aðgerðum geti félagið tryggt að ekki þurfi að segja neinu starfsfólki upp og það geti haldið fullum launum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×