Fótbolti

Meira en þúsund áhorfendur á leik hvít-rússnesku meistaranna

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Einhverjir höfðu andlitsgrímur í stúkunni.
Einhverjir höfðu andlitsgrímur í stúkunni. vísir/getty

Yfir 1.000 áhorfendur voru mættir á leik Dynamo Brest og Isloch Minsk í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær en deildin er sú eina í Evrópu sem enn er í gangi í kjölfar útbreiðslu kórónaveirufaraldursins.

Alls mættu 1169 manns á leikinn en þó forráðamenn deildarinnar taki það ekki í mál að fresta leikjum hafa landsmenn margir hverjir fordæmt að deildin sé enn í gangi. Hefur áhorfendum á leiki snarfækkað að undanförnu á flestum völlum en heil umferð var leikin um helgina.

29 hafa látist af völdum kórónuveirunnar í Hvíta-Rússlandi og eru 2919 staðfest smit en tæpar 10 milljónir búa í landinu.

Aleksandr Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands, hefur ekki miklar áhyggjur af útbreiðslu kórónuveirunnar en alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur, án árangurs, hvatt stjórnvöld í Hvíta-Rússlandi til að beita hertari aðgerðum.

Knattspyrnuiðkun hefur verið stöðvuð um nær allan heim en um páskahelgina var þó leikið í Tævan, Níkaragva, Tadsjikistan og Búrúndí auk Hvíta-Rússlands.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×