Smitum fjölgar á norðanverðum Vestfjörðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. apríl 2020 10:52 Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Tveir einstaklingar með tengsl við hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík, greindust í gær með Covid-19. Smitum heldur áfram að fjölga á norðanverðum Vestfjörðum en í vikunni hefst skimun meðal íbúa fyrir Covid-19. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á Vestfjörðum þar sem fram kemur að alls hafi 74 greinst með Covid-19 frá 26. mars á norðanverðum Vestfjörðum. Í færslu lögreglunnar er þó bent á að hafa þurfi í huga að umrædd talning byggi á lögheimilisskráningu viðkomandi, sem kann að dvelja utan umdæmisins. Þannig sé því til að mynda háttað með hið nýskráða tilvik í Vesturbyggð og hið sama á við um skráða tilvikið í Hólmavík/Ströndum. Þó sé ljóst að smitin séu í vexti en eins og staðan er í dag er sjúkdómurinn bundinn við norðanverða Vestfirði. Engin virk smit eru í Reykhólahreppi, Hólmavík, Árnesi og Kaldrananeshreppi og hið sama á við um Vesturbyggð og Tálknafjörð. Þannig er brýnt fyrir Vestfirðingum, sem og landsmönnum öllum, að halda sig heima finni þeir fyrir flensueinkennum og hafa samband við sína heilsugæslustöð. Á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að í vikunni hefjist skimun meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum fyrir Covid-19. Skimað verður í Bolungarvík og á Ísafirði. Þetta er samvinnuverkefni Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða´. Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Skimað verður miðvikudaginn 15. apríl, fimmtudaginn 16. apríl og föstudaginn 17. apríl á fimm stöðum í Bolungarvík og á Ísafirði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vestfirðir á réttri leið Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að smituðum einstaklingum á svæðinu hefur fjölgað um sex frá 10. apríl. 13. apríl 2020 18:44 Staðfest kórónuveirusmit hjá starfsmanni á Grund Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Ekki er grunur um að smit hafi borist til heimilismanna. 8. apríl 2020 12:00 Annar fluttur frá Bolungarvík á gjörgæslu Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp hópsýking. 7. apríl 2020 19:24 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Tveir einstaklingar með tengsl við hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík, greindust í gær með Covid-19. Smitum heldur áfram að fjölga á norðanverðum Vestfjörðum en í vikunni hefst skimun meðal íbúa fyrir Covid-19. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Lögreglunnar á Vestfjörðum þar sem fram kemur að alls hafi 74 greinst með Covid-19 frá 26. mars á norðanverðum Vestfjörðum. Í færslu lögreglunnar er þó bent á að hafa þurfi í huga að umrædd talning byggi á lögheimilisskráningu viðkomandi, sem kann að dvelja utan umdæmisins. Þannig sé því til að mynda háttað með hið nýskráða tilvik í Vesturbyggð og hið sama á við um skráða tilvikið í Hólmavík/Ströndum. Þó sé ljóst að smitin séu í vexti en eins og staðan er í dag er sjúkdómurinn bundinn við norðanverða Vestfirði. Engin virk smit eru í Reykhólahreppi, Hólmavík, Árnesi og Kaldrananeshreppi og hið sama á við um Vesturbyggð og Tálknafjörð. Þannig er brýnt fyrir Vestfirðingum, sem og landsmönnum öllum, að halda sig heima finni þeir fyrir flensueinkennum og hafa samband við sína heilsugæslustöð. Á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að í vikunni hefjist skimun meðal íbúa á norðanverðum Vestfjörðum fyrir Covid-19. Skimað verður í Bolungarvík og á Ísafirði. Þetta er samvinnuverkefni Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða´. Skimunin er fyrir einstaklinga sem ekki finna fyrir einkennum og er ókeypis. Skimað verður miðvikudaginn 15. apríl, fimmtudaginn 16. apríl og föstudaginn 17. apríl á fimm stöðum í Bolungarvík og á Ísafirði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bolungarvík Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vestfirðir á réttri leið Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að smituðum einstaklingum á svæðinu hefur fjölgað um sex frá 10. apríl. 13. apríl 2020 18:44 Staðfest kórónuveirusmit hjá starfsmanni á Grund Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Ekki er grunur um að smit hafi borist til heimilismanna. 8. apríl 2020 12:00 Annar fluttur frá Bolungarvík á gjörgæslu Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp hópsýking. 7. apríl 2020 19:24 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Vestfirðir á réttri leið Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kemur fram að smituðum einstaklingum á svæðinu hefur fjölgað um sex frá 10. apríl. 13. apríl 2020 18:44
Staðfest kórónuveirusmit hjá starfsmanni á Grund Kórónuveirusmit uppgötvaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund í gær. Þrír starfsmenn hafa verið settir í einangrun eða sóttkví. Ekki er grunur um að smit hafi borist til heimilismanna. 8. apríl 2020 12:00
Annar fluttur frá Bolungarvík á gjörgæslu Þó svo að ástandið á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík teljist ekki gott þá er það orðið stöðugt, eftir að þar blossaði upp hópsýking. 7. apríl 2020 19:24