Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Árleg landgræðsla og skógrækt verður tvöfölduð á næstu fjórum árum, meðal annars með viðamikilli gróðursetningu birkitrjáa sem eiga að dreifa úr sér. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir segjum við frá áformum stjórnvalda varðandi kolefnisbindingu og endurheimt votlendis sem kynnt voru í dag.

Kínversk yfirvöld saka mótmælendur í Hong Kong um alvarleg lögbrot og vanvirðingu við réttarríkið. Í fréttatímanum verður rætt við ræðismann Íslands í Hong Kong sem segir íbúa áhyggjufulla. Þá hefur loks tekist að ná samkomulagi um hverja skuli tilnefna í nokkur af æðstu embættum Evrópusambandsins en fjallað verður nánar um málið í fréttatímanum.

Rætt verður einnig við sóttvarnarlækni sem segir mikilvægt að bæta skimanir fyrir kynsjúkdómum hér á landi. Samkvæmt tölum sem embætti Landlæknis gaf út í dag er vakin athygli á því að tíðni nokkurra kynsjúkdóma hefur aukist að undanförnu.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×