Segja rangt að allir landeigendur séu á móti Reynisfjallsgöngum Kristján Már Unnarsson skrifar 1. desember 2019 15:30 Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps. Stöð 2/Einar Árnason. „Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, í tilefni fullyrðingar Guðna Einarssonar, bónda í Þórisholti, um að Reynisfjallsgöng hafi verið sett inn á aðalskipulag í óþökk allra landeigenda. Sjá hér: Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda „Það hefur verið hreinn meirihluti fyrir málinu í sveitarstjórn frá kosningum árið 2010 þegar þetta mál var sett fram sem baráttumál, þó að hugmyndin eigi sér að sjálfsögðu mun lengri sögu. Nú háttar svo til að enginn ágreiningur er um málið í sveitarstjórn. Mér þykir slæmt að það, sem er lykilatriði, skuli látið kjurrt liggja á meðan landeigandi sem hefur fyrst og fremst umtalsverðra eiginhagsmuna að gæta fær að þyrla upp ryki. Hann hefur svo ég til viti ekkert umboð til að fullyrða um afstöðu annarra landeigenda en sín sjálfs,“ segir Einar oddviti, sem sjálfur býr á Loðmundarstöðum, einum Sólheimabæjanna.Frá Vík. Horft til Reynisdranga. Nýr vegur kæmi fyrir sunnan byggðina.Stöð 2/Einar Árnason.Bryndís F. Harðardóttir, einn eigenda jarðarinnar Reynishóla, gerir einnig athugasemd við orð Guðna. „Guðni Einarsson er landeigandi í Þórisholti ásamt fleirum og hann er ekki talsmaður Reynishverfinga. Landeigendur í Reynishverfi eru miklu fleiri og margir hverjir styðja þessa framkvæmd,“ segir Bryndís. Hún segir stuðning við göngin hafa komið fram í opinberum umsögnum og nefnir eigendur Presthúsa, Lækjarbakka, Reynis, Teigagerðis auk Reynishóla. „Algjört lykilatriði er að með nýjum vegi losnum við við þjóðveginn úr Víkurþorpi. Hann þverar þorpið, er hættulegur og hefur mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Ný úttekt á vegum Vegagerðarinnar sýnir einmitt fram á neikvæð áhrif vegarins á það hvort börn ganga í skólann eða ekki. Núverandi vegstæði býður ekki upp á úrbætur og því nauðsynlegt að færa veginn. Meðalumferð í gegnum Vík er orðin sú sama í nóvember eins og hún var um hásumar 2013 og fjöldi bíla á dag er orðinn yfir 4.000 þegar mest lætur á sumrin núorðið. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að fá nýjan veg heldur en einmitt núna þegar umferðin er orðin jafn mikil og raun ber vitni,“ segir oddvitinn. Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
„Það er alls ekki rétt að allir hlutaðeigandi landeigendur séu á móti verkinu,“ segir Einar Freyr Elínarson, oddviti Mýrdalshrepps, í tilefni fullyrðingar Guðna Einarssonar, bónda í Þórisholti, um að Reynisfjallsgöng hafi verið sett inn á aðalskipulag í óþökk allra landeigenda. Sjá hér: Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda „Það hefur verið hreinn meirihluti fyrir málinu í sveitarstjórn frá kosningum árið 2010 þegar þetta mál var sett fram sem baráttumál, þó að hugmyndin eigi sér að sjálfsögðu mun lengri sögu. Nú háttar svo til að enginn ágreiningur er um málið í sveitarstjórn. Mér þykir slæmt að það, sem er lykilatriði, skuli látið kjurrt liggja á meðan landeigandi sem hefur fyrst og fremst umtalsverðra eiginhagsmuna að gæta fær að þyrla upp ryki. Hann hefur svo ég til viti ekkert umboð til að fullyrða um afstöðu annarra landeigenda en sín sjálfs,“ segir Einar oddviti, sem sjálfur býr á Loðmundarstöðum, einum Sólheimabæjanna.Frá Vík. Horft til Reynisdranga. Nýr vegur kæmi fyrir sunnan byggðina.Stöð 2/Einar Árnason.Bryndís F. Harðardóttir, einn eigenda jarðarinnar Reynishóla, gerir einnig athugasemd við orð Guðna. „Guðni Einarsson er landeigandi í Þórisholti ásamt fleirum og hann er ekki talsmaður Reynishverfinga. Landeigendur í Reynishverfi eru miklu fleiri og margir hverjir styðja þessa framkvæmd,“ segir Bryndís. Hún segir stuðning við göngin hafa komið fram í opinberum umsögnum og nefnir eigendur Presthúsa, Lækjarbakka, Reynis, Teigagerðis auk Reynishóla. „Algjört lykilatriði er að með nýjum vegi losnum við við þjóðveginn úr Víkurþorpi. Hann þverar þorpið, er hættulegur og hefur mjög neikvæð áhrif á samfélagið,“ segir Einar Freyr. „Ný úttekt á vegum Vegagerðarinnar sýnir einmitt fram á neikvæð áhrif vegarins á það hvort börn ganga í skólann eða ekki. Núverandi vegstæði býður ekki upp á úrbætur og því nauðsynlegt að færa veginn. Meðalumferð í gegnum Vík er orðin sú sama í nóvember eins og hún var um hásumar 2013 og fjöldi bíla á dag er orðinn yfir 4.000 þegar mest lætur á sumrin núorðið. Það hefur því aldrei verið mikilvægara að fá nýjan veg heldur en einmitt núna þegar umferðin er orðin jafn mikil og raun ber vitni,“ segir oddvitinn.
Mýrdalshreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15
Reynisfjallsgöng sett inn á aðalskipulag í óþökk landeigenda Við landeigendur vorum mjög ósáttir þegar þetta var sett inn í aðalskipulag og það var gert í óþökk allra landeigenda hér, segir Guðni Einarsson, bóndi í Reynishverfi í Mýrdal. 1. desember 2019 10:59
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent