Erlent

Tenórinn Johan Botha látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Johan Botha.
Johan Botha. Vísir/Getty
Einn af vinsælustu tenórum heims, Johan Botha, er látinn, 51 árs að aldri.

Hann hafði lengi starfað í Óperunni í Vínarborg þar sem hann bjó ásamt eiginkonu og tveimur sonum.

Austurríska blaðið Kurier greinir frá þessu.

Botha fæddist í Suður-Afríku árið 1965 og fluttist að loknu námi til Evrópu.

Hann sló fyrst í gegn á alþjóðavísu eftir hlutverk hans sem Pinkerton í uppfærslu Bastilluóperunnar á Madame Butterfly árið 1993.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×