Lögmenn Trump saka Demókrata um mestu afskipti af kosningum í sögunni Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2020 17:46 Pat Cipollone, sem fer fyrir lögmannateymi forsetans, sagði að ef öldungadeildin myndi dæma forsetann sekan og hrekja hann úr embætti, væri verið að svipta kjósendum þeim rétti að koma skoðun sinni á framfæri í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember næstkomandi. AP Lögmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja „mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. Réttarhöld öldungadeildarinnar vegna ákæru á hendur Trump, þar sem hann er sakaður um embættisbrot, héldu áfram í dag, þar sem lögmenn forsetans hófu loks málsvörn sína. Pat Cipollone, sem fer fyrir lögmannateymi forsetans, sagði að ef öldungadeildin myndi dæma forsetann sekan og hrekja hann úr embætti, væri verið að svipta kjósendum þeim rétti að koma skoðun sinni á framfæri í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember næstkomandi. Sakaður um valdníðslu og að hindra störf þingsins Trump er þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem ákærður er fyrir brot í embætti. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, samþykkti fyrr í mánuðinum að ákæra forsetann fyrir að hafa beitt úkraínsk stjórnvöld þrýsting og hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og einum þeirra sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrata, og syni hans. Er Trump sakaður um valdníðslu og að hafa hindrað störf fulltrúadeildarinnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti sækist eftir að sitja annað kjörtímabil.Getty Mestu afskipti sögunnar Verjendur Trump reyndu í dag að snúa rökum Demókrata um afskipti af forsetakosningum í höndunum á þeim með því að vara við því að bola forseta frá innan við tíu mánuðum áður en bandarísku þjóðinni gefst færi á að greiða atkvæði um hvort Trump eigi að sitja annað kjörtímabil. „Sé litið til alls tals þeirra um afskipti af kosningum […] þá eru þeir hér að standa fyrir mestu afskiptum af kosningum í sögu Bandaríkjanna, og við megum ekki leyfa því að gerast. Það myndi brjóta gegn stjórnarskrá okkar. Það myndi brjóta gegn sögu okkar. Það myndi brjóta gegn skuldbindingum okkar gagnvart framtíðinni,“ sagði Cipollone. Trump hefur hafnað því að hafa haft rangt við. Að öllum líkindum sýknaður Fastlega er búist við að Trump verði sýknaður í réttarhöldum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Tveir þriðju þingmanna þurfa að vara samþykkir því að sakfella forsetann til að honum verði komið frá. Enginn þingmaður öldungadeildarinnar hefur talað fyrir því að sakfella Trump. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Lögmenn Donald Trump Bandaríkjaforseta segja að tilraunir Demókrata að reyna að bola forsetanum úr embætti myndu setja „mjög, mjög hættulegt“ fordæmi á kosningaári. Réttarhöld öldungadeildarinnar vegna ákæru á hendur Trump, þar sem hann er sakaður um embættisbrot, héldu áfram í dag, þar sem lögmenn forsetans hófu loks málsvörn sína. Pat Cipollone, sem fer fyrir lögmannateymi forsetans, sagði að ef öldungadeildin myndi dæma forsetann sekan og hrekja hann úr embætti, væri verið að svipta kjósendum þeim rétti að koma skoðun sinni á framfæri í forsetakosningunum sem fram fara 3. nóvember næstkomandi. Sakaður um valdníðslu og að hindra störf þingsins Trump er þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem ákærður er fyrir brot í embætti. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem Demókratar eru í meirihluta, samþykkti fyrr í mánuðinum að ákæra forsetann fyrir að hafa beitt úkraínsk stjórnvöld þrýsting og hefja rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og einum þeirra sem sækist eftir að verða forsetaefni Demókrata, og syni hans. Er Trump sakaður um valdníðslu og að hafa hindrað störf fulltrúadeildarinnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti sækist eftir að sitja annað kjörtímabil.Getty Mestu afskipti sögunnar Verjendur Trump reyndu í dag að snúa rökum Demókrata um afskipti af forsetakosningum í höndunum á þeim með því að vara við því að bola forseta frá innan við tíu mánuðum áður en bandarísku þjóðinni gefst færi á að greiða atkvæði um hvort Trump eigi að sitja annað kjörtímabil. „Sé litið til alls tals þeirra um afskipti af kosningum […] þá eru þeir hér að standa fyrir mestu afskiptum af kosningum í sögu Bandaríkjanna, og við megum ekki leyfa því að gerast. Það myndi brjóta gegn stjórnarskrá okkar. Það myndi brjóta gegn sögu okkar. Það myndi brjóta gegn skuldbindingum okkar gagnvart framtíðinni,“ sagði Cipollone. Trump hefur hafnað því að hafa haft rangt við. Að öllum líkindum sýknaður Fastlega er búist við að Trump verði sýknaður í réttarhöldum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar eru í meirihluta. Tveir þriðju þingmanna þurfa að vara samþykkir því að sakfella forsetann til að honum verði komið frá. Enginn þingmaður öldungadeildarinnar hefur talað fyrir því að sakfella Trump.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fleiri fréttir Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Sjá meira
Þingmenn að farast úr leiðindum Miðað við fyrstu viðbrögð öldungadeildarþingmanna Repúblikanaflokksins, sem hafa rætt við fjölmiðla í hléum á réttarhöldunum gegn Donald Trump, forseta, er ekki útlit fyrir að málflutningur flutningsmanna fulltrúadeildarinnar hafi áhrif á þá. 24. janúar 2020 10:36