Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Tryggvi Páll Tryggvason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 16. apríl 2020 11:12 Frá Alþingi í dag. Jón Þór taldi 26 manns en hér má sjá átján þingmenn. Vísir/Egill Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. Áður en fyrsta mál á dagskrá, óundirbúnar fyrirspurnir, hófst óskaði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, eftir því að taka til máls um fundarstjórn forseta. Jón Þór benti á að saman komnir í þingsalnum væru að minnsta kosti 26 þingmenn sem stangaðist á við tilmæli sóttvarnarlæknis um að ekki skuli koma saman fleiri en tuttugu í einu. Á dagskrá þingfundarins í dag voru nokkur mál sem átti að taka til fyrstu umræðu sem ekki tengjast viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm,“ hóf Jón Þór að telja og taldi hann alls 26 í salnum. „Og það eru bara þeir sem ég sé“. „Við þurfum að koma hingað og benda þingforseta á að hann er ekki að fara í samræmi við það að sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samræmi við það sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samfélaginu um að virða þetta samkomubann,“ sagði Jón Þór. „Hann veit það að ef að hann er að fara að setja mál á dagskrá sem er ágreiningur um þá að sjálfsögðu mætum við þingmenn hérna og virðum lýðræðið. Samt ákvað hann að halda þessu til streitu að halda þingfundinn svona og halda dagskránni svona,“ sagði Jón Þór. Að lokinni ræðu Jóns Þórs sleit forseti þingfundi. „Til næsta fundar verður boðað með dagskrá. Fundi er slitið,“ sagði Steingrímur og heyrðist þá Jón Þór kalla „gott“. Nánar verður rætt við Steingrím og Jón Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar en myndband af ræðu Jóns Þórs má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira
Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. Áður en fyrsta mál á dagskrá, óundirbúnar fyrirspurnir, hófst óskaði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, eftir því að taka til máls um fundarstjórn forseta. Jón Þór benti á að saman komnir í þingsalnum væru að minnsta kosti 26 þingmenn sem stangaðist á við tilmæli sóttvarnarlæknis um að ekki skuli koma saman fleiri en tuttugu í einu. Á dagskrá þingfundarins í dag voru nokkur mál sem átti að taka til fyrstu umræðu sem ekki tengjast viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm,“ hóf Jón Þór að telja og taldi hann alls 26 í salnum. „Og það eru bara þeir sem ég sé“. „Við þurfum að koma hingað og benda þingforseta á að hann er ekki að fara í samræmi við það að sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samræmi við það sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samfélaginu um að virða þetta samkomubann,“ sagði Jón Þór. „Hann veit það að ef að hann er að fara að setja mál á dagskrá sem er ágreiningur um þá að sjálfsögðu mætum við þingmenn hérna og virðum lýðræðið. Samt ákvað hann að halda þessu til streitu að halda þingfundinn svona og halda dagskránni svona,“ sagði Jón Þór. Að lokinni ræðu Jóns Þórs sleit forseti þingfundi. „Til næsta fundar verður boðað með dagskrá. Fundi er slitið,“ sagði Steingrímur og heyrðist þá Jón Þór kalla „gott“. Nánar verður rætt við Steingrím og Jón Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar en myndband af ræðu Jóns Þórs má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Sjá meira