Taldi þingmenn og skammaði forseta Alþingis sem sleit þingfundi eftir örfáar mínútur Tryggvi Páll Tryggvason og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 16. apríl 2020 11:12 Frá Alþingi í dag. Jón Þór taldi 26 manns en hér má sjá átján þingmenn. Vísir/Egill Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. Áður en fyrsta mál á dagskrá, óundirbúnar fyrirspurnir, hófst óskaði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, eftir því að taka til máls um fundarstjórn forseta. Jón Þór benti á að saman komnir í þingsalnum væru að minnsta kosti 26 þingmenn sem stangaðist á við tilmæli sóttvarnarlæknis um að ekki skuli koma saman fleiri en tuttugu í einu. Á dagskrá þingfundarins í dag voru nokkur mál sem átti að taka til fyrstu umræðu sem ekki tengjast viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm,“ hóf Jón Þór að telja og taldi hann alls 26 í salnum. „Og það eru bara þeir sem ég sé“. „Við þurfum að koma hingað og benda þingforseta á að hann er ekki að fara í samræmi við það að sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samræmi við það sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samfélaginu um að virða þetta samkomubann,“ sagði Jón Þór. „Hann veit það að ef að hann er að fara að setja mál á dagskrá sem er ágreiningur um þá að sjálfsögðu mætum við þingmenn hérna og virðum lýðræðið. Samt ákvað hann að halda þessu til streitu að halda þingfundinn svona og halda dagskránni svona,“ sagði Jón Þór. Að lokinni ræðu Jóns Þórs sleit forseti þingfundi. „Til næsta fundar verður boðað með dagskrá. Fundi er slitið,“ sagði Steingrímur og heyrðist þá Jón Þór kalla „gott“. Nánar verður rætt við Steingrím og Jón Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar en myndband af ræðu Jóns Þórs má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Þingfundur sem hófst klukkan hálf ellefu í morgun var slegin af aðeins nokkrum mínútum eftir að hann hófst í morgun. Áður en fyrsta mál á dagskrá, óundirbúnar fyrirspurnir, hófst óskaði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, eftir því að taka til máls um fundarstjórn forseta. Jón Þór benti á að saman komnir í þingsalnum væru að minnsta kosti 26 þingmenn sem stangaðist á við tilmæli sóttvarnarlæknis um að ekki skuli koma saman fleiri en tuttugu í einu. Á dagskrá þingfundarins í dag voru nokkur mál sem átti að taka til fyrstu umræðu sem ekki tengjast viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum. „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm,“ hóf Jón Þór að telja og taldi hann alls 26 í salnum. „Og það eru bara þeir sem ég sé“. „Við þurfum að koma hingað og benda þingforseta á að hann er ekki að fara í samræmi við það að sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samræmi við það sem að er búið að gefa yfirlýsingar um í samfélaginu um að virða þetta samkomubann,“ sagði Jón Þór. „Hann veit það að ef að hann er að fara að setja mál á dagskrá sem er ágreiningur um þá að sjálfsögðu mætum við þingmenn hérna og virðum lýðræðið. Samt ákvað hann að halda þessu til streitu að halda þingfundinn svona og halda dagskránni svona,“ sagði Jón Þór. Að lokinni ræðu Jóns Þórs sleit forseti þingfundi. „Til næsta fundar verður boðað með dagskrá. Fundi er slitið,“ sagði Steingrímur og heyrðist þá Jón Þór kalla „gott“. Nánar verður rætt við Steingrím og Jón Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar en myndband af ræðu Jóns Þórs má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira