Hættur við forsetaframboð Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. maí 2020 14:49 Magnús Ingberg Jónsson. Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá í dag. „Það virðist ekki vera að þessi rafræna söfnun gangi upp fyrir þá sem eru ekki þjóðþekktir,“ segir Magnús. Hann kveðst í raun ekki hafa staðið í virku framboði og hafi ekki safnað undirskriftum upp á gamla mátann líkt og hann gerði þegar hann bauð sig fram í síðustu forsetakosningum árið 2016. „Síðast var ég að safna upp undir 150 á dag. En þetta er ekkert nálægt því. Ég ætlaði að láta reyna á þessa netsöfnun en hún virðist ekki virka. Þannig að ég leit svo á að þessu væri bara sjálfhætt.“ Magnús er fimmtugur fimm barna faðir búsettur á Selfossi. Hann er verktaki sem gerir út malarnámu með reynslu úr ferðaþjónustu og menntaður fiskeldisfræðingur. Líkt og áður segir bauð hann sig einnig fram til forseta fyrir fjórum árum en náði ekki nauðsynlegum undirskriftafjölda. Guðni Th. Jóhannesson, sem gegnt hefur forsetaembættinu síðustu fjögur ár, sækist eftir endurkjöri nú en auk hans og Magnúsar eru einnig í framboði þeir Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson og Kristján Örn Elíasson. Guðni safnaði tilskildum undirskriftum á klukkustund daginn sem hann tilkynnti um framboð sitt. RÚV greindi svo frá því í gær að Guðni og Guðmundur Franklín Jónsson hefðu báðir skilað inn meðmælendalistum til yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi vegna forsetaframboða sinna. Undirskriftasöfnun í ár er rafræn í fyrsta skipti vegna kórónuveirufaraldursins. Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní næstkomandi. Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Fréttamenn rákust á Guðna Th. Jóhannesson þar sem hann spókaði sig við Reykjavíkurtjörn í góða veðrinu í dag. 15. maí 2020 19:04 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Tveir bætast í baráttuna um Bessastaði Nú hafa tveir karlmenn bæst við hóp þeirra sem sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara í júní, að því gefnu að fleiri nái tilskyldum fjölda meðmælenda en núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson. 13. maí 2020 23:20 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Magnús Ingberg Jónsson, verktaki og forsetaframbjóðandi, er hættur við forsetaframboð sitt. Þetta staðfestir hann í samtali við Vísi en Fréttablaðið greindi fyrst frá í dag. „Það virðist ekki vera að þessi rafræna söfnun gangi upp fyrir þá sem eru ekki þjóðþekktir,“ segir Magnús. Hann kveðst í raun ekki hafa staðið í virku framboði og hafi ekki safnað undirskriftum upp á gamla mátann líkt og hann gerði þegar hann bauð sig fram í síðustu forsetakosningum árið 2016. „Síðast var ég að safna upp undir 150 á dag. En þetta er ekkert nálægt því. Ég ætlaði að láta reyna á þessa netsöfnun en hún virðist ekki virka. Þannig að ég leit svo á að þessu væri bara sjálfhætt.“ Magnús er fimmtugur fimm barna faðir búsettur á Selfossi. Hann er verktaki sem gerir út malarnámu með reynslu úr ferðaþjónustu og menntaður fiskeldisfræðingur. Líkt og áður segir bauð hann sig einnig fram til forseta fyrir fjórum árum en náði ekki nauðsynlegum undirskriftafjölda. Guðni Th. Jóhannesson, sem gegnt hefur forsetaembættinu síðustu fjögur ár, sækist eftir endurkjöri nú en auk hans og Magnúsar eru einnig í framboði þeir Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson og Kristján Örn Elíasson. Guðni safnaði tilskildum undirskriftum á klukkustund daginn sem hann tilkynnti um framboð sitt. RÚV greindi svo frá því í gær að Guðni og Guðmundur Franklín Jónsson hefðu báðir skilað inn meðmælendalistum til yfirkjörstjórnar í Suðvesturkjördæmi vegna forsetaframboða sinna. Undirskriftasöfnun í ár er rafræn í fyrsta skipti vegna kórónuveirufaraldursins. Forsetakosningar fara fram laugardaginn 27. júní næstkomandi.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Fréttamenn rákust á Guðna Th. Jóhannesson þar sem hann spókaði sig við Reykjavíkurtjörn í góða veðrinu í dag. 15. maí 2020 19:04 Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00 Tveir bætast í baráttuna um Bessastaði Nú hafa tveir karlmenn bæst við hóp þeirra sem sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara í júní, að því gefnu að fleiri nái tilskyldum fjölda meðmælenda en núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson. 13. maí 2020 23:20 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Guðni forseti spókar sig við Reykjavíkurtjörn Fréttamenn rákust á Guðna Th. Jóhannesson þar sem hann spókaði sig við Reykjavíkurtjörn í góða veðrinu í dag. 15. maí 2020 19:04
Karlarnir fimm sem vilja taka slaginn við Guðna Arngrímur Friðrik Pálmason, Axel Pétur Axelsson, Guðmundur Franklín Jónsson Kristján Örn Elíasson og Magnús Ingiberg Jónsson. Þetta eru þeir fimm sem standa nú í undirskriftasöfnun til að geta boðið fram krafta sína til embættis forseta Íslands næstu fjögur árin. 15. maí 2020 09:00
Tveir bætast í baráttuna um Bessastaði Nú hafa tveir karlmenn bæst við hóp þeirra sem sækjast eftir kjöri til embættis Forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara í júní, að því gefnu að fleiri nái tilskyldum fjölda meðmælenda en núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson. 13. maí 2020 23:20