Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 8. mars 2020 13:51 Kári Stefánsson er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. vísir/vilhelm Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Þetta staðfesti Kári í samtali við fréttastofu. Kári segir skimunina líklega byrja um miðja næstu viku. Búið sé að panta efnivið og tæki. „Þetta verður að öllum líkindum gert þannig að það verði send út tilkynning einhverskonar, vonandi frá landlæknisembættinu, um að þeim standi til boða ef það er með kvef eða hósta eða hita eða beinverki að koma á ákveðinn stað þar sem það gefi lífsýni í gegn um glugga á bíl og síðan yrði því komið til okkar og við myndum skima og raðgreina og senda niðurstöðu til sóttvarnarlæknis.“ Hann segist gera ráð fyrir því að vinna Íslenskrar erfðagreiningar verði undir stjórn sóttvarnarlæknis. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sjá einnig: Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda„Það sem hafði gerst áður var það að við buðumst til að skima fyrir veirunni, raðgreina hana til að búa til skilning á því hvernig hún hreyfist í samfélaginu en Vísindasiðanefnd og Persónuvernd upphaflega komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki þjónusta við heilbrigðiskerfið heldur vísindarannsókn sem er alrangt,“ segir Kári Stefánsson í samtali við fréttastofu. „Það hreyfði svolítið við okkur vegna þess að það er búið að gerast allt of oft í gegn um tíðina að þegar við höfum sagt að við ætlum að gera eitthvað í ákveðnum tilgangi þá hafa þessar stofnanir komist að þeirri niðurstöðu að sá möguleiki væri ekki fyrir hendi, að við værum að gera þetta í allt öðrum tilgangi.“ Hann segir það þó þurfa að bera í huga að starf Vísindasiðanefndar og Persónuverndar sé erfitt. Það sé mikilvægt og stofnanirnar mikilvægar í okkar samfélagi og hafi yfirleitt unnið sína vinnu afskaplega vel. „Ég hef ekki undan neinu að kvarta þegar kemur að vinnu Vísindasiðanefndar eða Persónuverndar í samskiptum þeirra við okkur fyrir utan einstaka tilvik, eins og þetta.“ „Ég auðvitað brást við því eins og sá hvatvísi fantur sem ég er en ég lít á það sem forréttindi að fá að éta orð mín ofan í mig og segja ykkur að jú, við ætlum að fara af stað og við ætlum að skima og við ætlum að raðgreina þessa veiru þar sem hún finnst. Við ætlum að vera hluti af því teymi sem er að takast á við þennan faraldur.“ Hann segir þetta teymi, sem samanstendur af Almannavörnum, Landlækni, lögreglunni og fleirum, hafa unnið afburðargóða vinnu og hann segist viss um að hvergi í heiminum hafi undirbúningurinn verið betri en hér á landi.Fréttin var uppfærð klukkan 16:08 þegar viðtali við Kára Stefánsson var bætt við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Þetta staðfesti Kári í samtali við fréttastofu. Kári segir skimunina líklega byrja um miðja næstu viku. Búið sé að panta efnivið og tæki. „Þetta verður að öllum líkindum gert þannig að það verði send út tilkynning einhverskonar, vonandi frá landlæknisembættinu, um að þeim standi til boða ef það er með kvef eða hósta eða hita eða beinverki að koma á ákveðinn stað þar sem það gefi lífsýni í gegn um glugga á bíl og síðan yrði því komið til okkar og við myndum skima og raðgreina og senda niðurstöðu til sóttvarnarlæknis.“ Hann segist gera ráð fyrir því að vinna Íslenskrar erfðagreiningar verði undir stjórn sóttvarnarlæknis. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sjá einnig: Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda„Það sem hafði gerst áður var það að við buðumst til að skima fyrir veirunni, raðgreina hana til að búa til skilning á því hvernig hún hreyfist í samfélaginu en Vísindasiðanefnd og Persónuvernd upphaflega komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki þjónusta við heilbrigðiskerfið heldur vísindarannsókn sem er alrangt,“ segir Kári Stefánsson í samtali við fréttastofu. „Það hreyfði svolítið við okkur vegna þess að það er búið að gerast allt of oft í gegn um tíðina að þegar við höfum sagt að við ætlum að gera eitthvað í ákveðnum tilgangi þá hafa þessar stofnanir komist að þeirri niðurstöðu að sá möguleiki væri ekki fyrir hendi, að við værum að gera þetta í allt öðrum tilgangi.“ Hann segir það þó þurfa að bera í huga að starf Vísindasiðanefndar og Persónuverndar sé erfitt. Það sé mikilvægt og stofnanirnar mikilvægar í okkar samfélagi og hafi yfirleitt unnið sína vinnu afskaplega vel. „Ég hef ekki undan neinu að kvarta þegar kemur að vinnu Vísindasiðanefndar eða Persónuverndar í samskiptum þeirra við okkur fyrir utan einstaka tilvik, eins og þetta.“ „Ég auðvitað brást við því eins og sá hvatvísi fantur sem ég er en ég lít á það sem forréttindi að fá að éta orð mín ofan í mig og segja ykkur að jú, við ætlum að fara af stað og við ætlum að skima og við ætlum að raðgreina þessa veiru þar sem hún finnst. Við ætlum að vera hluti af því teymi sem er að takast á við þennan faraldur.“ Hann segir þetta teymi, sem samanstendur af Almannavörnum, Landlækni, lögreglunni og fleirum, hafa unnið afburðargóða vinnu og hann segist viss um að hvergi í heiminum hafi undirbúningurinn verið betri en hér á landi.Fréttin var uppfærð klukkan 16:08 þegar viðtali við Kára Stefánsson var bætt við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38