Bankar lýsa áhyggjum sínum af frumvarpi ferðamálaráðherra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. maí 2020 09:26 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fyrir aftan hana má sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Bankarnir segja hættu fólgna í frumvarpinu. RÚV greinir frá þessu. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar gildir inneignarnótan sem fæst í endurgreiðslu í ár. Verði inneignarnótan ekki nýtt innan þess tíma gefst fólki svo kostur á því að fá ferðir sínar endurgreiddar í peningum. Lögmenn bæði Arion og Íslandsbanka telja að frumvarpið geti rýrt þann rétt sem neytendur hafa gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjunum. Eins og staðan er núna geta þeir sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrir ferðir sem ekki voru farnar, en fresturinn til þess er átján mánuðir frá greiðslu. Íslandsbanki hefur skilað inn umsögn þar sem áhyggjum af áhrifum frumvarpsins á neytendur er lýst.Vísir/Vilhelm Vara við tvenns konar réttarskerðingu Lögmenn bankanna segja að frumvarpið geti rýrt rétt neytenda á tvennan hátt. Þeir benda á að fólk muni ekki getað sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrr en að ári liðnu. Þá geti frestur til að krefjast endurgreiðslu verið liðinn, sökum þess hversu margir bóka og greiða tímanlega fyrir ferðalög sín. Þá er einnig bent á að endurgreiðsla í formi inneignarnótu gæti komið í veg fyrir að fólk fái endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum, en eitt skilyrði þess er að hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá seljanda en verið hafnað um hana. „Þá er óvíst hvort alþjóðlegar kortasamsteypur víki frá skilmálum sínum þó svo að lögum einstakra ríkja verði breytt þannig að þau kunni að brjóta gegn skilmálunum. Það er því ljóst að huga þarf að þessum atriðum við meðferð málsins,“ segir í umsögn Íslandsbanka. Þá segir í umsögn Arion banka að bankinn sé mótfallinn frumvarpinu. Eins tekur bankinn undir sjónarmið Neytendastofu um að neytendum séu ekki tryggðar fullar endurgreiðslur í samræmi við lög og skilmála sem í gildi voru þegar kaup áttu sér stað. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið það út að þau séu fylgjandi frumvarpinu. BSRB, ASÍ og Neytendasamtökin hafa hins vegar lagst gegn því. Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 7. maí 2020 18:19 Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Arion banki og Íslandsbanki hafa varað við frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra sem heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneignarnótum í stað peninga fyrir ferðir sem ekki voru farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Bankarnir segja hættu fólgna í frumvarpinu. RÚV greinir frá þessu. Samkvæmt frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar gildir inneignarnótan sem fæst í endurgreiðslu í ár. Verði inneignarnótan ekki nýtt innan þess tíma gefst fólki svo kostur á því að fá ferðir sínar endurgreiddar í peningum. Lögmenn bæði Arion og Íslandsbanka telja að frumvarpið geti rýrt þann rétt sem neytendur hafa gagnvart ferðaþjónustufyrirtækjunum. Eins og staðan er núna geta þeir sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrir ferðir sem ekki voru farnar, en fresturinn til þess er átján mánuðir frá greiðslu. Íslandsbanki hefur skilað inn umsögn þar sem áhyggjum af áhrifum frumvarpsins á neytendur er lýst.Vísir/Vilhelm Vara við tvenns konar réttarskerðingu Lögmenn bankanna segja að frumvarpið geti rýrt rétt neytenda á tvennan hátt. Þeir benda á að fólk muni ekki getað sótt um endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum fyrr en að ári liðnu. Þá geti frestur til að krefjast endurgreiðslu verið liðinn, sökum þess hversu margir bóka og greiða tímanlega fyrir ferðalög sín. Þá er einnig bent á að endurgreiðsla í formi inneignarnótu gæti komið í veg fyrir að fólk fái endurgreiðslu hjá kortafyrirtækjum sínum, en eitt skilyrði þess er að hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá seljanda en verið hafnað um hana. „Þá er óvíst hvort alþjóðlegar kortasamsteypur víki frá skilmálum sínum þó svo að lögum einstakra ríkja verði breytt þannig að þau kunni að brjóta gegn skilmálunum. Það er því ljóst að huga þarf að þessum atriðum við meðferð málsins,“ segir í umsögn Íslandsbanka. Þá segir í umsögn Arion banka að bankinn sé mótfallinn frumvarpinu. Eins tekur bankinn undir sjónarmið Neytendastofu um að neytendum séu ekki tryggðar fullar endurgreiðslur í samræmi við lög og skilmála sem í gildi voru þegar kaup áttu sér stað. Samtök ferðaþjónustunnar hafa gefið það út að þau séu fylgjandi frumvarpinu. BSRB, ASÍ og Neytendasamtökin hafa hins vegar lagst gegn því.
Íslenskir bankar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Neytendur Tengdar fréttir Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 7. maí 2020 18:19 Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15 ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03 Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Spyr hvernig hægt verði að ferðast innanlands með ferðasjóðinn fastan í ferð sem ekki verður farin „Það er hreint ótrúlegt að einhverjum þyki bara í lagi að ganga á stjórnarskrárvarinn rétt fólks og vilji skikka fólk til að gerast lánveitendur ferðaskrifstofa að þeim forspurðum, vaxtalaust og með óvissu um endurgreiðslu,“ skrifar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna 7. maí 2020 18:19
Neytendasamtökin með á annað hundrað mála í vinnslu Málum hefur fjölgað um 70 prósent hjá Neytendasamtökunum á þessu ári og varða þau allt að 600 hundruð manns. Flestir leita þangað með endurgreiðslukröfur á fyrirtæki tengdum kórónuveirufaraldrinum. 2. maí 2020 11:15
ESB segir neytendur eiga skýlausan rétt á endurgreiðslu fyrir ferðir sem falla niður Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins undirstrikar í dag að flugfélög og seljendur pakkaferða verði að endurgreiða farþegum sínum falli ferðir þeirra niður. 13. maí 2020 11:03