Rúnar man vel eftir Twitter-færslu eftir jafntefli gegn Val á Íslandsmeistaratímabilinu Anton Ingi Leifsson skrifar 18. maí 2020 08:30 Rúnar Páll Sigmundsson rifjaði upp ótrúlegt tímabil Stjörnumanna árið 2014 með Gumma Ben í síðustu viku. MYND/STÖÐ 2 SPORT Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var einnig þjálfari liðsins er liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í karlaflokki árið 2014. Í byrjum sumars, eftir jafntefli gegn Val á heimavelli, vildu einhverjir stuðningsmenn fá Rúnar burt og hann man vel eftir því. Rúnar tók við Stjörnunni fyrir tímabilið og gerði sér lítið fyrir og gerði liðið að Íslandsmeisturum en liðið tapaði ekki leik í Pepsi-deildinni allt sumarið. Eftir jafntefli gegn Val í 5. umferð voru ekki allir Stjörnumenn sáttir. „Þarna man ég að það hafi komið einhver færsla á þessum skemmtilega samskiptamiðli, Twitter, um „Rúnar out“ eftir þennan leik. Það man ég vel eftir,“ sagði Rúnar Páll í Sportinu í kvöld þar sem hann ræddi við Gumma Ben um þetta frábæra sumar hjá Stjörnunni. Stjarnan hafði þá unnið tvo fyrstu leikina og gert síðan þrjú jafntefli í röð en Rúnar segist ekki fylgjast mikið með þessum miðlum. Hann hafi heyrt af þessu frá Victor Olsen, framkvæmdarstjóra Stjörnunnar, og sagði Rúnar í kaldhæðnislegum tón að þeir hefðu kannski bara átt að reka hann. „Nei, ekkert. Ég heyrði þetta frá Victori Inga Olsen sem var mikið inn í þessu. Það var eftir þennan leik að fólk myndi fá mig í burtu. Þetta var ekki nógu gott. Þeir hefðu kannski betur átt að gera það.“ Sem betur fer fyrir Stjörnuna gerðu þeir það ekki því eins og áður segir stýrði Rúnar liðinu til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils þetta sumar en liðið vann FH í frægum úrslitaleik í Kaplakrika. Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar um Twitter Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var einnig þjálfari liðsins er liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn í karlaflokki árið 2014. Í byrjum sumars, eftir jafntefli gegn Val á heimavelli, vildu einhverjir stuðningsmenn fá Rúnar burt og hann man vel eftir því. Rúnar tók við Stjörnunni fyrir tímabilið og gerði sér lítið fyrir og gerði liðið að Íslandsmeisturum en liðið tapaði ekki leik í Pepsi-deildinni allt sumarið. Eftir jafntefli gegn Val í 5. umferð voru ekki allir Stjörnumenn sáttir. „Þarna man ég að það hafi komið einhver færsla á þessum skemmtilega samskiptamiðli, Twitter, um „Rúnar out“ eftir þennan leik. Það man ég vel eftir,“ sagði Rúnar Páll í Sportinu í kvöld þar sem hann ræddi við Gumma Ben um þetta frábæra sumar hjá Stjörnunni. Stjarnan hafði þá unnið tvo fyrstu leikina og gert síðan þrjú jafntefli í röð en Rúnar segist ekki fylgjast mikið með þessum miðlum. Hann hafi heyrt af þessu frá Victor Olsen, framkvæmdarstjóra Stjörnunnar, og sagði Rúnar í kaldhæðnislegum tón að þeir hefðu kannski bara átt að reka hann. „Nei, ekkert. Ég heyrði þetta frá Victori Inga Olsen sem var mikið inn í þessu. Það var eftir þennan leik að fólk myndi fá mig í burtu. Þetta var ekki nógu gott. Þeir hefðu kannski betur átt að gera það.“ Sem betur fer fyrir Stjörnuna gerðu þeir það ekki því eins og áður segir stýrði Rúnar liðinu til síns fyrsta Íslandsmeistaratitils þetta sumar en liðið vann FH í frægum úrslitaleik í Kaplakrika. Klippa: Sportið í kvöld - Rúnar um Twitter Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Sportið í kvöld Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Sjá meira