Fótbolti

Mikael spilaði þegar Midtjylland styrkti stöðu sína á toppnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Mikael Neville Anderson
Mikael Neville Anderson vísir/getty

Mikael Neville Anderson lék síðasta hálftímann í 0-2 sigri Midtjylland á Randers í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 

Mikael kom inná þegar staðan var orðin 0-2 en Alexander Scholz, fyrrum leikmaður Stjörnunnar, kom Midtjylland á bragðið á 26.mínútu og Evander tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks.

Fyrr í kvöld gerðu Bröndby og Nordsjælland 2-2 jafntefli þar sem Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í vörn Bröndby en þessi lið eru í 4. og 5.sæti deildarinnar.

Mikael og félagar í Midtjylland hafa 12 stiga forystu á toppi deildarinnar eftir leiki helgarinnar en FCK, sem er í 2.sæti, fór illa að ráði sínu í dag þegar liðið tapaði fyrir Horsens á heimavelli, 0-1.

 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×