Tveir íslenskir handboltamenn komu við sögu í leikjum kvöldsins í þýsku Bundesligunni.
Oddur Gretarsson skoraði fjögur mörk úr sex skotum fyrir Balingen þegar liðið gerði jafntefli við Minden, 26-26, í fallbaráttuslag en Minden jafnaði metin á lokasekúndu leiksins.
Á sama tíma gerði Viggó Kristjánsson tvö mörk úr þremur skotum þegar lið hans, Wetzlar, beið lægri hlut fyrir Melsungen, 28-26.
Wetzlar siglir lygnan sjó um miðjan deild á meðan Oddur og félagar í Balingen eru stigi frá fallsvæðinu.

