Pálmi segir markmið KR einfalt: „Það er alltaf stefnt á titil hér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 19:00 Pálmi Rafn og Óskar Örn Hauksson fagna með Íslandsmeistaratitilinn fyrir framan elliheimilið Grund síðasta haust. Mynd/Twitter-síða Pálma Rafns Íslandsmeistarar KR hafa æft vel síðustu vikur en Pálmi Rafn Pálmason segir það hafa verið tómt puð. Guðjón Guðmundsson ræddi aðeins við Pálma Rafn um komandi tímabil í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Þetta hefur gengið vel finnst mér. Erum búnir að vera einir að æfa í töluverðan tíma og aðallega að hlaupa sem er ekki það skemmtilegasta sem við fótboltamenn getum ímyndað okkur en það hefur valdið því að við erum í hörku formi, ætla ég allavega að vona,“ sagði Pálmi Rafn er Gaupi ræddi við hann í Frostaskjólinu. „Það er það skemmtilega við þetta, færri æfingar og fleiri leikir. Ég held það fagni allir leikmenn því. Þetta er svona eins og þegar Evrópu prógramið byrjar, þá eru þetta tveir til þrír leikir á viku og það er ógeðslega gaman. Við hlökkum til,“ sagði Pálmi óhræddur við leikjaálag sumarsins. „Maður vill auðvitað bara vera í fótbolta. Ég fór ekkert að æfa fótbolta til að hlaupa, ég vill bara vera með bolta við fæturnar og það gildir um alla leikmenn. Þannig að það er það skemmtilegasta sem við gerum og auðvitað mikilvægt líka.“ „Ég hugsa að Valur og Breiðablik verði mjög sterk. FH er alltaf FH, það er aldrei hægt að afskrifa neitt þó gengið hafi ekki verið sérstakt í vetur og sama með Stjörnuna. Þetta eru þessi lið og svo er rosalega mikið talað um Víking en þeir eiga eftir að sanna það hvort þeir verði í þessari baráttu.“ „Þeir greinilega stefna á það og ætla sér það, þeir voru með skemmtilegt lið í fyrra og gekk vel þannig að þeir gætu blandað sér í þetta ef allt smellur. Svo ég held það verði töluvert mörg lið að berjast um þetta,“ sagði Pálmi um toppbaráttuna sem gæti orðið æsispennandi í sumar. „Við nálgumst Norðurlöndin hægt og rólega en við erum náttúrulega ekkert á sama stað og það sýndi sig til að mynda hjá okkur í fyrra. En við erum á uppleið, það er fullt af góðum leikmönnum að koma upp og það er ótrúlega spennandi.“ „Það er alltaf stefnt á titil hér,“ sagði Pálmi að lokum um markmið KR í sumar. Klippa: Pálmi Rafn ræðir komandi sumar KR Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Íslandsmeistarar KR hafa æft vel síðustu vikur en Pálmi Rafn Pálmason segir það hafa verið tómt puð. Guðjón Guðmundsson ræddi aðeins við Pálma Rafn um komandi tímabil í Sportpakka kvöldsins á Stöð 2. Innslagið má sjá í heild sinni neðst í fréttinni. „Þetta hefur gengið vel finnst mér. Erum búnir að vera einir að æfa í töluverðan tíma og aðallega að hlaupa sem er ekki það skemmtilegasta sem við fótboltamenn getum ímyndað okkur en það hefur valdið því að við erum í hörku formi, ætla ég allavega að vona,“ sagði Pálmi Rafn er Gaupi ræddi við hann í Frostaskjólinu. „Það er það skemmtilega við þetta, færri æfingar og fleiri leikir. Ég held það fagni allir leikmenn því. Þetta er svona eins og þegar Evrópu prógramið byrjar, þá eru þetta tveir til þrír leikir á viku og það er ógeðslega gaman. Við hlökkum til,“ sagði Pálmi óhræddur við leikjaálag sumarsins. „Maður vill auðvitað bara vera í fótbolta. Ég fór ekkert að æfa fótbolta til að hlaupa, ég vill bara vera með bolta við fæturnar og það gildir um alla leikmenn. Þannig að það er það skemmtilegasta sem við gerum og auðvitað mikilvægt líka.“ „Ég hugsa að Valur og Breiðablik verði mjög sterk. FH er alltaf FH, það er aldrei hægt að afskrifa neitt þó gengið hafi ekki verið sérstakt í vetur og sama með Stjörnuna. Þetta eru þessi lið og svo er rosalega mikið talað um Víking en þeir eiga eftir að sanna það hvort þeir verði í þessari baráttu.“ „Þeir greinilega stefna á það og ætla sér það, þeir voru með skemmtilegt lið í fyrra og gekk vel þannig að þeir gætu blandað sér í þetta ef allt smellur. Svo ég held það verði töluvert mörg lið að berjast um þetta,“ sagði Pálmi um toppbaráttuna sem gæti orðið æsispennandi í sumar. „Við nálgumst Norðurlöndin hægt og rólega en við erum náttúrulega ekkert á sama stað og það sýndi sig til að mynda hjá okkur í fyrra. En við erum á uppleið, það er fullt af góðum leikmönnum að koma upp og það er ótrúlega spennandi.“ „Það er alltaf stefnt á titil hér,“ sagði Pálmi að lokum um markmið KR í sumar. Klippa: Pálmi Rafn ræðir komandi sumar
KR Fótbolti Íslenski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira