Mountaineers of Iceland viðurkennir afdrifarík mistök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. janúar 2020 16:49 Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. Afdrifarík mistök hafi verið gerð sem valdið hafi meiriháttar útkalli björgunarsveita og því að ferðalangarnir voru að frjósa í snjónum í átta klukkustundir. Haukur var fyrir svörum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann þakkar björgunarsveitarfólki og viðbragðsaðilum auk starfsfólki Mountaineers áður en hann sneri sér að atburðarás gærdagsins. Afdrifarík mistök að stoppa í íshelli „Til að rekja þetta þá aflýstum við öllum sleðaferðum í gær að undanskilinni þessari. Þetta var raunverulega samansafn hóps sem var að koma til okkar á breyttum jeppum. Meiningin var að fara áður en þetta veður sem við vissum á leiðinni var að skella á. Við fórum í ferðina í mjög góðu veðri. En sökum færðar þá tafðist ferðin mikið, fór líka örlítið of seint af stað. Að endingu tafðist hún það mikið að veður var farið að skella á. Þá grípum við til þess ráðs að reyna að koma fólkinu niður með öðrum leiðum,“ segir Haukur. Eftir nokkurn akstur á vélsleðunum á leiðinni til baka hafi verið ákveðið að stoppa og leita skjóls við vélsleðana. Einn reyndasti leiðsögumaðurinn hafi farið að sækja snjótroðara til að ferja fólkið niður í skála. Troðarinn hafi bilað og leiðsögumaðurinn setið einn fastur í troðaranum um tvo kílómetra frá hópnum.Viðtalið við Hauk á Bylgjunni má heyra í heild hér fyrir neðan. Einnig var rætt við Hauk í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og það viðtal má sjá í spilaranum efst í fréttinni. „Við vorum búin að kalla eftir aðstoð frá starfsfólki á Flúðum. Þegar því gengur erfiðlega að komast að sleðahópnum þá þurftum við að leita til björgunarsveita.“ Litið hafi út fyrir að auðvelt yrði að láta þessa einu vélsleðaferð ganga upp. Veðrið hafi verið fínt framan af degi og spár sem þeir miðuðu við ekki gert ráð fyrir hvassviðri fyrr en eftir klukkan þrjú. „Við gerðum afdrifarík mistök með því að fara með hópinn í íshelli. Það gerði það að verkum að sökum færðar tók ferðin miklu lengri tíma en áætlað var. Undir eðlilegum kringustæðum hefði þessi ferð átt að taka klukkutíma og korter.“ Kölluðu of seint eftir björgunarsveitum Lagt var af stað í ferðina klukkan tíu mínútur í eitt í gær. „Þær spár sem við fórum eftir þær gerðu ráð fyrir að upp úr klukkan þrjú myndi byrja að hvessa. Enda var það sem gekk eftir. Rétt fyrir fjögur var orðið bálhvasst. Björgunarsveitir voru hins vegar ekki kallaðar út fyrr en klukkan átta um kvöldið. „Það eru kannski önnur mistök sem við gerum. Við köllum þær svolítið seint út,“ segir Haukur. Það hafi ekki verið gert fyrr en engin önnur lausn var möguleg. Mountaineers hafi náð að koma bílum til fólksins um níuleytið um kvöldið og það hafi svo beðið í þéttskipuðum bílum í fjóra tíma þar til björgunarsveitarfólk náði til þeirra um klukkan eitt um nóttina. Ferðaþjónustufyrirtækið var dæmt til að greiða áströlskum hjónum skaða- og miskabætur vegna þess að fólkið týndist í vélsleðaferð á Langjökli í ársbyrjun 2017. Aðspurður um eftirmála af þessu slysi segist Haukur ekki hafa neinar upplýsingar um það og geti því ekki tjáð sig. Áttu að aflýsa öllum ferðum „Í fyrsta lagi þá hefði átt að aflýsa þessari ferð í íshellinn. Vitandi hvernig gærdagurinn gekk þá að sjálfsögðu hefðum við átt að aflýsa öllum ferðum þarna á svæðinu. Raunverulega ástæðan að við þurftum að leita til viðbragðsaðila var að þau tæki sem við höfðum til reiðu til að bjarga fólkinu biluðu. Þetta var raunverulega engin önnur lausn á þessum tímapunkti.“ Rætt hafi verið við hluta af starfsfólki Mountaineers en sumir séu enn sofandi. Stjórnstöðin í Reykjavík hafi verið í samskiptum við þá í gegnum Tetrastöðvar á meðan öllu stóð. Björgunarsveitarmenn aðstoða börn út úr bílnum við Malarhöfða við komuna til Reykjavíkur í dag.Vísir/Vilhelm „Leiðsögumenn eru með tetrastöðvar. Stjórnstöðin í Reykjavík hélt þeim upplýstum og voru í reglulegum samskiptum og tókst að róa þá.“ Ferðamennirnir hafa lýst því að hafa verið hræddir um sig og sína meðan á öllu stóð. Haukur telur leiðsögumennina sömuleiðis hafa verið skelkaða. Tekur á taugarnar þegar björgunartækið bilar „Auðvitað tekur á taugarnar að heyra af bilun tækis sem þú hélst að var alveg að koma. Þeim hefur örugglega ekki liðið vel með þetta í gær.“ Hann segir engan einn lærdóm að draga af þessu máli. „Ekki beint en auðvitað munum við draga lærdóm af þessu eins og öllum atvikum sem við lendum í. Þetta eru ævintýraferðir og það er viss áhætta fólgin í að ferðast upp á hálendi.“ Framhaldið sé á þennan veg: „Við munum fara yfir allar okkar öryggisáætlanir, við munum fara yfir alla okkar verkferla, við munum funda með starfsfólkinu, við munum gera allt til að fyrirbyggja þetta í framtíðinni. Við heyrum í fólkinu sem var með okkur í ferðinni og athugum hvort það sé nokkuð sem við getum gert til að aðstoða það.“ Skarphéðinn Berg Steinarsson hjá Ferðamálastofu ræddi við Reykjavík síðdegis í dag en hann segir starfsleyfi Mountaineers of Iceland til skoðunar. 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. 8. janúar 2020 14:25 Ólína segir börnin hafa óttast um líf sitt þessa skelfingarnótt Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona og fræðimaður, var á meðal björgunarsveitarfólks sem sinnti þeim 39 sem komust í háska undir Langjökli í gær og nótt. Sárast finni hún til með börnunum sem sannarlega hafi óttast um líf sitt enda rík ástæða til. 8. janúar 2020 14:39 Störukeppni í vonskuveðri uppi á Langjökli Reyndur leiðsögumaður segir það vekja mann til umhugsunar hve tregar ferðaskrifstofur séu til að hætta við ferðir þrátt fyrir slæmt veður og aðstæður. 8. janúar 2020 15:47 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri hjá Mountaineers of Iceland, segir að sleðaferðum fyrirtækisins í gær hafi verið aflýst fyrir utan þá sem tíu leiðsögumenn fóru með 39 manns á Langjökul í gær. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði ferðin ekki átt að taka lengri tíma en klukkutíma og korter. Afdrifarík mistök hafi verið gerð sem valdið hafi meiriháttar útkalli björgunarsveita og því að ferðalangarnir voru að frjósa í snjónum í átta klukkustundir. Haukur var fyrir svörum í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann þakkar björgunarsveitarfólki og viðbragðsaðilum auk starfsfólki Mountaineers áður en hann sneri sér að atburðarás gærdagsins. Afdrifarík mistök að stoppa í íshelli „Til að rekja þetta þá aflýstum við öllum sleðaferðum í gær að undanskilinni þessari. Þetta var raunverulega samansafn hóps sem var að koma til okkar á breyttum jeppum. Meiningin var að fara áður en þetta veður sem við vissum á leiðinni var að skella á. Við fórum í ferðina í mjög góðu veðri. En sökum færðar þá tafðist ferðin mikið, fór líka örlítið of seint af stað. Að endingu tafðist hún það mikið að veður var farið að skella á. Þá grípum við til þess ráðs að reyna að koma fólkinu niður með öðrum leiðum,“ segir Haukur. Eftir nokkurn akstur á vélsleðunum á leiðinni til baka hafi verið ákveðið að stoppa og leita skjóls við vélsleðana. Einn reyndasti leiðsögumaðurinn hafi farið að sækja snjótroðara til að ferja fólkið niður í skála. Troðarinn hafi bilað og leiðsögumaðurinn setið einn fastur í troðaranum um tvo kílómetra frá hópnum.Viðtalið við Hauk á Bylgjunni má heyra í heild hér fyrir neðan. Einnig var rætt við Hauk í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og það viðtal má sjá í spilaranum efst í fréttinni. „Við vorum búin að kalla eftir aðstoð frá starfsfólki á Flúðum. Þegar því gengur erfiðlega að komast að sleðahópnum þá þurftum við að leita til björgunarsveita.“ Litið hafi út fyrir að auðvelt yrði að láta þessa einu vélsleðaferð ganga upp. Veðrið hafi verið fínt framan af degi og spár sem þeir miðuðu við ekki gert ráð fyrir hvassviðri fyrr en eftir klukkan þrjú. „Við gerðum afdrifarík mistök með því að fara með hópinn í íshelli. Það gerði það að verkum að sökum færðar tók ferðin miklu lengri tíma en áætlað var. Undir eðlilegum kringustæðum hefði þessi ferð átt að taka klukkutíma og korter.“ Kölluðu of seint eftir björgunarsveitum Lagt var af stað í ferðina klukkan tíu mínútur í eitt í gær. „Þær spár sem við fórum eftir þær gerðu ráð fyrir að upp úr klukkan þrjú myndi byrja að hvessa. Enda var það sem gekk eftir. Rétt fyrir fjögur var orðið bálhvasst. Björgunarsveitir voru hins vegar ekki kallaðar út fyrr en klukkan átta um kvöldið. „Það eru kannski önnur mistök sem við gerum. Við köllum þær svolítið seint út,“ segir Haukur. Það hafi ekki verið gert fyrr en engin önnur lausn var möguleg. Mountaineers hafi náð að koma bílum til fólksins um níuleytið um kvöldið og það hafi svo beðið í þéttskipuðum bílum í fjóra tíma þar til björgunarsveitarfólk náði til þeirra um klukkan eitt um nóttina. Ferðaþjónustufyrirtækið var dæmt til að greiða áströlskum hjónum skaða- og miskabætur vegna þess að fólkið týndist í vélsleðaferð á Langjökli í ársbyrjun 2017. Aðspurður um eftirmála af þessu slysi segist Haukur ekki hafa neinar upplýsingar um það og geti því ekki tjáð sig. Áttu að aflýsa öllum ferðum „Í fyrsta lagi þá hefði átt að aflýsa þessari ferð í íshellinn. Vitandi hvernig gærdagurinn gekk þá að sjálfsögðu hefðum við átt að aflýsa öllum ferðum þarna á svæðinu. Raunverulega ástæðan að við þurftum að leita til viðbragðsaðila var að þau tæki sem við höfðum til reiðu til að bjarga fólkinu biluðu. Þetta var raunverulega engin önnur lausn á þessum tímapunkti.“ Rætt hafi verið við hluta af starfsfólki Mountaineers en sumir séu enn sofandi. Stjórnstöðin í Reykjavík hafi verið í samskiptum við þá í gegnum Tetrastöðvar á meðan öllu stóð. Björgunarsveitarmenn aðstoða börn út úr bílnum við Malarhöfða við komuna til Reykjavíkur í dag.Vísir/Vilhelm „Leiðsögumenn eru með tetrastöðvar. Stjórnstöðin í Reykjavík hélt þeim upplýstum og voru í reglulegum samskiptum og tókst að róa þá.“ Ferðamennirnir hafa lýst því að hafa verið hræddir um sig og sína meðan á öllu stóð. Haukur telur leiðsögumennina sömuleiðis hafa verið skelkaða. Tekur á taugarnar þegar björgunartækið bilar „Auðvitað tekur á taugarnar að heyra af bilun tækis sem þú hélst að var alveg að koma. Þeim hefur örugglega ekki liðið vel með þetta í gær.“ Hann segir engan einn lærdóm að draga af þessu máli. „Ekki beint en auðvitað munum við draga lærdóm af þessu eins og öllum atvikum sem við lendum í. Þetta eru ævintýraferðir og það er viss áhætta fólgin í að ferðast upp á hálendi.“ Framhaldið sé á þennan veg: „Við munum fara yfir allar okkar öryggisáætlanir, við munum fara yfir alla okkar verkferla, við munum funda með starfsfólkinu, við munum gera allt til að fyrirbyggja þetta í framtíðinni. Við heyrum í fólkinu sem var með okkur í ferðinni og athugum hvort það sé nokkuð sem við getum gert til að aðstoða það.“ Skarphéðinn Berg Steinarsson hjá Ferðamálastofu ræddi við Reykjavík síðdegis í dag en hann segir starfsleyfi Mountaineers of Iceland til skoðunar.
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Veður Tengdar fréttir Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54 Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. 8. janúar 2020 14:25 Ólína segir börnin hafa óttast um líf sitt þessa skelfingarnótt Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona og fræðimaður, var á meðal björgunarsveitarfólks sem sinnti þeim 39 sem komust í háska undir Langjökli í gær og nótt. Sárast finni hún til með börnunum sem sannarlega hafi óttast um líf sitt enda rík ástæða til. 8. janúar 2020 14:39 Störukeppni í vonskuveðri uppi á Langjökli Reyndur leiðsögumaður segir það vekja mann til umhugsunar hve tregar ferðaskrifstofur séu til að hætta við ferðir þrátt fyrir slæmt veður og aðstæður. 8. janúar 2020 15:47 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Undrandi á ákvörðun Mountaineers of Iceland Björgunarsveitarmaður sem var hluti af fjölmennu útkalli á Langjökul í nótt þar sem 39 ferðamenn lentu í háska í vélsleðaferð á vegum Mountaineers Iceland undrast að farið hafi verið í ferðina í ljósi slæmrar veðurspár. Aðstæður hafi verið mjög krefjandi enda veðrið alveg snarbrjálað. 8. janúar 2020 13:54
Tveggja barna móðir öskureið og skilur ekki að svona geti gerst á Íslandi Virginia Galvai frá Brasilíu segist reið úr í forsvarmenn Mountaineers of Iceland eftir að hafa ásamt ungum drengjum sínum tveimur lent í háska á Langjökli í vélsleðaferð. 8. janúar 2020 14:25
Ólína segir börnin hafa óttast um líf sitt þessa skelfingarnótt Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingkona og fræðimaður, var á meðal björgunarsveitarfólks sem sinnti þeim 39 sem komust í háska undir Langjökli í gær og nótt. Sárast finni hún til með börnunum sem sannarlega hafi óttast um líf sitt enda rík ástæða til. 8. janúar 2020 14:39
Störukeppni í vonskuveðri uppi á Langjökli Reyndur leiðsögumaður segir það vekja mann til umhugsunar hve tregar ferðaskrifstofur séu til að hætta við ferðir þrátt fyrir slæmt veður og aðstæður. 8. janúar 2020 15:47