Enski boltinn

Orðaður við Inter en á­kvað að fram­lengja á Old Traf­ford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær og Chong handsala samninginn.
Solskjær og Chong handsala samninginn. vísir/getty
Hinn ungi og efnilegi Tahith Chong hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester United sem gildir til sumarsins 2022.

Þessi 20 ára gamli vængmaður var að renna út á samningi í sumar og hefur verið orðaður burt frá félaginu. Meðal annars var Inter sagt áhugasamt um Hollendinginn.

„Við sjáum fram á að hann eigi bjarta framtíð hjá United. Hans frammistaða hjá félaginu, hvort sem það er með aðalliðinu eða U23-ára liðinu, er staðfesting á því hversu mikið hann leggur sig á og hans karakter,“ sagði Solskjær.







„Við erum ánægðir með hvernig hann hefur staðið sig og hvernig hann hefur þróast sem leikmaður frá því að hann kom upp úr akademíunni.“

Chong sjálfur lýsti þessu sem draumi að spila fyrir félagið og þakkaði mörgum aðilum fyrir að hjálpa sér í átt að þessum samningi.

Chong hefur spilað 14 leiki fyrir aðallið United.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×