Innlent

Á­rekstur á Suður­lands­vegi

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í morgun.
Frá vettvangi slyssins í morgun.

Einn er sagður slasaður eftir að vörubíll og fólksbíll rákust saman á Suðurlandsvegi, milli Selfoss og Hveragerðis, skömmu fyrir klukkan 11 í dag.

Sverrir Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir að tilkynningin hafi borist klukkan 10:53 og hafi slysið verið nærri bænum Hvoli.

Slysið varð í grennd við Hvol, á milli Hveragerðis og Selfoss.

Haukur segir að ekki sé búið að loka veginum en að einhverjar tafir séu á umferð við slysstaðinn.

Uppfært 11:54: Hinn slasaði var fluttur til Reykjavíkur, en hinn bílstjórinn var fluttur til skoðunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Unnið er að hreinsun á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×