Liverpool getur ekki lengur orðið sófameistari á laugardaginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2020 09:30 Liverpool menn þurfa að bíða aðeins lengur eftir því að tryggja sér enska meistaratitilinn. Getty/Chloe Knott Manchester City spilar ekki í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eins og áætlað var eftir að leik liðsins var frestað. Það gæti seinkað því að Liverpool tryggi sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Leik Arsenal og Manchester City í kvöld var frestað eftir að nokkrir leikmenn Arsenal voru settir í sótthví. Þeir voru í kringum Evangelos Marinakis, eiganda gríska félagsins Olympiacos, eftir Evrópudeildarleik félaganna 27. febrúar síðastliðinn. Evangelos Marinakis greindist með kórónuveiruna og lét vita af því í gær. Í framhaldinu fór Arsenal að skoða hvaða leikmenn höfðu umgengist hann í kringum leikinn. Þeir leikmenn voru síðan allir settir í sóttkví.Several Arsenal players are now in self-isolation and Liverpool can no longer win the title this weekend https://t.co/HNCxvNAosx — GiveMeSport (@GiveMeSport) March 11, 2020Þar sem að það eru þegar liðnir þrettán dagar frá því að leikmennirnir hittu Evangelos Marinakis og ef þeir sína engin merki um að vera með kórónuveiruna þá ættu þeir að losna úr sóttkví á föstudaginn. Allt bendir því til þess að leikur Arsenal á móti Brighton um helgina fari því fram. Manchester City átti að spila tvo leiki áður en kemur að næsta deildarleik hjá Liverpool liðinu. Þar sem Liverpool vantar bara sex stig í viðbót til að verða enskur meistari þá hefði Liverpool verið búið að vinna titilinn ef City myndi tapa báðum þessum leikjum. Manchester City spilar við Burnley um helgina. Tapi City þeim leik þá gæti Liverpool tryggt sér enska meistaratitilinn með sigri á Everton á Goodison Park á mánudagskvöldið. Vinni City þá þarf Liverpool að vinna Everton og svo Crystal Palace í leiknum á eftir til að gulltryggja titilinn. Takist það ekki þá bíður Liverpool leikur á móti Manchester City á Ethiad leikvanginum í byrjun aprílmánaðar. Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Manchester City spilar ekki í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eins og áætlað var eftir að leik liðsins var frestað. Það gæti seinkað því að Liverpool tryggi sér enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Leik Arsenal og Manchester City í kvöld var frestað eftir að nokkrir leikmenn Arsenal voru settir í sótthví. Þeir voru í kringum Evangelos Marinakis, eiganda gríska félagsins Olympiacos, eftir Evrópudeildarleik félaganna 27. febrúar síðastliðinn. Evangelos Marinakis greindist með kórónuveiruna og lét vita af því í gær. Í framhaldinu fór Arsenal að skoða hvaða leikmenn höfðu umgengist hann í kringum leikinn. Þeir leikmenn voru síðan allir settir í sóttkví.Several Arsenal players are now in self-isolation and Liverpool can no longer win the title this weekend https://t.co/HNCxvNAosx — GiveMeSport (@GiveMeSport) March 11, 2020Þar sem að það eru þegar liðnir þrettán dagar frá því að leikmennirnir hittu Evangelos Marinakis og ef þeir sína engin merki um að vera með kórónuveiruna þá ættu þeir að losna úr sóttkví á föstudaginn. Allt bendir því til þess að leikur Arsenal á móti Brighton um helgina fari því fram. Manchester City átti að spila tvo leiki áður en kemur að næsta deildarleik hjá Liverpool liðinu. Þar sem Liverpool vantar bara sex stig í viðbót til að verða enskur meistari þá hefði Liverpool verið búið að vinna titilinn ef City myndi tapa báðum þessum leikjum. Manchester City spilar við Burnley um helgina. Tapi City þeim leik þá gæti Liverpool tryggt sér enska meistaratitilinn með sigri á Everton á Goodison Park á mánudagskvöldið. Vinni City þá þarf Liverpool að vinna Everton og svo Crystal Palace í leiknum á eftir til að gulltryggja titilinn. Takist það ekki þá bíður Liverpool leikur á móti Manchester City á Ethiad leikvanginum í byrjun aprílmánaðar.
Enski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira