Lásu um það í fjölmiðlum að samherji þeirra væri grunaður um veðmálasvindl Anton Ingi Leifsson skrifar 21. maí 2020 08:00 Jores Okore grípur um höfuð sér í leik með AaB á síðustu leiktíð. vísir/getty Leikmenn danska úrvalsdeildarfélagsins AaB og samherjar Jores Okore, og þar á meðal hann sjálfur, höfðu ekki hugmynd að það væri verið að rannsaka hvort Okore hafi gerst brotlegur um veðmálasvindl. Þetta segir yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Eins og Vísir greindi frá í gær rannsakar nú lögreglan í Danmörku hvort að mögulegt sé að Okore hafi viljandi fengið gult spjald undir lok leiks AaB og OB í dönsku úrvalsdeildinni en háum fjárhæðum var spilað á að Okore myndi fara í svörtu bók dómarans í leiknum. Oddset på kort til Jores Okore styrtdykkede https://t.co/tmhgIgtMnZ— bold.dk (@bolddk) May 20, 2020 Okore, samherjar hans og aðrir innan Álaborgar-liðsins lásu hins vegar fyrst um það á mánudaginn að umrædd rannsókn var í gangi. Ekki hafi neinn verið látinn vita og þetta staðfestir André Inge Olsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Hann tók við hjá félaginu í apríl en segir að hann hafi ekki vitað til að neinn hjá félaginu hafi vitað af þessu. Þetta hefur ekki vakið mikla kátínu hjá leikmönnum félagsins, að þeir hafi lesið um þetta mál í fjölmiðlum og hafa kallað eftir fundi með forráðamönnum félagsins. Sá fundur verður haldinn fyrir æfingu liðsins í dag. Mange flere ord fra AaB og ikke mindst nye detaljer lige her. (@Soerenhanghoej og @DanielRemar) https://t.co/VfoDaf0Fio— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) May 20, 2020 Heimildir danskra miðla herma að veðjað hafi verið á umrætt veðmál upphæð sem jafngildir sex tölum danskra króna. Það getur því hæst verið rúmlega 999 þúsundur danskar krónur sem eru um tuttugu milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Leikmannasamtökin í Danmörku hafa skorist í málið og hafa meðal annars boðið Okore sálfræðihjálp sem og að borga fyrir hann lögfræðiaðstoð til að fá úr þessu skorið. Danski boltinn Danmörk Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Leikmenn danska úrvalsdeildarfélagsins AaB og samherjar Jores Okore, og þar á meðal hann sjálfur, höfðu ekki hugmynd að það væri verið að rannsaka hvort Okore hafi gerst brotlegur um veðmálasvindl. Þetta segir yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Eins og Vísir greindi frá í gær rannsakar nú lögreglan í Danmörku hvort að mögulegt sé að Okore hafi viljandi fengið gult spjald undir lok leiks AaB og OB í dönsku úrvalsdeildinni en háum fjárhæðum var spilað á að Okore myndi fara í svörtu bók dómarans í leiknum. Oddset på kort til Jores Okore styrtdykkede https://t.co/tmhgIgtMnZ— bold.dk (@bolddk) May 20, 2020 Okore, samherjar hans og aðrir innan Álaborgar-liðsins lásu hins vegar fyrst um það á mánudaginn að umrædd rannsókn var í gangi. Ekki hafi neinn verið látinn vita og þetta staðfestir André Inge Olsen, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Hann tók við hjá félaginu í apríl en segir að hann hafi ekki vitað til að neinn hjá félaginu hafi vitað af þessu. Þetta hefur ekki vakið mikla kátínu hjá leikmönnum félagsins, að þeir hafi lesið um þetta mál í fjölmiðlum og hafa kallað eftir fundi með forráðamönnum félagsins. Sá fundur verður haldinn fyrir æfingu liðsins í dag. Mange flere ord fra AaB og ikke mindst nye detaljer lige her. (@Soerenhanghoej og @DanielRemar) https://t.co/VfoDaf0Fio— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) May 20, 2020 Heimildir danskra miðla herma að veðjað hafi verið á umrætt veðmál upphæð sem jafngildir sex tölum danskra króna. Það getur því hæst verið rúmlega 999 þúsundur danskar krónur sem eru um tuttugu milljónir íslenskra króna á núverandi gengi. Leikmannasamtökin í Danmörku hafa skorist í málið og hafa meðal annars boðið Okore sálfræðihjálp sem og að borga fyrir hann lögfræðiaðstoð til að fá úr þessu skorið.
Danski boltinn Danmörk Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira