Viðskipti innlent

Sóttkví frestar málum Sigurjóns og Elínar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Elín, sem dæmd var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og þátttöku í markaðsmisnotkun í svokölluðu Ímon-máli, höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna hlutafjáreignar Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara.
Elín, sem dæmd var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik og þátttöku í markaðsmisnotkun í svokölluðu Ímon-máli, höfðaði mál gegn ríkinu fyrir MDE meðal annars vegna hlutafjáreignar Viðars Más Matthíassonar hæstaréttardómara.

Málflutningi í málum Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, sem fara átti fram í Hæstarétti í dag, hefur verið frestað. Ástæðan er sú að einn Hæstaréttardómarnanna fimm eru í sóttkví vegna kórónuveirunnar að því er Fréttablaðið greinir frá.

Þau Elín og Sigurjón hlutu árið 2016 dóma fyrir markaðsmisnotkun. Fallist var á beiðni þeirra endurupptöku málsins á þeim sökum að hæfi Viðars Más Matthíassonar dómar mætti draga í efa sökum taps hans á hlutabréfum í Landsbankanum í hruninu 2008.

Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að brotið hefði verið á réttindum Elínar þar sem Viðar Már hefði verið einn dómaranna sem dæmdu í máli hennar.

Málflutningur um frávísunarkröfuna átti að fara fram í Hæstarétti í dag. Fimm dómarar áttu að taka það til meðferðar og eru flestir settir sérstaklega enda varðar málið hið meinta vanhæfi Viðars Más, kollega hinna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×