Verkefnastofan Stafrænt Ísland hefur unnið að tæknilegri útfærslu stafrænna ökuskírteina í samstarfi við ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytið. Frumvarp til breytinga á reglugerð um ökuskírteini hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.
Opnað hefur verið fyrir umsagnir um frumvarpið í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til að skila inn umsögn er til og með 25. maí.
Stafræn ökuskírteini eru samstarfsverkefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem hefur umferðarlöggjöf á sinni könnu og dómsmálaráðueytisins, sem hefur málefni ríkislögreglustjóra og sýslumanna á sinni könnu. Ríkislögreglustjóri mun samkvæmt frumvarpinu gefa út stafræn ökuskírteini. Þannig geti handhafi ökuskírteinis sótt stafræna útgáfu þess í gegnum vefinn www.island.is eftir að hafa auðkennt sig með rafrænum skilríkjum. Sýslumenn gefa út hefðbundin prentuð skírteini í umboði ríkislögreglustjóra.

Stafræn ökuskírteini verða með breytingunni gerð jafnvíg þeim prentuðu hér á landi. Þau verða þó ekki almennt viðurkennd í öðrum ríkjum. Stafræn ökuskírteini uppfylla ekki tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins nr. 20067126/EB um ökuskírteini.