Sport

KA-menn komast ekki suður

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andri Snær og félagar í KA verða að leika sér í snjónum í dag því ekki komast þeir suður.
Andri Snær og félagar í KA verða að leika sér í snjónum í dag því ekki komast þeir suður. vísir/Bára

Búið er að fresta leik FH og KA í Olís-deild karla sem átti að fara fram í Kaplakrika í kvöld.

Það er alvöru vetur fyrir norðan og leikmenn KA einfaldlega komast ekki suður. Það er ófært og þar af leiðandi verður enginn leikur.

Búið er að setja leik liðanna á klukkan 19.30 á morgun.

Engu að síður munu fjórir leikir fara fram í Olís-deild karla í kvöld sem og einn leikur í Olís-deild kvenna.

Leikir kvöldsins:

18.00: Afturelding - HK | kvenna

18.30: ÍBV - ÍR | karla. Beint á Stöð 2 Sport 3.

19.30: Valur - HK | karla

19.30: Fram - Stjarnan | karla

20.00: Afturelding - Fjölnir | karla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×