Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-22 | Fram heldur úrslitakeppnisvonum á lífi Andri Már Eggertsson skrifar 11. mars 2020 21:00 Þorgrímur Smári Ólafsson skýtur að marki Stjörnunnar. vísir/bára Fram - Stjarnan 23 - 22 umfjöllun og viðtöl: Olís deildin er farinn af stað á ný með ákveðnu hraðmóti í mars mánuði. Stjarnan fór alla leið í úrslitaleik á móti ÍBV í Coca Cola bikarnum á meðan Fram hafði ekki spilað í rúmlega tvær vikur. Leikurinn hófst heldur rólega hjá báðum liðum. Fram tók frumkvæðið í upphafi leiks en leiddi þó ekki með meira en tveimur mörkum. Aron Gauti Óskarsson kemur inná þegar fyrri hálfleikur er rúmlega hálfnaður. Aron Gauti skoraði þrjú mörk í röð og virtist vera eini leikmaður Fram sem gat komið boltanum framhjá Brynjar Darra Baldurssyni í marki Stjörnunar. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og voru markverðirnir í báðum liðum að verja virkilega vel ásamt því að bæði lið voru að taka óöguð skot og tapa boltanum. Gunnar Valdimar Johnsen skoraði gott mark undir blálok fyrri hálfleiks sem gaf Stjörnunni forystuna inn í hálfleikinn 10 - 11. Seinni hálfleikurinn byrjaði af talsvert meiri krafti en sá fyrri. Gunnar Valdimar Johnsen byrjaði þann seinni einsog hann endaði fyrri með góðu marki. Fram var þó ekki langt á eftir og komst yfir 14 - 13 með góðu marki frá Aroni Gauta. Mikið jafnræði var með liðunum allan seinni hálfleik sem einkenndist af mikið af vörðum boltum hjá bæði Lárusi Helga Ólafssyni og Brynjari Darra. Þegar tæplega 9 mínútur voru eftir af leiknum fær Ragnar Snær Njálsson að líta rauða spjaldið eftir að hafa farið ansi harkalega í Þorgrím Smára eftir að hann var búinn að skjóta. Stjarnan fékk lokasókn til að jafna leikinn, Stjarnan reyndi sirkus kerfi á Tandra boltinn fer hinsvegar of hátt en hrekkur til Úlfs Monsa sem fær gott færi en dómarar leiksins dæma línu. Afhverju vann Fram leikinn? Fram spilaði virkilega góðan varnarleik sem skilaði góðri markvörslu hjá Lárusi Helga þá sérstaklega í horna og línu færum. Sóknarlega voru þeir klókari en Stjarnan þegar leið á leikinn og fengu heima menn stemmninguna með sér undir lok leiks og lönduðu sigri. Hverjir stóðu upp úr? Aron Gauti Óskarsson var frábær í sóknarleik Fram. Aron Gauti kom inná þegar um korter var búið af leiknum og stimplaði sig strax inn með þremur mörkum í röð. Aron endar leikinn með 7 mörk úr 12 skotum. Lárus Helgi Ólafsson var öflugur sem fyrr í marki Fram. Lárus Helgi endaði leikinn með 39 % markvörslu en Lárus varði mikið af dauðafærum bæði frá hornunum og línu. Brynjar Darri Baldursson hélt Stjörnunni á floti lungað af leiknum með góðri markvörslu. Brynjar Darri endar með 15 varin skot og áttu Framarar erfitt með að finna leiðir framhjá honum í markinu. Tandri Már virtist vera eini með lífsmark sóknarlega hjá Stjörnunni. Tandri endar leikinn með 9 mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunar var hálf pínlegur á köflum og voru þeir mikið að klikka á dauðafærum bæði úr hornunum og línuspili. Leó Snær vill fljótlega gleyma seinni hálfleiknum hjá sér hann fann engar glufur framhjá Lárusi Helga í marki Fram. Hvað gerist næst? Baráttan um áttunda sæti deildarinnar er farinn að harna eftir sigur Fram í kvöld og munar aðeins einu stigi á liðunum. Stjarnan fær FH í heimsókn eftir akkurat viku en á sama tíma fara Framarar til Selfoss. Halldór Jóhann: Fórum með það markmið að setja pressu á Stjörnuna í deildinni „ Góður sigur hjá okkur í dag. Handboltinn var ekkert sérstakur í dag það var lítið skorað af mörkum en Lárus Helgi var góður í markinu sem skilaði sér. Við vorum yfirspenntir í byrjun leiks þar sem við ætluðum okkur bara of mikið sem endar með töpuðum boltum og klaufa mistökum en sterkt hjá mínu liði að klára þetta”. Sagði Halldór Ragnar Snær Njálsson fékk að líta rauða spjaldið þegar lítið var eftir af leiknum. Halldór Jóhann sá ekki hvað gerðist en treystir dómurunum til að taka rétta ákvörðun. Það var farið aftan í hnakkan á Þorgrími Smára var útskýringin sem Halldór fékk frá dómurum leiksins. „Þetta var karakters sigur það hefur margt fallið á móti okkur í vetur en við undirbjuggum okkur gríðarlega vel fyrir þetta frábærlega mannaða Stjörnu lið sem við sáum spila mjög um helgina. Varnarleikurinn var góður þó sóknarleikurinn hafði geta verið betri á köflum”. Sagði Halldór Aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni þetta árið og munar aðeins einu stigi á áttunda og níunda sæti. Halldór Jóhann er jákvæður með að geta stolið áttunda sætinu en Fram þarf að vinna að minsta kosti einn leik ef ekki báða til að eiga möguleika á því. Rúnar Sigtryggsson: Dauðafærin hjá okkur fóru með leikinn „ Þetta var erfitt í dag. Fram stýrði tempó leiksins með löngum sóknum en við svöruðum því ágætlega. Ég er svekktastur með hvað við klikkum á mörgum dauðafærum bæði úr horni og línu. Við náum ekki 50% nýtingu úr þeim stöðum og erum við að skjóta tæplega 20 skot úr þessum færum sem er blóðugt”. Sagði Rúnar Lokasókn Stjörnunar endaði með að dæmt var lína á Stjörnuna. Rúnar var svekktur með útfærsluna í lokasókninni eftir að Tandri fékk dæmda á sig línu. Birgir Steinn Jónsson var kallaður tilbaka úr láni frá Fjölni en hefur ekkert verið í hópi Stjörnunar aðspurður út í það sagði Rúnar að hann var fenginn tilbaka ef einhver skyldi meiðast í liði Stjörnunar og hrósaði hann Gunnari Valdimar fyrir sína frammistöðu. Aron Gauti: Breytti til og gat loksins eitthvað „Við spiluðum mjög góða vörn. Lárus Helgi var geggjaður í markinu. Sóknin var ekkert frábær en við náðum að skora þegar við þurftum á því að halda. Það er fínt að koma inn þegar maður er búinn að vera meiddur meiri hlutan af tímabilinu. Ég gat loksins eitthvað það munar um það”. Sagði Aron Gauti Fram á góðan möguleika á að komast í úrslitakeppnina þetta árið. Aron Gauti og hans liðsfélagar ætla taka einn leik í einu og eru hann bjartsýnn á framhaldið .
Fram - Stjarnan 23 - 22 umfjöllun og viðtöl: Olís deildin er farinn af stað á ný með ákveðnu hraðmóti í mars mánuði. Stjarnan fór alla leið í úrslitaleik á móti ÍBV í Coca Cola bikarnum á meðan Fram hafði ekki spilað í rúmlega tvær vikur. Leikurinn hófst heldur rólega hjá báðum liðum. Fram tók frumkvæðið í upphafi leiks en leiddi þó ekki með meira en tveimur mörkum. Aron Gauti Óskarsson kemur inná þegar fyrri hálfleikur er rúmlega hálfnaður. Aron Gauti skoraði þrjú mörk í röð og virtist vera eini leikmaður Fram sem gat komið boltanum framhjá Brynjar Darra Baldurssyni í marki Stjörnunar. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og voru markverðirnir í báðum liðum að verja virkilega vel ásamt því að bæði lið voru að taka óöguð skot og tapa boltanum. Gunnar Valdimar Johnsen skoraði gott mark undir blálok fyrri hálfleiks sem gaf Stjörnunni forystuna inn í hálfleikinn 10 - 11. Seinni hálfleikurinn byrjaði af talsvert meiri krafti en sá fyrri. Gunnar Valdimar Johnsen byrjaði þann seinni einsog hann endaði fyrri með góðu marki. Fram var þó ekki langt á eftir og komst yfir 14 - 13 með góðu marki frá Aroni Gauta. Mikið jafnræði var með liðunum allan seinni hálfleik sem einkenndist af mikið af vörðum boltum hjá bæði Lárusi Helga Ólafssyni og Brynjari Darra. Þegar tæplega 9 mínútur voru eftir af leiknum fær Ragnar Snær Njálsson að líta rauða spjaldið eftir að hafa farið ansi harkalega í Þorgrím Smára eftir að hann var búinn að skjóta. Stjarnan fékk lokasókn til að jafna leikinn, Stjarnan reyndi sirkus kerfi á Tandra boltinn fer hinsvegar of hátt en hrekkur til Úlfs Monsa sem fær gott færi en dómarar leiksins dæma línu. Afhverju vann Fram leikinn? Fram spilaði virkilega góðan varnarleik sem skilaði góðri markvörslu hjá Lárusi Helga þá sérstaklega í horna og línu færum. Sóknarlega voru þeir klókari en Stjarnan þegar leið á leikinn og fengu heima menn stemmninguna með sér undir lok leiks og lönduðu sigri. Hverjir stóðu upp úr? Aron Gauti Óskarsson var frábær í sóknarleik Fram. Aron Gauti kom inná þegar um korter var búið af leiknum og stimplaði sig strax inn með þremur mörkum í röð. Aron endar leikinn með 7 mörk úr 12 skotum. Lárus Helgi Ólafsson var öflugur sem fyrr í marki Fram. Lárus Helgi endaði leikinn með 39 % markvörslu en Lárus varði mikið af dauðafærum bæði frá hornunum og línu. Brynjar Darri Baldursson hélt Stjörnunni á floti lungað af leiknum með góðri markvörslu. Brynjar Darri endar með 15 varin skot og áttu Framarar erfitt með að finna leiðir framhjá honum í markinu. Tandri Már virtist vera eini með lífsmark sóknarlega hjá Stjörnunni. Tandri endar leikinn með 9 mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunar var hálf pínlegur á köflum og voru þeir mikið að klikka á dauðafærum bæði úr hornunum og línuspili. Leó Snær vill fljótlega gleyma seinni hálfleiknum hjá sér hann fann engar glufur framhjá Lárusi Helga í marki Fram. Hvað gerist næst? Baráttan um áttunda sæti deildarinnar er farinn að harna eftir sigur Fram í kvöld og munar aðeins einu stigi á liðunum. Stjarnan fær FH í heimsókn eftir akkurat viku en á sama tíma fara Framarar til Selfoss. Halldór Jóhann: Fórum með það markmið að setja pressu á Stjörnuna í deildinni „ Góður sigur hjá okkur í dag. Handboltinn var ekkert sérstakur í dag það var lítið skorað af mörkum en Lárus Helgi var góður í markinu sem skilaði sér. Við vorum yfirspenntir í byrjun leiks þar sem við ætluðum okkur bara of mikið sem endar með töpuðum boltum og klaufa mistökum en sterkt hjá mínu liði að klára þetta”. Sagði Halldór Ragnar Snær Njálsson fékk að líta rauða spjaldið þegar lítið var eftir af leiknum. Halldór Jóhann sá ekki hvað gerðist en treystir dómurunum til að taka rétta ákvörðun. Það var farið aftan í hnakkan á Þorgrími Smára var útskýringin sem Halldór fékk frá dómurum leiksins. „Þetta var karakters sigur það hefur margt fallið á móti okkur í vetur en við undirbjuggum okkur gríðarlega vel fyrir þetta frábærlega mannaða Stjörnu lið sem við sáum spila mjög um helgina. Varnarleikurinn var góður þó sóknarleikurinn hafði geta verið betri á köflum”. Sagði Halldór Aðeins tveir leikir eru eftir af deildarkeppninni þetta árið og munar aðeins einu stigi á áttunda og níunda sæti. Halldór Jóhann er jákvæður með að geta stolið áttunda sætinu en Fram þarf að vinna að minsta kosti einn leik ef ekki báða til að eiga möguleika á því. Rúnar Sigtryggsson: Dauðafærin hjá okkur fóru með leikinn „ Þetta var erfitt í dag. Fram stýrði tempó leiksins með löngum sóknum en við svöruðum því ágætlega. Ég er svekktastur með hvað við klikkum á mörgum dauðafærum bæði úr horni og línu. Við náum ekki 50% nýtingu úr þeim stöðum og erum við að skjóta tæplega 20 skot úr þessum færum sem er blóðugt”. Sagði Rúnar Lokasókn Stjörnunar endaði með að dæmt var lína á Stjörnuna. Rúnar var svekktur með útfærsluna í lokasókninni eftir að Tandri fékk dæmda á sig línu. Birgir Steinn Jónsson var kallaður tilbaka úr láni frá Fjölni en hefur ekkert verið í hópi Stjörnunar aðspurður út í það sagði Rúnar að hann var fenginn tilbaka ef einhver skyldi meiðast í liði Stjörnunar og hrósaði hann Gunnari Valdimar fyrir sína frammistöðu. Aron Gauti: Breytti til og gat loksins eitthvað „Við spiluðum mjög góða vörn. Lárus Helgi var geggjaður í markinu. Sóknin var ekkert frábær en við náðum að skora þegar við þurftum á því að halda. Það er fínt að koma inn þegar maður er búinn að vera meiddur meiri hlutan af tímabilinu. Ég gat loksins eitthvað það munar um það”. Sagði Aron Gauti Fram á góðan möguleika á að komast í úrslitakeppnina þetta árið. Aron Gauti og hans liðsfélagar ætla taka einn leik í einu og eru hann bjartsýnn á framhaldið .
Olís-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira