Eiður Smári skaut fast á sparkspeking Dr. Football en eyddi svo færslunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 09:30 Eiður Smári Guðjohnsen er aðstoðarþjálfari íslenska 21 árs landsliðsins. Hér er hann í því starfi í leik á móti Englandi. Getty/Mike Egerton Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og núverandi aðstoðarþjálfari íslenska 21 árs landsliðsins, blandaði sér í gær í umræðuna um þau orð sem Mikael Nikulásson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur og sparkspekingur í Dr. Football, lét falla á dögunum. Mikael Nikulásson talaði um það í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Anna Björk Kristjánsdóttir, nýr leikmaður Selfoss í Pepsi Max deild kvenna, væri á hærri launum en konur í fótbolta ættu að fá. Laun hennar væru hærri en margra í Pepsi Max-deild karla. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 Ummælin féllu í mjög grýttan jarðveg ekki síst hjá íslenskum landsliðskonum sem hafa gagnrýnt Mikael mikið á samfélagsmiðlum. Eiður Smári sagði svo sína skoðun á Twitter í gærkvöldi. Eiður Smári er með rúmlega 51 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Eiður Smári um Mækarann: Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita https://t.co/loK9XPRS21— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 21, 2020 Vefsíðan Fótbolti.net sagði frá því að Eiður Smári ákvað að koma með orðagrín eða einhvers konar rímu á Twitter í gærkvöldi en hann eyddi síðar færslunni. Menn á Twitter misstu hins vegar ekki af henni og mynd af henni má sjá hér fyrir neðan. „Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita...talaði með rassgatinu og úr því kom skita #drfootball #dontwannabelikemike" skrifaði Eiður en færsla hans fékk þó ekki að lifa mjög lengi. Eiður Smári virðist hafa ætlað að ná til Mikaels og Hjörvars Hafliðasonar, umsjónarmanns hlaðvarpsþáttarins Dr. Football, því hann setti líka myllumerkið #drfootball og #dontwannabelikemike þar sem hann vitnar þar í lagið Be Like Mike sem kom fyrst fram í Gatorade auglýsingu með Michael Jordan. Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins og núverandi aðstoðarþjálfari íslenska 21 árs landsliðsins, blandaði sér í gær í umræðuna um þau orð sem Mikael Nikulásson, þjálfari karlaliðs Njarðvíkur og sparkspekingur í Dr. Football, lét falla á dögunum. Mikael Nikulásson talaði um það í hlaðvarpsþættinum Dr. Football að Anna Björk Kristjánsdóttir, nýr leikmaður Selfoss í Pepsi Max deild kvenna, væri á hærri launum en konur í fótbolta ættu að fá. Laun hennar væru hærri en margra í Pepsi Max-deild karla. Landsliðskonur eru afar ósáttar við ummæli sem féllu í hlaðvarpinu Dr. Football.https://t.co/eqG7rLiPCq— Sportið á Vísi (@VisirSport) May 20, 2020 Ummælin féllu í mjög grýttan jarðveg ekki síst hjá íslenskum landsliðskonum sem hafa gagnrýnt Mikael mikið á samfélagsmiðlum. Eiður Smári sagði svo sína skoðun á Twitter í gærkvöldi. Eiður Smári er með rúmlega 51 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum. Eiður Smári um Mækarann: Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita https://t.co/loK9XPRS21— Fótbolti.net (@Fotboltinet) May 21, 2020 Vefsíðan Fótbolti.net sagði frá því að Eiður Smári ákvað að koma með orðagrín eða einhvers konar rímu á Twitter í gærkvöldi en hann eyddi síðar færslunni. Menn á Twitter misstu hins vegar ekki af henni og mynd af henni má sjá hér fyrir neðan. „Sérfræðingur í fótbolta sem allt þykist vita...talaði með rassgatinu og úr því kom skita #drfootball #dontwannabelikemike" skrifaði Eiður en færsla hans fékk þó ekki að lifa mjög lengi. Eiður Smári virðist hafa ætlað að ná til Mikaels og Hjörvars Hafliðasonar, umsjónarmanns hlaðvarpsþáttarins Dr. Football, því hann setti líka myllumerkið #drfootball og #dontwannabelikemike þar sem hann vitnar þar í lagið Be Like Mike sem kom fyrst fram í Gatorade auglýsingu með Michael Jordan.
Fótbolti Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira