Gamli Leeds stuðningsmaðurinn skoraði sögulegt íslenskt sigurmark á móti Leeds Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2020 10:30 Guðni Bergsson fagna hér marki með Bolton Wanderers en hann spilaði með félaginu frá 1995 til 2003. Getty/Neal Simpson Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska sigurmarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska sigurmarkið skoraði Guðni Bergsson fyrir Bolton Wanderers þann 2. mars 1996 eða fyrir rúmum 24 árum síðan. Bolton Wanderers vann þarna 1-0 útisigur á á Elland Road, heimavelli Leeds United. Liðið hafði tapað 6-0 fyrir Manchester United í leiknum á undan en Guðni missti af þeim leik vegna meiðsla. Mark Guðna kom á sextándu mínútu og hann skoraði það með skalla eftir aukaspyrnu frá Scott Sellars. Sellars byrjaði einmitt ferill sinn hjá Leeds United. Guðni mætti á fjærstöngina og skallaði boltann í markið en markið má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube „Þetta var ljúfur sigur en við vorum staðráðnir í að rífa okkur upp eftir skellinn gegn Manchester United. Markið, sem ég skoraði, kom eftir aukaspyrnu, góður bolti kom inn á markteiginn og ég náði að skalla knöttinn í netið. Þegar mörkin telja, sem maður er að skora, þá er gaman," sagði Guðni Bergsson í samtali við DV. Þetta var fyrsti leikur hans með aðalliði Bolton í þrjár vikur eða síðan 10. febrúar. Guðni rifbeinsbrotnaði þá eftir samstuð við Dwight York í leik á móti Aston Villa. „Ég fékk svona heiftarlegt olnbogaskot í síðuna frá Dwight Yorke, sóknarmanni Villa. Þetta var algjört óviljaverk, enda er sá piltur hinn Ijufasti og þekktur fyrir allt annað en svona. Þetta hitti bara á slæman stað," sagði Guðni við DV eftir leikinn. Guðni missti af þremur leikjum Bolton, tveimur deildarleikjum og einum bikarleik. Hann sneri hins vegar aftur til baka með eftirminnilegum hætti. Hann þurfti reyndar að sætta sig við að spila sem bakvörður í leiknum en það gekk svona vel. #OTD in 1995, Gudni Bergsson joins Bolton Wanderers for £65k from Spurs. The defender made 270 apps for #BWFC , scoring 22 goals. pic.twitter.com/0vzFKC3HCk— TALK72 (@TALK72Podcast) March 21, 2017 „Það var mikilvægt að vinna þennan leik eftir sjokkið gegn Manchester United á dögunum. Sigurinn gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust i þeirri baráttu sem framundan er i fallbaráttunni. Ég sem gamall stuðningsmaður Leeds fékk engan sérstakan móral yfir því að hafa skorað sigurmarkið gegn þeim," sagði Guðni við DV eftir leikinn á móti Leeds. Guðni Bergsson með lukkudýri Bolton Wanderers.Getty/Adam Davy/ Guðni Bergsson fagnaði líka sigurmarkinu með því að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Bolton. „Ég hef átt í viðræðum við forsvarsmenn félagsins undanfarnar vikur varðandi framhaldið og þetta er niðurstaðan. Mér hefur gengið vel með liðinu, fjölskyldunni líður vel í Bolton og félagið gerði mér gott tilboð sem ég ákvað að taka,"sagði Guðni við Morgunblaðið. Guðni Bergsson spilaði á endanum með Bolton til ársins 2003 eða þar til að hann lagði skóna á hilluna eftir 3-0 sigurleik með íslenska landsliðinu í Litháen 11. júní 2003. Guðni var í níu tímabil hjá Bolton Wanderers og var stóran hluta þess tíma sem fyrirliði liðsins. Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Bað Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna: Ég hafði trú á að ég gæti þetta Arnar Gunnlaugsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem náði að skora mark beint úr aukaspyrnu í ensku úrvalsdeildinni þegar hann náði því fyrir nítján og hálfu ári síðan. 8. maí 2020 11:00 Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Hermann Hreiðarsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að senda boltann í eigið mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 22 árum síðan. 8. apríl 2020 09:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska sigurmarkinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta íslenska sigurmarkið skoraði Guðni Bergsson fyrir Bolton Wanderers þann 2. mars 1996 eða fyrir rúmum 24 árum síðan. Bolton Wanderers vann þarna 1-0 útisigur á á Elland Road, heimavelli Leeds United. Liðið hafði tapað 6-0 fyrir Manchester United í leiknum á undan en Guðni missti af þeim leik vegna meiðsla. Mark Guðna kom á sextándu mínútu og hann skoraði það með skalla eftir aukaspyrnu frá Scott Sellars. Sellars byrjaði einmitt ferill sinn hjá Leeds United. Guðni mætti á fjærstöngina og skallaði boltann í markið en markið má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube „Þetta var ljúfur sigur en við vorum staðráðnir í að rífa okkur upp eftir skellinn gegn Manchester United. Markið, sem ég skoraði, kom eftir aukaspyrnu, góður bolti kom inn á markteiginn og ég náði að skalla knöttinn í netið. Þegar mörkin telja, sem maður er að skora, þá er gaman," sagði Guðni Bergsson í samtali við DV. Þetta var fyrsti leikur hans með aðalliði Bolton í þrjár vikur eða síðan 10. febrúar. Guðni rifbeinsbrotnaði þá eftir samstuð við Dwight York í leik á móti Aston Villa. „Ég fékk svona heiftarlegt olnbogaskot í síðuna frá Dwight Yorke, sóknarmanni Villa. Þetta var algjört óviljaverk, enda er sá piltur hinn Ijufasti og þekktur fyrir allt annað en svona. Þetta hitti bara á slæman stað," sagði Guðni við DV eftir leikinn. Guðni missti af þremur leikjum Bolton, tveimur deildarleikjum og einum bikarleik. Hann sneri hins vegar aftur til baka með eftirminnilegum hætti. Hann þurfti reyndar að sætta sig við að spila sem bakvörður í leiknum en það gekk svona vel. #OTD in 1995, Gudni Bergsson joins Bolton Wanderers for £65k from Spurs. The defender made 270 apps for #BWFC , scoring 22 goals. pic.twitter.com/0vzFKC3HCk— TALK72 (@TALK72Podcast) March 21, 2017 „Það var mikilvægt að vinna þennan leik eftir sjokkið gegn Manchester United á dögunum. Sigurinn gefur okkur vonandi aukið sjálfstraust i þeirri baráttu sem framundan er i fallbaráttunni. Ég sem gamall stuðningsmaður Leeds fékk engan sérstakan móral yfir því að hafa skorað sigurmarkið gegn þeim," sagði Guðni við DV eftir leikinn á móti Leeds. Guðni Bergsson með lukkudýri Bolton Wanderers.Getty/Adam Davy/ Guðni Bergsson fagnaði líka sigurmarkinu með því að skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Bolton. „Ég hef átt í viðræðum við forsvarsmenn félagsins undanfarnar vikur varðandi framhaldið og þetta er niðurstaðan. Mér hefur gengið vel með liðinu, fjölskyldunni líður vel í Bolton og félagið gerði mér gott tilboð sem ég ákvað að taka,"sagði Guðni við Morgunblaðið. Guðni Bergsson spilaði á endanum með Bolton til ársins 2003 eða þar til að hann lagði skóna á hilluna eftir 3-0 sigurleik með íslenska landsliðinu í Litháen 11. júní 2003. Guðni var í níu tímabil hjá Bolton Wanderers og var stóran hluta þess tíma sem fyrirliði liðsins.
Enski boltinn Einu sinni var... Tengdar fréttir Bað Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna: Ég hafði trú á að ég gæti þetta Arnar Gunnlaugsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem náði að skora mark beint úr aukaspyrnu í ensku úrvalsdeildinni þegar hann náði því fyrir nítján og hálfu ári síðan. 8. maí 2020 11:00 Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Hermann Hreiðarsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að senda boltann í eigið mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 22 árum síðan. 8. apríl 2020 09:00 Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00 Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00 Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Sjá meira
Bað Neil Lennon um að fá að taka spyrnuna: Ég hafði trú á að ég gæti þetta Arnar Gunnlaugsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn sem náði að skora mark beint úr aukaspyrnu í ensku úrvalsdeildinni þegar hann náði því fyrir nítján og hálfu ári síðan. 8. maí 2020 11:00
Ísland og enski: David Beckham lagði upp fyrsta íslenska sjálfsmarkið og það á Old Trafford Hermann Hreiðarsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að senda boltann í eigið mark í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 22 árum síðan. 8. apríl 2020 09:00
Ísland og enska úrvalsdeildin: Fyrsta markið 16. janúar 1993 Þorvaldur Örlygsson var fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 27 árum síðan. 27. mars 2020 10:00
Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Guðni Bergsson varð fyrsti íslenski knattspyrnumaðurinn til að fá reisupassann í ensku úrvalsdeildinni fyrir rúmum 24 árum síðan. 3. apríl 2020 10:00