Körfubolti

Sam­komu­bann í San Francisco og Warri­ors leikur væntan­lega fyrir luktum dyrum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Curry og áhorfendur Warriors í bakgrunn. Þeir fá ekki að mæta annað kvöld er liðið spilar gegn Brooklyn.
Curry og áhorfendur Warriors í bakgrunn. Þeir fá ekki að mæta annað kvöld er liðið spilar gegn Brooklyn. vísir/getty
Allar líkur eru á því að Golden State Warriors muni leika fyrir luktum dyrum í næstu heimaleikjum sínum vegna kórónuveirunnar en ESPN greinir frá þessu.

Líkur eru á að tilkynnt verði síðar í dag um bann, sem þýðir að sett yrði bann á samkomur í San Francisco þar sem fleiri en þúsund safnast saman. Bannið verður að minnsta kosti í tvær vikur en líkur eru á að það verði framlengt.

Warriors spilar gegn Brooklyn Nets aðra nótt en næstu tvær vikurnar eiga þeir svo bara útileiki áður en þeir snúa aftur til San Fransico þann 25. mars. Þá taka við fjórir heimaleikir í röð.







Adrijan Wojnarowski, annar blaðamaður ESPN, greinir frá því að leikmenn Golden State séu á leið á fund með forráðamönnum liðsins. Þar ræðst það væntanlega hvort að leikjunum verði frestað eða „bara“ leikið fyrir luktum dyrum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×