Öruggt hjá Augsburg en enginn Alfreð Anton Ingi Leifsson skrifar 24. maí 2020 13:30 Leikmenn Augsburg fagna marki í dag. vísir/getty Augsburg vann öruggan 3-0 sigur á Schalke 04 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigurinn var mikilvægur fyrir Augsburg í botnbaráttunni. Það var enginn Alfreð Finnbogason í leikmannahóp Augsburg í dag en hann var frá vegna meiðsla. Það kom þó ekki að sök. Eduard Loewen skoraði fyrsta markið, beint úr aukaspyrnu á 6. mínútu og staðan 1-0 í leikhlé. Noah-Joel Sarenren-Bazee tvöfaldaði forystuna stundarfjórðungi fyrir leikslok og í uppbótartíma var það Sergio Cordova sem innsiglaði sigur Augsburg. Lokatölur 3-0 og fyrsti sigur Augsburg í síðustu fimm leikjum. Augsburg er eftir sigurinn í 12. sæti deildarinnar og er þar af leiðandi nú sjö stigum frá umspilssæti um fall. Schalke er hins vegar í 8. sætinu með 37 stig. Þýski boltinn
Augsburg vann öruggan 3-0 sigur á Schalke 04 á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sigurinn var mikilvægur fyrir Augsburg í botnbaráttunni. Það var enginn Alfreð Finnbogason í leikmannahóp Augsburg í dag en hann var frá vegna meiðsla. Það kom þó ekki að sök. Eduard Loewen skoraði fyrsta markið, beint úr aukaspyrnu á 6. mínútu og staðan 1-0 í leikhlé. Noah-Joel Sarenren-Bazee tvöfaldaði forystuna stundarfjórðungi fyrir leikslok og í uppbótartíma var það Sergio Cordova sem innsiglaði sigur Augsburg. Lokatölur 3-0 og fyrsti sigur Augsburg í síðustu fimm leikjum. Augsburg er eftir sigurinn í 12. sæti deildarinnar og er þar af leiðandi nú sjö stigum frá umspilssæti um fall. Schalke er hins vegar í 8. sætinu með 37 stig.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti