Hjúkrunarfræðingur furðar sig á „heift og reiði“ í garð heilbrigðisstarfsfólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 23:09 Hjúkrunarfræðingar eru í fremstu víglínu þegar kemur að því að tækla kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingur segist gáttaður á þeirri heift og reiði í garð heilbrigðisstarfsfólks sem hún segir ríkja í samfélaginu. Hún undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi. Umræddur hjúkrunarfræðingur er Helga Jónsdóttir, sem ritaði stuttan pistil um málið í dag. Með pistlinum deilir Helga frétt Vísis frá því í dag, þar sem greint var frá því að starfsmenn Landspítala hefðu haldið til Austurríkis eftir að landlæknir gaf út tilmæli um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. „Í fyrsta lagi fóru þessir hjúkrunarfræðingar og læknar til svæða sem ekki voru skilgreind sem hættusvæði á þeim tíma sem farið var. Það má vel vera að staðan hafi breyst seinna meir,“ skrifar Helga og bætir við að ekki hafi verið lagt bann við ferðum til annarra landa. Á mánudag gaf landlæknir út fréttatilkynningu um að skilgreindum áhættusvæðum í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar hefði verið fjölgað. Meðal þeirra svæða sem bættust við lista yfir áhættusvæði vöru afmörkuð svæði í Austurríki, Sviss, Þýskalandi og Frakklandi. Umræddir heilbrigðisstarfsmenn fóru hins vegar á þessi svæði áður en svæðin voru skilgreind sem hættusvæði, en síðar var hættumatinu breytt og starfsfólkið fór því í sóttkví við heimkomu. „Í öðru lagi, ef landlækni, forstjóra Landspítala og fleirum var svona umhugað um að koma í veg fyrir smit heilbrigðisstarfsfólks þá hefði bara átt að setja ferðabann Á ALLA LANDSMENN STRAX! Fólk getur smitast hvar sem er, ERLENDIS OG HÉRLENDIS,“ skrifar Helga, en ekki hefur verið lagt bann við ferðalögum, hvorki heilbrigðisstarfsmanna né annarra. „Í þriðja lagi, þá finnst mér það alltaf jafn fáránlegt þegar verið er að setja þessar ógeðslega miklu kröfur á okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu þar sem við eigum bara að hunsa allt sem skiptir okkur máli til þess að fórna okkur fyrir alla hina sem bæði meta okkur ekki að verðleikum og/eða taka okkur af lífi fyrir það að standa aðeins í lappirnar og setja einhver mörk. Við erum fólk eins og allir aðrir sem eigum rétt á okkar persónulega lífi þegar við erum ekki að vinna og erum að reyna að gera okkar besta,“ skrifar Helga að lokum. Samkvæmt heimildum Vísis er Helga langt í frá eini heilbrigðisstarfsmaðurinn sem er þessarar skoðunar. Miklar umræður sköpuðust á Facebook-síðu hjúkrunarfræðinga í dag vegna málsins og var mörgum heitt í hamsi. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 11. mars 2020 13:09 Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00 69 starfsmenn Landspítala nú í sóttkví 11. mars 2020 13:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur segist gáttaður á þeirri heift og reiði í garð heilbrigðisstarfsfólks sem hún segir ríkja í samfélaginu. Hún undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi. Umræddur hjúkrunarfræðingur er Helga Jónsdóttir, sem ritaði stuttan pistil um málið í dag. Með pistlinum deilir Helga frétt Vísis frá því í dag, þar sem greint var frá því að starfsmenn Landspítala hefðu haldið til Austurríkis eftir að landlæknir gaf út tilmæli um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. „Í fyrsta lagi fóru þessir hjúkrunarfræðingar og læknar til svæða sem ekki voru skilgreind sem hættusvæði á þeim tíma sem farið var. Það má vel vera að staðan hafi breyst seinna meir,“ skrifar Helga og bætir við að ekki hafi verið lagt bann við ferðum til annarra landa. Á mánudag gaf landlæknir út fréttatilkynningu um að skilgreindum áhættusvæðum í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar hefði verið fjölgað. Meðal þeirra svæða sem bættust við lista yfir áhættusvæði vöru afmörkuð svæði í Austurríki, Sviss, Þýskalandi og Frakklandi. Umræddir heilbrigðisstarfsmenn fóru hins vegar á þessi svæði áður en svæðin voru skilgreind sem hættusvæði, en síðar var hættumatinu breytt og starfsfólkið fór því í sóttkví við heimkomu. „Í öðru lagi, ef landlækni, forstjóra Landspítala og fleirum var svona umhugað um að koma í veg fyrir smit heilbrigðisstarfsfólks þá hefði bara átt að setja ferðabann Á ALLA LANDSMENN STRAX! Fólk getur smitast hvar sem er, ERLENDIS OG HÉRLENDIS,“ skrifar Helga, en ekki hefur verið lagt bann við ferðalögum, hvorki heilbrigðisstarfsmanna né annarra. „Í þriðja lagi, þá finnst mér það alltaf jafn fáránlegt þegar verið er að setja þessar ógeðslega miklu kröfur á okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu þar sem við eigum bara að hunsa allt sem skiptir okkur máli til þess að fórna okkur fyrir alla hina sem bæði meta okkur ekki að verðleikum og/eða taka okkur af lífi fyrir það að standa aðeins í lappirnar og setja einhver mörk. Við erum fólk eins og allir aðrir sem eigum rétt á okkar persónulega lífi þegar við erum ekki að vinna og erum að reyna að gera okkar besta,“ skrifar Helga að lokum. Samkvæmt heimildum Vísis er Helga langt í frá eini heilbrigðisstarfsmaðurinn sem er þessarar skoðunar. Miklar umræður sköpuðust á Facebook-síðu hjúkrunarfræðinga í dag vegna málsins og var mörgum heitt í hamsi.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 11. mars 2020 13:09 Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00 69 starfsmenn Landspítala nú í sóttkví 11. mars 2020 13:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 11. mars 2020 13:09
Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00