Ferðabann Trump mun bíta Íslendinga Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. mars 2020 07:00 Raðirnar á Keflavíkurflugvelli munu óhjákvæmilega styttast. Vísir/vilhelm Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanni Bandaríkjaforseta, sem hann kynnti í nótt. Bandarískir ferðamenn hafa þannig verið stærsti hópurinn sem farið hefur um Leifstöð frá því árið 2016. Icelandair mun að sama skapi þurfa að breyta áætlunum sínum umtalsvert, enda hafði félagið hugsað sér að fljúga rúmlega 500 sinnum til Bandaríkjanna þá 30 daga sem ferðabannið er í gildi. Sjá einnig: Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til BandaríkjannaBannið tekur gildi á föstudag og nær til allra íbúa landa innan Schengen-svæðisins, Íslandi þar með töldu. Þeim verður þannig meinað að koma til Bandaríkjanna í 30 daga frá og með morgundeginum. Bannið er sveigjanlegra fyrir bandaríska ríkisborgara sem þó munu þurfa að sæta skoðun á völdum flugvöllum við komuna til landsins og að líkindum sæta tveggja vikna sóttkví. Bandaríkjamenn hafa að sama skapi verið hvattir til að fara ekki til Evrópu.Íslendingar mega búast við færri Bandaríkjamönnum á næstunni.vísir/vilhelmFjölmennir og með veskin á lofti Ætla má að ferðabannið og þessi tilmæli til Bandaríkjamanna muni draga stórlega úr komu þeirra hingað til lands, hið minnsta næstu 30 dagana. Þeir hafa verið stærsti hópur ferðamanna á Íslandi undanfarin fjögur ár, voru til að mynda rúmlega 464 þúsund í fyrra og næstum 700 þúsund árið 2018 samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu.Þessi fjölmenni hópur hefur skilið eftir umtalsverðar gjaldeyristekjur í landinu. Þannig bera bráðabirgðatölur fyrir síðasta ár með sér að tekjur landsmanna af þjónustuútflutningi, sem að stærstum hluta eru tilkomnar vegna ferðaþjónustunnar, hafi verið næstum 700 milljarðar króna í fyrra. Í ljósi þess að næstum fjórðungur ferðamanna sem hingað komu í fyrra voru Bandaríkjamenn má ætla að tekjurnar af þeim hafi verið vel á annan hundrað milljarða króna í fyrra. Árið 2018, þegar þjónustuútflutningur Íslendinga og um leið komur ferðamanna voru í hámarki, námu tekjurnar af Bandaríkjamönnum rúmlega 227 milljörðum króna samkvæmt tölum Hagstofunnar.Icelandair þarf að takast á við frost í Bandaríkjaflugi.vísir/vilhelmÁform Icelandair aftur út um gluggann Jafnframt mun ákvörðun Bandaríkjaforseta fækka tengifarþegum sem flogið hafa í gegnum Ísland á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Icelandair flutti rúmlega 57 þúsund slíka farþega í nýliðnum febrúarmánuði, sem var um fjórðungur allra farþega félagsins þann mánuðinn. Icelandair hefur þegar gefið út að fyrri áætlanir félagsins um yfirstandandi ár munu ekki standast. Þannig tilkynnti Icelandair síðast á föstudag, um leið og það birti nýjar flutningstölur fyrir febrúar, að það hyggðist fækka ferðum um hið minnsta 2 prósent á næstu tveimur mánuðum.Sjá einnig: Uppsagnir fyrirhugaðar hjá Icelandair vegna kórónuveirunnarIcelandair bætti svo um betur í upphafi þessarar viku og sagði, sökum kórónuveirufaraldursins, að líklegt mætti teljast að ferðum félagsins yrði fækkað enn frekar. Icelandair, rétt eins og önnur fyrirtæki, vakna þó við allt annan veruleika í dag sem bregðast þarf við. Donald Trump Bandaríkjaforseti tók þó fram á Twitter eftir að ávarpi hans frá Hvíta húsinu lauk að ferðabanninu væri ætlað að stöðva „fólk en ekki vörur.“ Fraktflutningar Icelandair ættu því ekki að skerðast hvað þetta varðar. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gaf það út á þriðjudag að félagið muni að líkindum þurfa að grípa til uppsagna vegna stöðunnar sem nú er uppi í ferðamennsku, rétt eins og í heiminum öllum. Hann segir í samskiptum við Vísi að Icelandair sé nú að meta stöðuna sem upp er komin.Ráðherrar kynntu aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að blása lífi í efnahaginn vegna kórónuveirunnar á dögunum.vísir/vilhelmAðgerðir strax úreltar? Ríkisstjórnin kynnti efnahagsaðgerðir til að bregðast við væntum þrengingum vegna kórónuveirunnar á þriðjudag. Nokkrar þeirra lúta að ferðaþjónustunni sérstaklega; Gistináttaskattur verður afnuminn tímabundið og hugsanlega önnur íþyngjandi gjöld. Markaðsátaki til að kynna Ísland sem áfangastað verður hleypt af stokkunum. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði af því tilefni að það sé ekki sjálfgefið að öllum fyrirtækjum standi úrræðin til boða. Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir „Við erum sem sagt ekki að horfa til fyrirtækja sem hafa verið í viðvarandi greiðsluvanda og í vanskilum, heldur erum við meira að horfa til fyrirtækja sem eru lífvænleg og hafa burði til þess að standast samkeppni við eðlilegar aðstæður en eru augljóslega að verða fyrir áfalli,“ sagði Bjarni. Þessi áform voru kynnt á þriðjudag sem fyrr segir, áður en Bandaríkjaforseti settist fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar í Hvíta húsinu í nótt. Staðan hefur því gjörbreyst á aðeins tveimur dögum og róður ferðaþjónustufyrirtækja, sem var þungur fyrir, mun að líkindum verða enn þyngri og „lífvænleg fyrirtæki“ enn færri. Því má ætla að stjórnvöld, rétt eins og aðrir, muni þurfa að teikna áætlanir sínar fyrir næstu mánuði upp á nýtt, án bandarísku fánalitanna. Seðlabankastjóri sagði þó í gær, þegar hann tilkynnti um stýrivaxtalækkun, að hagkerfið hafi aldrei verið eins vel í stakk búið til að bregðast við áföllum. Seðlabankinn búi yfir rúmlega 800 milljarða gjaldeyrisforða sem hægt sé að grípa til ef á þarf að halda. Áföllin í ferðaþjónustunni verði að sama skapi, vonandi, aðeins tímabundin.Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Icelandair fyrirhugaði 1900 ferðir til Bandaríkjanna næstu 30 daga. Hið rétta er að heildarfjöldi ferða félagsins á þessu tímabili eru 1900 talsins. Rúmur fjórðungur þeirra ferða er til Bandaríkjanna. Þetta hefur verið leiðrétt. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Íslendingar mega vænta umtalsverðra efnahagslegra áhrifa af ferðabanni Bandaríkjaforseta, sem hann kynnti í nótt. Bandarískir ferðamenn hafa þannig verið stærsti hópurinn sem farið hefur um Leifstöð frá því árið 2016. Icelandair mun að sama skapi þurfa að breyta áætlunum sínum umtalsvert, enda hafði félagið hugsað sér að fljúga rúmlega 500 sinnum til Bandaríkjanna þá 30 daga sem ferðabannið er í gildi. Sjá einnig: Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til BandaríkjannaBannið tekur gildi á föstudag og nær til allra íbúa landa innan Schengen-svæðisins, Íslandi þar með töldu. Þeim verður þannig meinað að koma til Bandaríkjanna í 30 daga frá og með morgundeginum. Bannið er sveigjanlegra fyrir bandaríska ríkisborgara sem þó munu þurfa að sæta skoðun á völdum flugvöllum við komuna til landsins og að líkindum sæta tveggja vikna sóttkví. Bandaríkjamenn hafa að sama skapi verið hvattir til að fara ekki til Evrópu.Íslendingar mega búast við færri Bandaríkjamönnum á næstunni.vísir/vilhelmFjölmennir og með veskin á lofti Ætla má að ferðabannið og þessi tilmæli til Bandaríkjamanna muni draga stórlega úr komu þeirra hingað til lands, hið minnsta næstu 30 dagana. Þeir hafa verið stærsti hópur ferðamanna á Íslandi undanfarin fjögur ár, voru til að mynda rúmlega 464 þúsund í fyrra og næstum 700 þúsund árið 2018 samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu.Þessi fjölmenni hópur hefur skilið eftir umtalsverðar gjaldeyristekjur í landinu. Þannig bera bráðabirgðatölur fyrir síðasta ár með sér að tekjur landsmanna af þjónustuútflutningi, sem að stærstum hluta eru tilkomnar vegna ferðaþjónustunnar, hafi verið næstum 700 milljarðar króna í fyrra. Í ljósi þess að næstum fjórðungur ferðamanna sem hingað komu í fyrra voru Bandaríkjamenn má ætla að tekjurnar af þeim hafi verið vel á annan hundrað milljarða króna í fyrra. Árið 2018, þegar þjónustuútflutningur Íslendinga og um leið komur ferðamanna voru í hámarki, námu tekjurnar af Bandaríkjamönnum rúmlega 227 milljörðum króna samkvæmt tölum Hagstofunnar.Icelandair þarf að takast á við frost í Bandaríkjaflugi.vísir/vilhelmÁform Icelandair aftur út um gluggann Jafnframt mun ákvörðun Bandaríkjaforseta fækka tengifarþegum sem flogið hafa í gegnum Ísland á milli Evrópu og Bandaríkjanna. Icelandair flutti rúmlega 57 þúsund slíka farþega í nýliðnum febrúarmánuði, sem var um fjórðungur allra farþega félagsins þann mánuðinn. Icelandair hefur þegar gefið út að fyrri áætlanir félagsins um yfirstandandi ár munu ekki standast. Þannig tilkynnti Icelandair síðast á föstudag, um leið og það birti nýjar flutningstölur fyrir febrúar, að það hyggðist fækka ferðum um hið minnsta 2 prósent á næstu tveimur mánuðum.Sjá einnig: Uppsagnir fyrirhugaðar hjá Icelandair vegna kórónuveirunnarIcelandair bætti svo um betur í upphafi þessarar viku og sagði, sökum kórónuveirufaraldursins, að líklegt mætti teljast að ferðum félagsins yrði fækkað enn frekar. Icelandair, rétt eins og önnur fyrirtæki, vakna þó við allt annan veruleika í dag sem bregðast þarf við. Donald Trump Bandaríkjaforseti tók þó fram á Twitter eftir að ávarpi hans frá Hvíta húsinu lauk að ferðabanninu væri ætlað að stöðva „fólk en ekki vörur.“ Fraktflutningar Icelandair ættu því ekki að skerðast hvað þetta varðar. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gaf það út á þriðjudag að félagið muni að líkindum þurfa að grípa til uppsagna vegna stöðunnar sem nú er uppi í ferðamennsku, rétt eins og í heiminum öllum. Hann segir í samskiptum við Vísi að Icelandair sé nú að meta stöðuna sem upp er komin.Ráðherrar kynntu aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að blása lífi í efnahaginn vegna kórónuveirunnar á dögunum.vísir/vilhelmAðgerðir strax úreltar? Ríkisstjórnin kynnti efnahagsaðgerðir til að bregðast við væntum þrengingum vegna kórónuveirunnar á þriðjudag. Nokkrar þeirra lúta að ferðaþjónustunni sérstaklega; Gistináttaskattur verður afnuminn tímabundið og hugsanlega önnur íþyngjandi gjöld. Markaðsátaki til að kynna Ísland sem áfangastað verður hleypt af stokkunum. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði af því tilefni að það sé ekki sjálfgefið að öllum fyrirtækjum standi úrræðin til boða. Sjá einnig: Veita fyrirtækjum svigrúm og bæta í opinberar framkvæmdir „Við erum sem sagt ekki að horfa til fyrirtækja sem hafa verið í viðvarandi greiðsluvanda og í vanskilum, heldur erum við meira að horfa til fyrirtækja sem eru lífvænleg og hafa burði til þess að standast samkeppni við eðlilegar aðstæður en eru augljóslega að verða fyrir áfalli,“ sagði Bjarni. Þessi áform voru kynnt á þriðjudag sem fyrr segir, áður en Bandaríkjaforseti settist fyrir framan sjónvarpsmyndavélarnar í Hvíta húsinu í nótt. Staðan hefur því gjörbreyst á aðeins tveimur dögum og róður ferðaþjónustufyrirtækja, sem var þungur fyrir, mun að líkindum verða enn þyngri og „lífvænleg fyrirtæki“ enn færri. Því má ætla að stjórnvöld, rétt eins og aðrir, muni þurfa að teikna áætlanir sínar fyrir næstu mánuði upp á nýtt, án bandarísku fánalitanna. Seðlabankastjóri sagði þó í gær, þegar hann tilkynnti um stýrivaxtalækkun, að hagkerfið hafi aldrei verið eins vel í stakk búið til að bregðast við áföllum. Seðlabankinn búi yfir rúmlega 800 milljarða gjaldeyrisforða sem hægt sé að grípa til ef á þarf að halda. Áföllin í ferðaþjónustunni verði að sama skapi, vonandi, aðeins tímabundin.Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Icelandair fyrirhugaði 1900 ferðir til Bandaríkjanna næstu 30 daga. Hið rétta er að heildarfjöldi ferða félagsins á þessu tímabili eru 1900 talsins. Rúmur fjórðungur þeirra ferða er til Bandaríkjanna. Þetta hefur verið leiðrétt.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira